Leita í fréttum mbl.is

Töluð orð verða ei aftur tekin - málsháttur vikunnar!

Við hjónakornin ákváðum í gær að þar sem við vorum að fara að skella okkur á galeiðuna um kvöldið væri tilvalið að hressa upp á húðlitinn á einni af betri ljósabekkjastofum landsins. Við ákváðum að láta nýlegar fréttir um skaðleg áhrif ljósabekkja sem vind um eyru þjóta. Tilgangurinn átti að helga meðalið. Afraksturinn átti að vera hnetu-lituð húð eins og eftir dagslegu á sólarströnd. Rauninn varð hinsvegar að við urðum eins og nýveiddur karfi beint úr sjónum. (Ég verð þó að taka það fram að þetta var ekki neinn túrbótími!! ) Ég sem venjulega brenn ekki auðveldlega í sól er svo brennd á öllum líkamanum að líklega er um 2.stigs bruna að ræða, a.m.k. á fótum,baki, maga og rassi. Ég get ekki verið með úr eða aðra hluti sem renna á húðinni þar sem það er svo aumt, ég læt mig þó hafa það að vera í nærbuxum þó að það sé gjörsamlega að fara með mig. Í gær leið mér eins og sokkabuxurnar sem ég var í væru að brenna fastar við húðina á mér. Gunni er ekkert skárri, hann er vel brenndur á bringu, maga og baki. Lætur þó betur af sér heldur en ég.

Ég velti því fyrir mér hvað ég eltist mikið í árum við að fara í þennan eina ljósatíma? Hvaða áhrif þetta hefur á húðina til langs tíma.. sérstaklega ef maður brennur svona illa? Ég vil helst ekki hugsa það mál til enda. Enda mikið í mun um að halda fersku og unglegu yfirbragði mínu sem lengst.

 Svona átti þetta að koma út upphaflega:

SummersTan_10 

 

En útkoman varð eitthvað nær þessu: 

sunburn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jesús góður! Þú lifir aldeilis á brúninni.. Ef maður ætlar að brenna á annað borð verður það að lágmarki að vera utandyra og helst í Laugardalslauginni á sveittum júlídegi.

Björg (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 04:34

2 identicon

Uss, suss,  hvað er að heyra!  Ertu til í sund eftir æfingu í dag?

Sísí Rut (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband