Leita í fréttum mbl.is

Heilsuátak og smá fróðleikur dagsins í boði FL Group.

Jæja gaman að segja frá því að við skötuhjúin erum í heldur manísku heilsuátaki. Meira þó Gunni en ég er samt aktív í þessu líka. Við ákváðum að 2.janúar yrði upphafsdagurinn þannig að við erum búin að standast nammi og aðrar freistingar í eina viku. Sem ég er ekki frá því að það sé það lengsta sem ég hef hætt að borða nammi síðan ég hætti í seinasta nammibindindi en það varði í ein átta ár!! Djísus crazy person.... Ég er ekki alveg að fatta hvernig ég gat þetta svona lengi, en þó reyndar þegar maður er búinn að venjast bindindinu verður það meira að lífsstíl þannig að maður þarf ekki að hugsa út í það. Ég held samt að ég sé ekki að ýkja þegar ég segi að ég hugsa um nammi og ís og annað gotterí núna á cirka 2 mínútna fresti. Ég er bara svo ótrúlega mikill sælkeri. Við erum líka að reyna að æfa aðeins meira.. eða þar er að segja ég að reyna að fá hann til að æfa jafn mikið og ég. En það er líka gaman að segja frá því að bakið er að leyfa mér að skokka núna í klukkutíma án teljandi verkja eða ca. 12 km þannig að þetta er allt vonandi að koma. Ég er að vona að ég geti smátt og smátt kannski farið að hlaupa á brautinni langt interval, held að bakið sé ekki nógu gott fyrir spretti.

Var annars í fyrsta tíma í sjúkdómafræði taugakerfis í dag. Komst að skemmtilegri staðreynd. Þeir sem eru rétthendir eru með málstöðvar í vinstra heilahveli. Þeir sem eru hinsvegar örvhentir sem eru um 5% mannkyns eru með málstöðvarnar í báðum heilahvelum en dreifingin á því getur verið mjög einstaklingsbundin. Þannig að einstaklingar sem eru örvhentir eru líklegri til að vera með málstol. En undir málstol fellur bæði þegar fólk á í erfiðleikum með að tala og skilja talað mál. Þar fann ég skýringuna á því að ég virðist aldrei geta munað rétt nöfn á hlutum sem ég er að tala um, oftast segi ég dót... í staðinn fyrir það sem ég ætla að segja. Þetta gerir Gunna alveg geðveikan og hann þolir ekki þegar ég lendi í þessu því að honum finnst eins og ég geri þetta viljandi. Ég var því geðveikt kokhraust þegar ég kom heim áðan og sagði honum að þetta væri ekki ég... ég væri bara með málstol. Ég ætla líka að ofnota þessa skýringu ef ég man ekki nöfn á fólki sem ég hitti sjaldan eða bara við öll tækifæri sem að minnið brestur..... ég segi bara: Ég get ekkert gert að þessu, ég er með málstol.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband