Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

EKKI FYRIR VIÐKVÆMA..

Vá.. ég á ekki til orð.... hver færst til að gera aðra eins vitleysu....

tékkið á þessu xxx... s.s. typpakeppni hjá Howard Stern! HissaHissaHissaÓákveðinn


Rapp skóla rapp...

Jæja þá er allt komið á fullt. Skólinn byrjaður aftur eftir ársleyfi.. það verður skrítið að eiga ekki almennilegan pening síðveturs. Hugsa að ég vinni mér þó inn eitthvern aur með aukavinnu. Annars eru þetta allt hinir ágætustu kennarar hjá mér. Skrítið samt hvað fólk er oft með hinu ólíkustu kæki. Einn kennarinn hjá mér núna er með svona kæk þannig að hann er alltaf eins og hann sé að klóra sér í gómnum reglulega með tungunni.. frekar skrítið! Man svo eftir stærðfræðikennara í MR sem gaf alltaf frá sér svona fnuss hljóð... sérlega óþægilegt þegar maður var í prófi. Annar kennarinn hafði svona kæk að horfa alltaf í hornið fjær vinstra meginn á kennslustofunni. Man eftir því að mér var sagt að strákar úr skólanum stríddu honum svo með því að setja mynd af e-i klámstjörnu í hornið svo hann kafroðnaði greyið. Það gengu líka sögusagnir um það að greyið maðurinn byggi ennþá hjá móður sinni kominn vel á fimmtugsaldur.

Annars líst mér held ég bara ágætlega á bekkinn minn nýja í sjúkraþjálfuninni. Maður er alltaf svo heimakær að ég gat varla hugsað mér að fara í nýjan bekk en þetta hefur allt reynst hið ágætasta fólk. Héldum kaffiboð fyrir fyrsta árið í dag og ber ekki á öðru en að krakkarnir séru dobbulítið feimnir. Við ætluðum að spjalla aðeins við þau en þau bara fengu sér köku og hlupu svo aftur í stofuna sína. Mikið er ég nú líka glöð að hann Jenni vinur minn hafi ákveðið að massa þetta og taka inntökuprófið aftur. Glansa svona á því og kominn bara á annað árið.

Við Gunni erum annars í remodelling á íbúðinni í vesturbænum núna. Neyðumst til að mála allt pleisið en það virðist ætla að vera e-ð erfiðara en við héldum. Komumst að því að veggirnir eru allir bara að molna í sundur og bara fúkkalykt og hroðbjóður. Annars er ítalskur maður í litla herberginu. Hann hefur þann leiðinlega vana að þurfa að blokkera alla glugga.... fyrsta daginn setti hann dagblöð fyrir gluggana... núna er hann farinn að setja handklæði.... veit ekki alveg hvað ég á að gera við hann! Held að hann sé á barmi þess að vera þroskaheftur.... Ákvað svo í gær að ég yrði bara að hjálpa honum að finna sér herbergi svo ég losni við hann... sagði við hann í gær að ég myndi kíkja á þetta fyrir hann eftir vinnu.. klukkan er ennþá bara þrjú en hann er nú þegar búinn að hringja nokkrum sinnumÖskrandi

Er búinn að vera að reyna að gera upp við mig hvort ég eigi að reyna að vera æfa frjálsar í vetur... er á báðum áttum. Veit ekki hvað ég má alveg og hvort það sé raunsætt. Ætla að ræða það við sjúkraþjálfarann minn í næstu viku. Held að á meðan mér finnst vont að sitja í skólanum þá sé það hæpið...Saklaus

Fór í frábært partý hjá Árna og Kolbrúnu um seinustu helgi. Þau voru að halda uppá 25 (uhuhm...) og 30 ára afmæli sín, systkinin í Vesturberginu. Gaf þeim seríu eitt og tvö af Little Britain... Sé mikið eftir því að hafa ekki náð að sjá fyrstu seríu... dýrka þessa þætti. Endaði svo í bænum með Björgu vinkonu. Fór svo heim þar sem minn heittelskaði kom í óvænta heimsókn til mín.... laug að mér að hann væri í Ólafsvík þegar hann var í rauninni í Borgarnesi. Hann er svo frábær Koss

 


Frábærir vitleysingar

Smá stuldur í gangi hérna. Sá þetta á síðu hjá öðrum bloggara... stórskemmtileg lesning! 

