Leita í fréttum mbl.is

....

Hafiði einhvern tímann upplifað þá tilfinningu að vera eiginlega bara ástfangin af lífinu?

Þegar mér líður þannig get ég ekki verið fúl út í neinn, finnst eins og ég svífi á skýi, þykir svo vænt um alla og finnst bara einhvern veginn eins og lífið leiki við mig á allan hátt. Það verður allt bara svo yndislegt. Stundum grípur mig þessi tilfinning þegar ég á síst von á því. En það gerist gjarnan þegar ég vakna af sjálfsdáðum við glampandi sól úti, úthvíld, þegar ég veit að ég á von á einhverjum skemmtilegum hlutum framundan. Stundum fæ ég þessa tilfinningu bara við að sjá fallegan himinn, þegar einhver gerir eitthvað fallegt fyrir mig, eftir góða og uppörvandi æfingu, þegar ég fæ fallegt hrós eða þegar ég fæ knús frá þeim sem mér þykir vænt um.  Það er engin regla sem liggur þar að baki en alltaf jafn yndislegt þegar mér líður svona. Vildi að allir dagar gætu verið svona góðir.

Ég átti þannig dag í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon


Mmmm, falleg færsla og sammála hverju orði ;)

Berlind (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 21:49

2 identicon

Til hamingju með próflokin og hafðu það gott á Ítalíu...vonandi mun mér líða svona eftir 3 vikur

Harpa (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband