12.12.2006 | 01:43
Hvernig Ísland vilja Íslendingar hafa?
Það var ansi skemmtilegt innslag í sjónvarpinu áðan þar sem bandarískur prófessor, sennilega í hagfræði, sat undir fyrirspurnum Ólafs Ragnars og fleiri sem ég náði ekki nöfnunum á. Þátturinn hefur sennilega verið tekinn upp fyrir hartnær 20 árum. Þar sem ég hef ekki menntun í hagfræði fannst mér þetta ansi skemmtileg umræða og þrátt fyrir menntunarskort minn sýnist mér að margar af þeim róttæku hugmyndum þessa manns séu við lýði hér á landi í dag. Eins og t.d. hvað varðar skattlagningu á hátekjufólki. Meginefni þessa viðtals var það að maðurinn vildi koma á svipuðu fyrirkomulagi og við var haft í BNA. Íslensku prófessorarnir voru reiðir, það var gaman, þeir voru að verja það fyrirkomulag sem átti sér stað á Íslandi þar sem að möguleika allra væru jafnir frá fæðingu til góðrar menntunar og lífskilyrða og gaman að sjá hvað þeir voru harðákveðnir í því að hvergi væri til betra hagkerfi en á Íslandi. Útlenski maðurinn hélt því fram að á Íslandi væri bananalýðveldi og líkti okkur við kommúnisma Stalíns. Honum fannst alveg ótækt að öll börn fengju ókeypis menntun. Það sem sló mig hvað mest var að þrátt fyrir að mér þætti hugmyndir þessa manns alveg fráleitar og ættu ekki að fá hljómgrunn á Íslandi, þá áttaði ég mig á því að Ísland er algjörlega að verða eins og BNA, og þá verð ég reið. Hvað eru Íslendingar að spá??? Við höfum alla möguleika á að útrýma fátækt á Íslandi, enginn þyrfti að lifa undir fátæktarmörkum. Hægt væri í raun að búa til einhvers konar útópíu hagfræðingsins á Íslandi. Það eru allar aðstæður til þess. Okkar sérstæða sem þjóðar felst í því að hér er gríðarlegur hagvöxtur, hér er mikið af gríðarlega vinnuglöðu fólki og það er rík hefð fyrir jöfnuði á Íslandi. Ég harma það innilega ef stjórnmálamenn ætla sér að fylgja því velferðarkerfi sem hefur verið við lýði í BNA í langan tíma þar sem að ójöfnuður er gríðarlegur og fólk fæðist inn í ákveðna stéttarskiptingu sem erfitt er að brjótast úr. Á Íslandi ætti ekki að vera til stéttaskipting en þrátt fyrir það er til fólk á Íslandi sem telur sig vera af æðri stétt en aðrir og er það lýsandi fyrir hégómakenndir sem eru að brjótast út hérna. Ég held að við eigum okkur ennþá viðreisnarvon sem þjóð. Ég held að fyrsta skrefið í því væri að koma sjálfstæðisflokknum úr ríkisstjórn. Þar sem það hefur sýnt sig með tímanum og mýmörgum dæmum að allt sem hann stendur fyrir er endurspeglun kapítalismans í BNA.
Þessi þáttur vakti mig því svo innilega til umhugsunar um hvers konar Ísland ég myndi vilja hafa. Ég vona að fleiri hafi séð þennan þátt og lært vel af.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Athugasemdir
Önnu Heiðu á Alþingi!
Kata (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 18:12
Önnu Heiðu á Alþingi!
Kata (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 18:13
Já takk fyrir það vinkona.. ekki alveg meiningin samt! Ég verð bara svo pirruð þegar ég sé svona. Veit að ég hef ekki verið að opinbera neitt sérstaklega pólitískan áhuga minn en stundum getur maður ekki setið á sér!
Anna Heiða Gunnarsdóttir, 15.12.2006 kl. 19:43
Maðurinn mikli hét víst Milton Friedman og var mjög frægur hagfræðingur, dó víst fyrir skömmu.
Anna Heiða Gunnarsdóttir, 15.12.2006 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.