  • "Drop your pants here for best results."
    -skilti við fatahreinsun í Tokyo
  • "We take your bags and send them in all directions."
    -skilti á flugvelli einhvers staðar í Skandinavíu
  • "Ladies may have a fit upstairs."
    -frá fatahreinsun í Bangkok
  • "Please leave your values at the front desk."
    -leiðbeiningar á hóteli í París.
  • "Here speeching American."
    -í verslun í Marokkó.
  • "No smoothen the lion."
    -úr dýragarði í Tékklandi.
  • "The lift is being fixed. During that time we regret that you will be unbearable."
    -á hóteli í Búkarest 
  • "Teeth extracted by latest methodists."
    -á tannlæknastofu í Hong Kong.
  • "STOP! Drive Sideways."
    -vegaskilti við afrein í Japan.
  • "Ladies, leave your clothes here and spend the afternoon having a good time."
    -stuð á þvottahúsi í Róm.
  • "If you consider our help impolite, you should see the manager."
    -á hóteli í Aþenu.
  • "Our wines leave you nothing to hope for."
    -á vínseðli svissnesks veitingastaðar 
  • "It is forbidden to enter a woman even a foreigner if dressed as a man."
    -í bænahúsi í Bangkok 
  • "Fur coats made for ladies from their own skin."
    -í búðarglugga feldskera í Svíþjóð
  • "Specialist in women and other diseases."
    -á læknastofu í Róm 
  • "When passenger of foot heave in sight, tootle the horn. Trumpet him melodiously at first, but if he still obstacles your passage then tootle him with vigor."
    -bæklingur bílaleigu í Tokyo


Hafinn er fjásöfnun til styrktar fórnarlömbum ...... alls!

Vá hvað ég er orðin þreytt á því að vinna. Ljósið sem ég sá fyrir enda ganganna var utanlandsferðin sem við Kolbrún ætluðum í. Hún var að halda mér mótiveraðri, tilhugsunin um kokteila á ströndinni, heitan vind, hvíld og partý á víxl. En núna lítur allt út fyrir að ég geti ekki farið... ég verð víst að reyna að spara... peningarnir safna sér ekki sjálfir á reikningnum mínum. Helv... bíldruslan mín var líka að bila... kostaði 25.þús að gera við... mér sveið í veskið við það.  Fór þá að hugsa um að selja hann. Hver þarf bíl þegar hann hefur tvo fætur?? Varð svo raunsæ og áttaði mig á að ofvirkni unglingsára minn væri vaxinn af mér eins illa gerðar strípur. Fór svo í fyrsta bíltúrinn eftir viðgerð áðan og áttaði mig á því að hann er enn bilaður!!! Hann startar e-ð illa kallinn. Þarf kannski að fá mér nýjan startara.... Held að bifvélavirkjar séu mestu peningaplokkarar í heimi. Þeir geta verðlagt þessar viðgerðir eins og þeim sýnist. Finnst ég alltaf borga of mikið fyrir bílaviðgerðir... það er kannski af því að ég er stelpa?? Held líka að þegar á heildina er litið þá er ódýrara að eiga nýlegan bíl heldur en gamlan. Ég er alltaf að gera við drusluna... held ég sé búin að borga meira í viðgerðir heldur en ég borgaði fyrir hann á sínum tíma!

Allir peningar sem fara í annað en utanlandsferðir, mat eða föt finnst mér blóðpeningar... vildi að ég gæti notað peningana mína BARA í þá hluti. Held líka að ástæðan fyrir því að ég vil ekki eignast börn fyrr en eftir svona 5 ár sér sú að ég vil ekki þurfa ð eyða peningunum mínum í e-ð annað en sjálfa mig. Er á of eigingjörnu stigi í lífi mínu núna til þess.

Mig dreymir um ferðalög um strendur Taílands, um klæðskerasniðin föt á smotterí í Sjanghæ. Mig dreymir um að læra að dansa í Brasilíu, skoða villt dýr í Afríku, vinna sem leiðsögumaður í Karabíska hafinu, setjast að á Ítalíu í ellinni, skoða flóamarkaði í Indlandi, píramídana í Egyptalandi og svo margt margt margt margt fleira...... Ég hef ekkert bara gaman af því að ferðast......ég elska það!!!!

Þess vegna eru frjáls framlög vel þegin í styktarsjóð fyrir mig til að ég geti komist til Spánar... RN: 0111-26-501907 KT: 190784-2669

 

      En svona á öðrum nótum þá komu stelpurnar og heimsóttu mig hérna á Stykkishólm á sunnudaginn, ekki seinna vænna ,") Skelltum okkur beint í göngutúr og ætluðum á ónefnt fjall hérna í grenndinni. Bóndinn þar á bæ var ekkert sérlega hress með að við værum að fara og lét eins og við værum að fara að vanhelga landið hans og hann hélt að hundurinn myndi drepa rollurnar sínar..... Hann var ekkert á því að hleypa okkur í fjallið þó að það væri auglýst sem gönguleið í handbók um gönguleiðir á Íslandi... en nóg með það. Það var ekki fyrr en ég sagði honum að ég væri að vinna hjá Sæferðum að hann hleypti okkur með semingi. Þar sem vinnufélagar mínir voru nú með í ráðum um hvert við ættum að fara ákvað ég að segja þeim frá hrakförum okkar vinkvennana kvöldið áður. Verður þá ein þeirra alveg rauð í framan lítur á mig og segir:

Þú veist að þú ert að tala um pabba minn??????

Þetta kenndi mér það endanlega að ég ætla aldrei að segja neitt illt um nokkra manneskju, og þá sértaklega ekki hérna í sveitinni....  ég virðist samt alltaf vera að lenda í svona rugli!!!! 

 


Af gáfuðum hundum og ferðalögum

OH, ég átti alveg frábæra viku. Við Gunni vorum saman í fríi frá þriðjudegi svo við ákváðum að gera e-ð skemmtilegt. Stoppuðum í Reykjavík eina nótt. Vorum stórhuga og ætluðum að kaupa nýtt klósett og flísar fyrir baðherbergið á kapló. Það varð víst að bíða betri tíma. Greyið systir hans Gunnar var lögð aftur inná spítala með þessa rosalegu sýkingu í brjóstinu þannig að Egill litli fær víst ekki meiri brjóstamjólk og við vorum e-ð eftir kvöldi að stússast fyrir þau. Skellti mér í saumaklúbb hjá Lilju um kvöldið. Skemmtilegt hvað maður heyrir alltaf svona kaflabundið frá henni :) Fórum svo á kapló að þrífa langt fram eftir kvöldi. Vöknuðum svo eldsnemma og ætluðum að bruna af stað á Seyðisfjörð... nema að þegar við ætlum að fara að leggja í hann heyrum við e-r svona ískur í hjólabúnaðinum... með tilheyrandi væli og bilun í tölvubúnaðinum í bílnum... en þeir gátu ekkert gert fyrir okkur þannig að við ákváðum að leggja bara af stað og krossuðum fingurna að allt yrði í lagi. Vorum svo kominn seint um kvöldið til mömmu hans Gunnar á Seyðis. Gistum þar eina nótt. Vorum svo á Egilsstöðum daginn eftir í rosa fínu veðri í sundi og bústað hjá vinafólki Gunna. Fórum svo um kvöldið á Laugar á Unglingalandsmót og tjölduðum þar til tveggja nátta. Það var auðvitað bara alveg æði... 25 stiga hiti og sól og logn. Hjálpuðum krökkunum okkar í frjálsum á mótinu fyrsta daginn. Kíktum aðeins á Akureyri á föstudaginn... var ekki að sjá þessi 18.000 manns sem áttu að vera þar... fannst frekar að bærinn væri hálftómur... keyrðum svo til Stykkishólms á laugardaginn og komum um  fjögur leytið.

Ég ætlaði að fara svo á Ísafjörð til MR stelpnanna en var svo alveg úrvinda að ég var ekki alveg að geta keyrt í 3-4 tíma. Enda báðir bílarnir okkar Gunna e-ð pínu laskaðir og mér tókst að eyðileggja símann minn þannig að hefði e-ð gerst á leiðinni hefði ég verið sambandslaus.... heyrði samt á þeim að þær hafi bara verið í rólegheitunum. En þetta var alveg æði skemmtileg vika. Án efa skemmtilegasta vika sumarsins. 

Sem endaði þó ekki jafn skemmtilega... litli strákurinn minn varð e-ð veikur á ferðalaginu og þegar ég vaknaði í gær... mætti mér heldur óskemmtileg lykt.... þá var labbakútur búinn að æla og skíta um alla íbúð... heldur óskemmtilegt að þrífa þetta upp.. fékk netta klígju... skildi svo ekkert í því að ég fann ennþá lyktina eftir að ég var búin að klára heilan ajax brúsa á blettina... fór svo inn á bað... þá var strákurinn svo vinsamlegur að sprengja stærstu sprengjuna í sturtunni.... hver segir svo að hundar séu ekki klárir. Hann skammaðist sín svo mikið eftir þetta að hann faldi sig á bak við eldhúsborðið allan tímann á meðan ég þreif þetta. :)

ég gat e-n veginn verið reið við hann eftir það Skömmustulegur


Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband