Leita í fréttum mbl.is

Annáll 2006

Ég ætla að nota tækifærið og "glogga" um árið eins og eldri kona sem ég þekki sagði um daginn. Helst ber að nefna í annáli 2006:

Snemma í janúar þessa árs fór ég á afdrifaríka æfingu, hélt ég hefði tognað heiftarlega í rassvöðva við spretthlaup, reyndist síðar hafa sprengt á mér liðþófa í bakinu. Búinn að vera strembinn bati.

Missti báða afana mína með stuttu millibili snemma þessa árs. Þetta tók á fjölskylduna og var erfiður tími. Jón afi, föðurafi minn varð bráðkvaddur í janúar á meðan pabbi var í fríi út á Kanarí.  Kjartan afi, móðurafi minn lést í maí eftir margra ára baráttu við krabbamein. Þeir voru báðir einstakir á sinn hátt og er sárt saknað.

Fór í áætlaða æfingaferð til Spánar í apríl, hún eins og margt annað byrjaði ekki vel á þessu ári, veiktist heiftarlega á öðrum degi, fór á spítala tíunda daginn, hélt að ég væri að fara að kafna úr öndunarvegsstíflu. Ég skelli skuldinni alfarið á húsakynnin, sem lýsa sér best í 3 fm plastkofa uppi í sveit með örliltlum rafmagnsofni í "stofunni". Við vorum 3 stúlkurnar í húsinu, en það var samt ætlað fyrir 4. Ég missti algjörlega alla löngun til utanlandsferða eftir þessa ferð. En ef maður lítur á jákvæðu hliðarnar þá gat leiðin aðeins legið upp á við eftir þessa ferð. Við Sísí vinkona hétum hvorri annarri að svona ferðalag myndi ekki endurtaka sig.

 

_seatour_users_kristin_my_documents_my_pictures_anna_h

Í endaðan maí vatt ég kvæði mínu í kross, skipti um vinnu og flutti með Gunna og Ottó hundinum mínum á Stykkishólm í sumar. Frábær tími. Ótrúlega gaman að skipta aðeins um umhverfi og geta farið í fjallgöngu hvenær sem ég vildi, kynnast nýju fólki, rifja upp tungumálakunnáttuna. Fór að vinna hjá Sæferðum sem er stærsta fyrirtækið í Stykkishólmi og var að sjá um samskipti við ferðaskrifstofur, taka á móti kúnnum og vinna bæði á skrifstofunni og stundum út á sjó. Fórum í margar skemmtilegar ferðir í sumar, bæði í fjallgöngur um Snæfellsnesið og veiðiferðir. Tókum okkur eina viku í að keyra hringinn í kringum landið um Verslunarmannahelgina. Gistum á Seyðisfirði eina nótt hjá mömmu hans Gunna og vorum svo á Unglingalandsmótinu á Laugum í frábæru veðri.

Systir hans Gunna, Heiða, átti svo þann 6.júlí strák sem hefur verið nefndur Egill Airi.

Ég hélt upp á afmælið mitt þann 19.júlí í bænum. Hrefna var svo yndisleg að skjóta yfir okkur húsi þar sem íbúðin var í útleigu. Fórum út að borða á Austur-Indíafjelaginu og fengum besta mat sem ég held að ég hafi á ævi minni smakkað. Það er ennþá verið að tala um matinn :) Fórum svo í dúndur partý til Hrefnu og það var auðvitað geðveikt fjör... ég var allavegna í það miklu fjöri að ég svaf sitjandi í sófanum inni í stofu hjá mömmu....

Svo tók loksins skólinn við aftur. Var orðin ansi fegin að setjast aftur á skólabekk eftir ársleyfi. Er núna á öðru ári í sjúkraþjálfun fyrir þá sem ekki vita. Skólinn gengur annars rosa vel og lítur allt út fyrir að jólaprófin hafi bara gengið glimrandi.

Fór svo í nokkurra daga ferð til Köben með mömmu og Betu systur í tilefni afmæli mömmu í október. Mamma var raunsæ og gerði sér grein fyrir því að nr.1 á forgangslistanum væri að versla. Það gekk með ágætum.Grin

Svo er ég búin að vera að þjálfa krakka á aldrinum 6-11 ára í frjálsum í allt haust. Alls e-r hundrað stykki. Rosa fjör.. getur samt verið andlega mergsjúgandi... það lítur allt út fyrir það að  við fáum þriðja hópinn núna eftir áramót þannig að fjöldinn geti farið upp í 150. Sem er auðvitað frábært ef við náum að halda þeim í sportinu þangað til þau verða eldri.

Svo núna um jólin er búið að vera nóg að gera, fullt af boðum, góðum mat og góðum stundum með fjölskyldunni. Erum núna á Selfossi í húsinu sem pabbi Gunna á og gerum vel við okkur á meðan þau eru á Kanarí í óvæntri brúðkaupsveislu eftir óvænt brúðkaup.

 Annars er árið bara búið að vera stigvaxandi frábært... Er rosalega hamingjusöm, ástfangin og glöð og vona að þið séuð það líka. Sendi öllum vinum nær og fjær áramótakveðju og vonast til að hitta ykkur sem oftast á nýju ári. Vona líka að þið upplifið mikið af hamingju og ást og góðum stundum á nýju ári og munið að vera góð við ástvini ykkar og taka þeim aldrei sem gefnumKissing

Kveðja

Anna Heiða

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fá svona samantekt Við skulum vona að 2007 byrji betur en 2006! gleðilegt nýtt ár og takk fyrir þau liðnu sæta ;) 

Inga Rós (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 18:57

2 identicon

Gleðilegt ár vinkona!!

Verðum í bandi 

Kata (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband