Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Klósettfréttir

VIÐ ERUM KOMIN MEÐ KLÓSETT...... Þannig að núna geta allir komið í heimsókn.  Jafnvel að ykkur verði öllum boðið í partý í tilefni af því við tækifæri. Hérna er annars linkur á skemmtilega síðu þar sem hægt er að sjá nafnið sitt á rússnesku Bresnef.... Mitt er eiginlega nákvæmlega eins!!


Suður um höfin að "sólgylltri strönd" sigldi ég fleyi mínu til að kanna ókunn lönd.

Ég er að fara til Köben í fyrramálið... held ég hafi sjaldan verið jafn óspennt fyrir því að fara til útlanda. Ferðin var líka bókuð með tveggja mánaða fyrirvara sem er alveg í það lengsta fyrir minn smekk og að mínu mati minnkar það spennuna til muna yfir því að vera fara til útlanda. Ég held að minnsti fyrirvarinn hafi verið rétt um hálfur sólahringur þegar við Gunni fórum til Portúgal í fyrra. Mig minnir meira að segja að skráningin okkar hafi ekki verið komin í tölvurnar þegar við fórum út á flugvöll og það var allstaðar vesen að fá það sem við pöntuðum... fengum reyndar svítuna á hótelinu í miskabætur sem var ekki slæmur díll.  Það er annars nóg að gera í skólanum núna, hellingur af verkefnum og almennur hressleiki. Framkvæmdir í Vesturbænum eru líka í hámarki núna sem lýsa sér best í því að klósettið okkar er núna fata úti á svölum Óákveðinn...... Það er nú alltaf skemmtilegt sérstaklega með tilliti til þess að það eru svona 30m í næstu blokk . Erum líka búin að fara ansi mikið skemmtilega fram úr budget-inu sem við settum okkur í þetta mission.. Sá það best þegar spegillinn sem ég ætlaði að fá mér kostar svona ca.65 þús.... Það er líka svo fyndið hvað maður er alltaf bjartsýnn á að geta klárað hlutina á skömmum tíma. Við héldum að við yrðum svona eina helgi að klára þetta.... let´s say svona frekar 1 mánuð....

Var að kíkja á veðurspána fyrir Köben það er víst sól og 16° hiti þar næstu daga.... það er nú þó allavegna ágætt. Stefnan er að versla nokkuð grimmt... veit ekki hvenær ég fæ næst tækifæri til að versla e-ð að ráði. Sísí vinkona segir líka að það sé betra að versla í Malmö þannig að við ætlum að kíkja í dagsferð þangað. 


Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband