Leita í fréttum mbl.is

Góð saga

Jæja jólin endanlega búin. Fór í mat til múttu áðan og svo var farið út til að klára flugeldana sem voru ekki sprengdir á gamlárs. Mamma var þar fremst á meðal jafningja... hún var alveg óð kerlingin. Setti heilan pakka af rakettum í standinn, kveikti á einni og hélt að þá myndi kvikna á hinum... við áttum fótum okkar fjör að launa í kjölfarið þar sem að rakettan flaug ekki nema um 1 meter upp í loftið. Þetta hélt svo áfram.... hún vildi helst bara að sprengja allt í einu. Mátti þakka fyrir að hún hafi ekki bara tekið kassann og kveikt í honum í heilu lagi. Hundurinn fékk að fara með... hann vildi bara borða stjörnuljósin. Var frekar stressaður greyið.

Skólinn byrjar annars á mánudaginn. Fáránleg stundataflan, flestir tímarnir eru eftir hádegi og aldrei sama stundataflan viku eftir viku þar sem að við erum að fá nýja kennara í hverri viku. Það gerir það að verkum að það er ansi erfitt að skipuleggja frjálsarnar hjá krökkunum. Ef það eru e-ir sem voru í frjálsum ¨in the old days¨ og langar að fá gott tímakaup við að hjálpa mér af og til þá mega þeir endilega bjalla í mig.

Ég lenti annars í skemmtilegu símtali í gær. Fyrir þá sem ekki vita þá er Lettnesk kona að leigja eitt herbergið í íbúðinni hjá mér og ég veit ekki hvað hún heitir.

Ring ring..

Ég: Halló?

Kona með pólskum hreim: Hæ, Þetta er Agnieska.

Ég: Já, hæ! (og hélt að þetta væri leigjandinn)

Kona: Ég er í þvottahúsinu og get ekki kveikt ljósið!

Ég: Já, ok, heyrðu ekkert mál, ég er heima og kem bara niður (samt hissa hvað hún talaði góða íslensku þar sem hún segir yfirleitt ekki orð hérna)

Ég mæti niður í þvottahús og það er enginn þar nema e-r strákur sem var að tengja þvottavél. Ég stend þarna í smá stund og var að velta þessu fyrir mér... hann horfir frekar undarlega á mig eftir að ég er búin að standa þarna í nokkrar mínútur þangað til að ég átta mig á þessu.

Á leiðinni upp fæ ég svo SMS frá sama númeri sem á stóð: Steinunn, ég er búin að tengja ljósið. Á ég að fara?....

Váááá hvað mér leið eins og fávita á eftir!!!!!

 

 

 

 

Ég ætla annars að sofa hressilega út á morgun þannig að ekki hringja í mig fyrr en í fyrsta lagi kl.15 ef þið voruð að spá í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha...

En í sambandi við hittinginn um helgina... þá hittumst við stelpurnar á laugardagskvöldið, og hvar varst þú þá?!?

Vonandi getum við tjúttað svolítið um næstu helgi í staðin :)

Sjáumst pía! 

Kata (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 23:38

2 identicon

já, þú ert nú meiri beilerinn;)

En ég styð djamm næstu helgi, helst á laugardagskvöldið, er að vinna á föstudagskvöld:S  Verðum í bandi sæta!

B.t.w þá hringdi ég í símann þinn á laugardagskvöldið og var búin að blaðra fullt við mömmu þína(hélt að þetta værir þú!!) þegar hún loksins náði að koma því að að þú hefðir nú bara gleymt símanum hjá henni, híhí!!

Eyrún Harpa (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 22:52

3 identicon

Ég þarf ekki að vinna á föstudagskvöldið, er að vinna í kvöld í staðinn, þ.a. bæði kvöldin henta mér vel:)

Eyrún harpa (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband