Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006
24.7.2006 | 14:12
Allsber maður með einn hanska að hlaupa á strönd.... hver man???
Ég verð bara að þakka Kötu og Magga fyrir að koma í heimsókn um helgina. Alveg frábært að fá þau. Við fórum í ótrúlega vel heppnaða hvalaskoðun í Ólafsvík. Sáum ekkert smá mikið af hval, fullt af búrhval, hrefnum, háhyrningum og höfrungum. Mæli með því að allir fari í svona ferð. Ég var ekki með miklar væntingar til ferðarinnar en það er svo gaman þegar manni er komið svona á óvart. Ég alveg hoppaði af spenningi þegar ég sá háhyrningana hoppa í kringum okkur. Svona eins og maður gerir þegar maður er fimm ára. Varð alveg brjáluð og ætlaði að taka myndir á fínu myndavélina sem ég fékk í semi-afmælisgjöf. En í öllum æsingnum náði ég bara einni af svona 200 af actually hvölunum sjálfum, hinar voru flestallar af bakpökum samferðamanna minna eða þá bara sjónum.
Við grilluðum okkur svo pylsur og grænmeti. Ég hefði alveg viljað geta gert miklu meira með þeim en ég varð að vinna frá 2-10 um kvöldið. Greyið Gunni var fastur í e-u rosa máli alla helgina og gat lítið sem ekkert verið með okkur. Held að hann hafi samtals um helgina sofið í tvo tíma alla. Svona er þetta alltaf.... aldrei tími til að gera neitt! Skrítið að eiga bara eitt vikufrí eftir í allt sumar og svo er bara skólinn.... Það verður samt frábært að hætta að vinna.
Fór í siglingu í gæt í vinnunni. Hitti Guðbjart gamla efnafræði kennarann minn úr MR. Spjallaði heilmikið við hann. Man alltaf eftir samlíkingunum hans í efnafræði um jóneindir og allsbera manninn með einn hanska... klasssík... Er samt alltaf jafn hissa þegar gamlir kennarar þekkja mann..... en allavega... Alltaf í enda hverrar siglingar er veiddur ferskur skelfiskur og borðaður um borð. Ég er náttúrulega búin að fara í svo margar ferðir að ég þykist nú kunna handtökin á þesu og ætlaði að sporta fyrir e-m kínverja hvernig ætti að opna ígulker til að ná hrognunum úr... það heppnaðist ekki betur en svo að ég er með milljón ígulkersnálar í þumalfingrinum á mér og það er ekki hægt að ná þeim úr... þær verða bara að vaxa úr og ojjj þetta er ógeðslegt! Það kemur gröftur í þetta með tímanum og þá er hægt að kreista nálarnar út með honum..... held að ég hætti mér ekki til að vinna nokkurn tímann í skelfiskvinnslu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.7.2006 | 19:25
Ég vissi að ég gæti veðsett ömmu mína uppá að það yrði gott veður í dag!
Það var ekki að spyrja að því.... auðvitað er besta veðrið á landinu á afmælisdaginn minn.... hitamet slegin um alla Evrópu og glampandi sólskin um allan heim! Ég tek þessu auðvitað persónulega og skil það sem svo að heimurinn sé að þakka mér fyrir að vera til. Enda er ég búin að vera í naflaskoðun uppá síðkastið og komist að því að enginn maður er eyland og hverjum þykir sinn fífill fegurstur og að brennt barn forðast eldinn og að hæst bylur í tómri tunnu og komist að því að ég er skemmtilegasta og besta manneskja í heimi.
Annars væri ég nú alveg til í að geta notið gjaflyndi heimsins í mínar hendur á þessu dýrðarinnar drottins degi eins og allir í heiminum eru greinilega sáttir um.... en eins og sannur víkingur þá er ég að vinna til 10 í kvöld. Fór reyndar og skellti mér í sund í hádeginu svona til hátíðarbrigða, það var ágætt. Ég býst svo fastlega við því að Gunni eldi nú e-ð skemmtilegt fyrir mig þegar ég kem heim í kvöld og aldrei að vita nema við skellum okkur að veiða eða í golf í kvöld eftir matinn því eins og NIetzche sagði einu sinni þá eru verðmæti heimsins falin í því fábrotna og allir ættu að prófa það að eyða tíma með sjálfum sér uppí sveit í dágóðan tíma til að kynnast sínum innri manni.
Annars má benda á það að hann faðir minn blessunin hefur ekki enn áttað sig á ástæðunni fyrir góða veðrinu og óskað henni dóttur sinni til hamingju með afmælið....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2006 | 17:33
Álið er málið, skál í ál.....
Ég verð bara að byrja að segja váááááá....... hvað ég skemmti mér vel um helgina stelpur. Það var bara allt frábært og fór fram úr mínum björtustu vonum..... maturinn var æði (fórum á Austur-Indíafjelagið sem er b.t.w. með hópmatseðil sem virkar eins og hlaðborð) og partýið hjá Hrefnu var stórskemmtilegt. Sérstaklega gaman að sjá Berglindi sem ég hef ekki séð síðan hún kom heim frá sléttlandi. Það er alltaf hægt að treysta á það að hún haldi uppi stuðinu. Ég þurfti reyndar að fara heldur snemma heim úr bænum vegna ölvunar og er enn í þynnkunni (á mánudag????.....skil þetta ekki!!) og greyið Gunni missti af laxveiðiferðinni sinni í gær af því ég var ennþá drukkin þegar ég vaknaði á hádegi og gat ekki keyrt vestur fyrr en mamma gaf mér tvöfaldan skammt af ís með jarðaberjum og súkkulaði. og takk fyrir gjafirnar stelpur, safapressan sló í gegn sérstaklega hjá Gunna, hann var eins og óður maður að pressa safa í morgun, og staupglösin hennar Kolbrúnar úr áli voru frumleg. á pakkanum stóð: til hamingju með afmælið Anna, álið er málið, skál í ál.... Alltaf jafn skemmtileg hún Kolbrún.
11.7.2006 | 14:38
Ævintýri.......... hver vill????
Ég er að koma í bæinn á morgun ef e-r vill koma að gera e-ð skemmtilegt með mér....????? er til í allt! Annars þá lítur út fyrir að fólk sé ekkert sérlega spennt fyrir afmælinu mínu, sem mér auðvitað finnst alveg óskiljanlegt! Ég væri annars geðveikt til í að kíkja e-ð í bústað um helgina eða fara í e-a ótrúlega skemmtilega útivistarferð eða gera bara e-ð óvenjulegt og skemmtilegt.... hugmyndir vel þegnar?!!! Jafnvel kíkja e-ð út á land.... ef fólk hefur tíma... sem ég reyndar efast stórlega þar sem það eru allir í e-i vaktavinnu núna en jæja það má allavega láta sig dreyma! En ef þið ætlið að leyta að mér á næstu dögum þá verð ég sennilega talsvert í gymminu... ég ætla nefnilega að léttast um 5 kíló fyrir afmælið mitt
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2006 | 17:34
Fólk sem þjáist af fávitahætti
Skellti mér í Ólafsvík eftir vinnu í gær... get ekki sagt annað en að ég hafi verið fegin að þurfa ekki að gista þar! Þvílíkur viðbjóður sem tók á móti manni. Ekkert nema fullar 15 ára stelpur með kúkinn uppá bak. Það sást varla hræða þarna sem var komin yfir tvítugt. Fór nú bara til að hitta pabba en ferðin var nú nokkuð stytt þegar e-ð fólk á tjaldsvæðinu hans hringdi í neyðarlínuna til að kvarta undan HUNDINUM!!!!! Hann var víst að gelta... ég spyr nú bara, hvað er fólk að gera í útilegu úti á landi, á samkomu sem er fræg unglingasamkoma og í öðru hverju tjaldi allt í kring voru klikkuð partý með gítar og söng og ölæði og allt brjálað, unglingar öskrandi og enginn svefnfriður neinstaðar í nágrenninu....... og fólk sér sér ástæðu til að hringja í neyðarlínuna útaf hundi!!!!!!!!!!! Klukkan var líka nota bene 12:00.. Ég hefði kannski skilið þetta ef klukkan væri að verða 5 eða 6 um morguninn og allir orðnir þreyttir! Svo þegar ég kom uppá tjaldsvæðið ( sem var líka í þokkabót við miðbæinn) heyrðist ekki múkk í hundinum og hann sat bara í aftursætinu. Svo heyri ég út undan mér fólkið í tjaldinu sem hafði hringt í neyðarlínuna blóta mér í sand og ösku og kallaði ókvæðisorð að mér.......
Ég spyr nú bara......... hefði ég verið með ungabarn sem hefði verið grátandi hefðu þau þá líka hringt í neyðarlínuna til að kvarta undan því?????................... Ég meina hundurinn var inni í bíl með allar rúður lokaðar og ég var ekki búin að vera í burtu nema kannski mesta lagi 15 mínútur.......oooooog líka hvað í ósköpunum hefði lögreglan átt að gera í málinu??? Brjótast inn í bílinn og sprauta hundinn eða hvað?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2006 | 19:12
AFMÆLI..... og pirri-pirr!
Jæja vinir nær og fjær þá fer að líða að því að ég fari að halda uppá stærsta og merkilegasta dag ársins... afmælið mitt, sem er á þeim alflottasta degi ársins......19. júlí... en þar sem ég er að vinna þá er búið að ákveða( í samráði við Kötu.. :) að halda það þann 15. í staðinn sem er næsti laugardagur... og það er bara öllum boðið! Er ekki alveg búin að ákveða hvað verður gert en það verður pottþétt e-ð alveg ótrúlega skemmtilegt eins og mín er von og vísa... hver man ekki eftir tvítugs afmælinu mínu???.... alveg megas stuð.... ætlunin er að gera betur núna!... þið sem vitið að ykkur er boðið endilega látið vita ef þig komist ekki.... ætlunin er að þetta verði skemmtilegasti dagurinn á árinu. Ég er búin að leggja inn beiðni um gott veður... man ekki eftir einum einasta afmælisdegi þar sem var vont veður. Allavegna takið daginn frá Ef þið verðið í góðum fílíng og skemmtilegum fötum þá er aldrei að vita nema að ég splæsi á vín og kannski mat...
Er annars á leiðinni á Ólafsvík eftir vinnu.. sem er reyndar ekki fyrr en eftir kl.22:00 enda er fjörið rétt að byrja þá. Ég og Ottó ætlum að hella í okkur :) Gunni er á vakt þar alla helgina svo er aldrei að vita nema maður heilsi uppá pabba sem er staddur þarna með frú og börn.
Sportfræðsla
Ég framkvæmdi ljótan glæp í morgun................... gegn bakinu mínu! Fór út að skokka ætlaði að skokka í tuttugu mínútur í fjórum hollum.... svo var bara svo helvíti hvasst að ég ákvað að taka þetta bara í einum rykk!!!!!!!! Fór illa að ráði mínu... og er að gjalda fyrir það núna! Það er víst erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og sama á víst við um mig..... virðist aldrei ætla að læra af mistökum mínum!
Var að hugsa um daginn... af hverju í ósköpunum hefur aldrei verið svona fræðslumyndband í sjónvarpinu fyrir íþróttamenn: Hvernig á að forðast íþróttameiðsl, meðhöndlun og bati. Svona eins og óhöpp í umferðinni... eða snjóflóðavarnir... eða slys á heimilinu! Það væri fræðsla sem gæti alveg actually komið e-m að notum. Er að spá í að gera e-ð svona þegar ég er útskrifuð úr sjúkraþjálfun. Það má enginn stela þessari hugmynd!!!!! Held að það væri alveg tilvalið að sýna þetta á RÚV á eftir helgarsportinu. Gæti verið sponsorað af Lyfju eða actavis. Ég er samt ábyggilega ekki að finna upp hjólið í þeim efnum en e-n veginn verður að koma þessu til almennings!!!!
Var að hugsa þetta um daginn þegar ég fór að hugleiða hversu margt sem ég er búin að læra í skólanum sem ég hefði viljað vita fyrir nokkrum árum... t.d. þegar maður var 16 ára og æfði eins og brjálæðingur og eyðilagði allt sem hægt er að eyðileggja í líkamanum og ég er ennþá að borga fyrir það í dag....... Held að íþróttafólk viti ekki almennilega hvað það er hægt að fyrirbyggja mörg meiðsli með réttri þjálfun. Held að það sé líka ótrúlega mikill skortur á fræðsu fyrir þjálfara um öll svona meiðsli, einkenni og hversu mikið álag er hæfilegt fyrir ungt fólk í íþróttum. Ég held að það eigi til að gleymast soldið þegar fólk er efnilegt og tilbúið að leggja mikið á sig til að vera best hvað er hæfilegt álag fyrir aldur þeirra! Ég verð svo reið alltaf þegar ég hugsa um þetta af því að í svona 85% tilvika í mínum meiðslum hefði verið hægt að koma í veg fyrir það mjög snemma hefði þjálfarinn minn vitað hvað væri í gangi og getað þekkt byrjunareinkennin. Það er e-ð sem maður á ekki að læra af biturri reynslu. Ég er náttúrulega ekki að taka ábyrgðina af sjálfri mér en hvað veit maður þegar maður er ákafur og ætlar sér stóra hluti! Ég þoli líka ekki allt þetta tal um að afreksíþróttafólk sé fólkið sem gerði aukaæfingar og lagði extra mikið á sig...... stundum er bara allt þetta extra óþarfi og beinlínis hættulegt og því má ekki gleyma! Það á að gera ráð fyrir því að krakkar taki þetta fólk sér til fyrirmyndar og geri allt sem það segir að sé nauðsynlegt til að ná árangri. Þið getið rétt svo ímyndað ykkur ef að Eiður Smári myndi segja í viðtali að til þess að ná árangri í fótbolta þyrfti maður að æfa að minnsta kosti 6 tíma á dag af áköfum æfingum. Allir pollar eldri en sex ára myndu taka sér þetta til fyrirmyndar og fara eftir þessu.....
Svo ég sleppi mér nú alveg í pirringnum!
P.s. Björn Ásgeir þú ert sætastur
Ætla annars að reyna að skella inn skemmtilegri mynd af mér og Kolbrúnu í góðum fíling á Spáni
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006