Leita í fréttum mbl.is

Engin fyrirsögn

Það er stundum svo magnað að eiga mömmu sem á heima úti í útlöndum. Ég bara sver það. Ég fæ nefnilega reglulega senda fatapakka með allskonar fötum, fíneríi og dóti beint frá Ítalíunni. Það er eins og það séu bara reglulega jól hjá mér. Ekki það að mig vanti svo svakalega mikið af fötum núna svona nýkomin að utan en það er t.d. voða fín H&M búð í "mallinu" rétt hjá henni og svo fyrir utan auðvitað allar fáránlega fínu búðirnar þarna. Núna er hún t.d. dugleg að fara á útsölurnar úti og finna e-ð fyrir okkur. Um daginn uppgötvaði ég t.d. hvað íþróttabuxur sem ég hafði keypt um jólin í H&M voru fáránlega góðar - hægur leikur - sendi bara mömmu út í búð að kaupa aðrar og senda mér heim. Sendingakostnaður er frekar lágur þannig að þetta er allt saman svakalegur sparnaður allt saman Grin  Þetta er allavegna svona næstbesta á eftir því að búa úti sjálfur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon


hæ Anna mín

Ég fann þennan líka fína kjól og nælonsokka í H&M í dag og hundanammi fyrir Otto fékk að fljóta með líka. Sendi þetta á mánudaginn. Bestu kveðjur  mamma

Rúna (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband