Leita í fréttum mbl.is

Framtíðin er best látin óráðin

Ég er nýbúin í verknámi nr.2 en það þýðir að það eru bara rúmar tvær vikur í páskafrí sem þýðir líka að það eru bara sjö vikur í upplestrarfrí og vorpróf en það þýðir líka að það eru bara tveir mánuðir þangað til ég fer til mömmu til Ítalíu og þá líka bara þrír mánuðir þangað til ég kem heim aftur og byrja að vinna í sumar og svo bara sex mánuðir þangað til skólinn byrjar aftur en það þýðir líka að það er bara rúmt ár þangað til ég útskrifast úr Háskólanum.......

En allt eftir það er óskrifað blað!

Langaði bara að deila þessu með ykkur.

 

En að öðru máli. Fyrir um tveimur árum fór ég hiklaust í verstu utanlandsferð sem hægt er að fara í í heiminum. Ég segi í heiminum af því samferðamenn mínir í þessari ferð taka án alls efa alfarið undir þessa yfirlýsingu. Það var allt svo hræðilegt í þessari ferð að hún setur nýjan standard á þær ferðir sem ég fer í hér eftir erlendis. Menn og mýs grétu bókstaflega út af aðstæðunum þarna. Ég er öllu vön þegar að ferðum erlendis kemur við, hef ferðast víða við misskemmtilegar aðstæður og til misskemmtilegra staða en botninum var ekki náð fyrr en þarna. Í þessari ferð, þar sem ferðinni var heitið til Costa Brava á Spáni, var hópur af ungmennum í æfingabúðum í frjálsum íþróttum. Af fyrri reynslu eru slíkar ferðir oftast hrein skemmtun. En einhvern veginn þá fór bara allt úrskeiðis þarna, tveim vikum áður en ég fór út kom í ljós að ég var með brjókslos í bakinu, ég veiktist heiftarlega á öðrum degi og var það út alla ferðina, við gistum í einhverjum helv.... plastkofa lengst út í rassgati með engri kyndingu og engri afþreyingu, það var sveppalykt af rakanum þarna, völlurinn var ömurlegur og aðstaðan öll, veðrið var hræðilegt og ég get haldið endalaust áfram. Trúið mér að ég er ekki að ýkja þennan ömurleika þarna, orð geta ekki lýst annarri eins eymd. Það er ekki fyrr en núna nýlega sem ég og Sísí vinkona, sem var með í för, getum talað um þessa ferð í léttum tón og hlegið að henni.

Í tilraun til þess að reyna að gera það besta úr aðstæðum ákváðum við vinkonurnar að hafa það að mottói ferðarinnar að brosa á öllum myndun eins og þetta væru bestu dagar lífs okkar þarna úti. Reyna að sjá kómedíuna í tragedíunni....

afraksturinn er þessi:.........

49nbavd

43fvoio _seatour_users_kristin_my_documents_my_pictures_anna_h 54vmuru 

21hbpwo     

Lítur ekki út eins og það hafi verið geðveikt gaman hjá okkur? Ef svo er þá hefur þetta virkað hjá okkur. Best er að brosa sig í gegnum lífið stundum... sama hversu kaldhjartað það er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha, þetta var alveg magnað!

Sísí (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 23:35

2 identicon

Hehe....þú ert fyndin Anna Heiða ;)

Þórey (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband