25.12.2006 | 19:39
Stórar fréttir
Ég vil byrja á því að óska öllum vinum nær og fjær gleðilegra jóla... sumir eru á Íslandi, aðrir á Indlandi og enn aðrir í Danmörku. Ég vona að sem flestir hafi fengið jólakort frá mér. Kata, Oddný og Björg.. kortin ykkar eru ennþá hjá mér:) Annars kem ég sátt frá jólunum, fékk næstum allt sem ég óskaði mér nema hárþurrku og komst að því strax á jóladag að það hefði nú verið eiginlega eina gjöfin sem mig vantaði hvað mest þar sem ég lét klippa mig þannig að hún er orðin nauðsyn. Annars fengum við Gunni flestar gjafirnar okkar sameiginlegar... það er víst komið að því!!!! Ég fékk samt rosa flottar northface útivistarbuxur frá Gunna og enn aðrar frá mömmu, nokkrar bækur, útvarp, fullt af konfekti matvinnsluvél og grillsett . Allt saman frábærar gjafir. Annars fengum við stórar fréttir í gær... pabbi hans Gunna og konan hans Bjarney giftu sig víst í laumi þann 16.des.... og eru þau víst í semi-brúðkaupsferð á Kanarí núna og Kári og Brynhildur eiga von á barni. Fyndið að Gunni kom seinna um kvöldið og sagði við mig: Ég hef sko stórar fréttir... þá segi ég: Nú? Hverjir voru að gifta sig og hverjir eru óléttir... rambaði bara svona beint á þetta.
En annars þá bara vona ég að þið hafið það gott um hátíðarnar og munið að ég er alltaf til í gott teiti um áramót ef e-m langar að bjóða mér!
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Athugasemdir
gleðileg jól sömuleiðis, takk fyrir rosa flott kort :) já það er spurning um hvað við gerum um áramót, allir að pæla í því sama! vona að einhver taki af skarið og haldi gott partý... samt held ekki ég!
kv. laufs
laufey (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.