16.12.2006 | 23:54
Sauna - Nekt - Typpi = Slæmt!
Núna í dag þegar ég var í mínu fimmta jólaprófi af sex... hrundi yfir mig líka svona svakalegur prófleiði.... þetta er farið að minna á prófin í MR. Minnir reyndar að ég hafi farið mest í ca. 15 vorpróf. Annars þessi svakalegi prófleiði lýsti sér þannig að ég var í þriggja tíma prófi í rafmagnsfræði. Eftir ca. klukkutíma var ég búin að svara meira og minna flestu. Þá grípur mig einhver svona tilfinning að ég verði bara að koma mér út.... þannig að ég stóð bara upp og skilaði prófinu svo til hálfkláruðu. Ég vissi alveg að ég hefði getað setið þarna í klukkutíma í viðbót og klárað svörin sem ég var búin með en nei...Gunnarsdóttir hafði bara ekki andlegu getuna til að klára þetta. Hugsa að ég hefði alveg getað hækkað einkunnina um ca. heilan en mér var bara alveg sama. Ég er að vona að þetta versni ekki fyrir tölfræðiprófið á þriðjudaginn.... Þá kannski sleppi ég því bara að mæta!...
Sísí vinkona skrifaði annars skemmtilega færslu á blogginu sínu um Berlínarferð sem hún fór á dögunum. Þar gistu þær á heilsuhóteli þar sem naktir menn í saunu komu að máli. Það minnti mig einmitt á lífsreynslu sem ég lenti í þegar ég var ca. 11 ára. Þá var ég á ferðalagi með fjölskyldunni í Þýskalandi á voða fínu hóteli, Sheraton minnir mig. Ekki nema að þegar mín ætlaði að skella sér í búningsklefann og í laugina þá mætti ég á leiðinni þýskum sköllóttum miðaldra manni, NÖKTUM. Held að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem ég sá typpi á karlmanni síðan ég man eftir mér. Ég hélt í fyrstu að maðurinn væri kannski með lélega sjón og hefði ruglast á klefa en allt kom fyrir ekki, þegar að lauginni var komið voru ekkert nema typpi og píkur út um allt. Þar sem að hafði aldrei heyrt um slíkar nýlendur sökum ungs aldurs var þetta átakanlegt. Ég held að ég hafi skemmst á sál við þessa uppákomu. Enn þann dag í dag finnst mér typpi e-ð hálf kjánaleg.
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Athugasemdir
Haha... Ég kannast við þennan prófleiða. Ég hef lent í því að vera að morkna í prófum. Maður mætir og byrjar á prófinu svo eftir smá stund þá fær maður bara ógeð. Nennir þessu ekki, flettir í gegnum prófið og hugsar með sér sjitt hvað ég nenni ekki að svara þessu. Sér kannski e-r spurningar sem sem gefa manni bara auka höfuðverk af leiðindum. Þetta er svotil nýtt vandamál hjá mér. Fann fyrst fyrir þessu á öðru ári hér í HÍ. Finnst þetta alveg ótrúlegt, þegar maður er búin að vera að læra undir próf og nennir svo ekki að svara því. Ég læt mig þó hafa það og svara prófinu. Ekki bugast vinkona, þú getur þetta!
Sísí (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.