Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
30.1.2007 | 22:36
Ládeyða íslensku þjóðarinnar
Það er aðdáunarvert að fylgjast með Ómari Ragnarssyni og baráttu hans fyrir náttúru Íslands. Ég vildi að ég hefði sömu þrautseigju og hugsjón til að fylgja eftir málefnum sem eru mér hjartans mál líkt og hann gerir. Ég hugsa oft hvað það væri gaman að mótmæla öllu því ranglæti sem er þröngvað upp á okkur. Skrifa í blöðin ef ég væri ekki sátt við hátterni og framkomu þingmanna, mótmæla með látum hækkun á matvöru, sniðganga þá banka eða verslanir sem okra á mér og svo framvegis. En einhvern veginn þá virðist það ekki vera ¨COOL¨ að vera á móti slíku. Ég er svolítið rebel í mér en mér finnst e-n veginn eins og það sé hvorki áhugi eða vilji í fólkinu til að breyta hlutunum frá núverandi ástandi. Ég held að þjóðin skilji ekki máttinn í því að margir taki sig til saman. Það er létt að knésetja e-ð fyrirtæki með því að sniðganga það. Ef allir á Íslandi myndu mótmæla hækkun á t.d. mjólkurverði með því að kaupa ekki neinar mjólkurvörur í kannski tvær vikur... hvað myndi gerast?.. jú mjólkursamsalan myndi draga hækkunina til baka því hún ætti hættu á verða fyrir stórum skaða viðskiptalega með þessu uppátæki. Alveg eins á sama hátt er hægt að mótmæla gjaldskrárhækkunum í bönkum með því að hóta því að fara með viðskipti sín e-ð annað. Ef ekkert er gert í því þá stendur maður bara við stóru orðin. Öll þessi fyrirtæki eru upp á náð og miskunn kominn fólksins í landinu. Það eru ekki fyrirtækin sem stjórna landinu heldur fólkið. Þó að það virðist sem því hafi verið snúið við upp á síðkastið.
Mér er sérlega minnistætt þegar ég var í menntaskóla á Ítalíu árið 1999. Þar sótti ég nám í almennan skóla en ekki sérskóla eins og svo margir. E-ð gramdist samnemendum mínum í almennu skólunum að fjárveiting sem ætluð var ríkiskólunum í landinu var svo gefin þessum einkaskólum. Ekkert rosalegt... annað eins hefur nú gerst. En það varð allt brjálað. Nemendur fluttu barátturæður og hópsöngva í íþróttasalnum, létu heyra í sér, töluðu við fjölmiðla og allt skólastarf í menntaskólum á Ítalíu lamaðist í heila viku. Ég var frekar nýlega flutt út og skildi því lítið í málinu og fannst erfitt að fylgjast með atburðarrásinni. En mér skildist á þeim að þessari fjárveitingu hafi verið skilað aftur á réttann stað í kjölfar þessara mótmæla. Í millitíðinni tókst mér reyndar að láta plata mig í e-a pínlegustu athöfn sem ég hef á ævi minni framkvæmt... ég flutti sérlega lélegt söng og dansatriði fyrir framan allan skólann... og beið mannorð mitt varanlegan skaða eftir þá athöfn. Sérstaklega vegna þess að strákur sem ég var nokkuð skotin í á þessum tíma var í salnum til að sjá herlegheitin. En á þessum tíma hefði mér aldrei dottið í hug sá möguleiki væri til að nemendur gætu tekið málin í sínar eigin hendur og kveikti það í mér neista sem ekki hefur enn slokknað.
Annars þá er ansi spennandi að fylgjast með Silfri Egils núna upp á síðkastið. Heitar umræður og fullt af æsingi og spennu. Ég hef lúmskt gaman af þessum þáttum þó ég sé nú ekki fræg fyrir annálaðan stjórnmálaáhuga. Greinilegt er að kosningaár er í uppsiglingu. Ég ætla að leyfa mér að spá því að hrun samfylkingarinnar haldi áfram, sjálfstæðisflokkurinn tapi einnig talsverðu fylgi, vinstri grænir bæti við sig á kostnað samfylkingarinnar og frjálslyndir og framsókn floppi. Jón Baldvin kom með ansi hressilega punkta í sinni umræðu og Þráinn Bertelson setti hlutina fram með skemmtilegum og alþýðlegum blæ. Í þessum þætti fékk ég sterka trú á mögulegu framboði Framtíðarlandsins sem myndi þá boða e-s konar miðjustefnu með náttúruverndar sjónarmiðum. Ef svo færi að þetta framboð yrði sett saman af menntuðu og vitsmunalegu fólki þá er nokkuð ljóst hvert mitt atkvæði færi í vor. Ég er nokkuð viss um að þetta framboð yrði vinsælt hjá unga fólkinu sérstaklega ef eitt af þeirra stefnumálum yrði að hætta við fyrirhugaða hækkun á skólagjöldum í HÍ. Það yrði vonandi til að hrista aðeins upp í ríkistjórninni og vonandi að mátturinn færist til fólksins en ekki enn lengra frá þeim eins og útlit er fyrir með áframhaldandi setu núverandi ríkisstjórnar.
29.1.2007 | 13:01
Jæja frjálsar-stelpur
.. þið munið allar eftir hittingnum í kvöld hjá mér kl. 8. Ekki mikið seinna. Nema kannski Oddný ef hún kemst þá. Ég bíð upp á e-r veitingar. Ykkur er samt velkomið að bæta í púkkið.
Hlakka til að sjá ykkur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2007 | 23:05
Þessi yndislegu börn
Þau eru svo yndisleg krakkarnir sem eru að æfa hjá mér að ég verð bara að segja ykkur frá þessu. Þegar ég var að koma á æfingu áðan segir einn strákurinn við mig:
S: Varstu í útlöndum?..
Ég: Nei! Af hverju heldurðu það?
S: Æ, þú ert bara eitthvað svo brún í framan?... (og ég er b.t.w. eins og eggjahvíta í framan ég er svo glær).
Stuttu seinna segir hann þegar ég var e-ð að sýna honum til verka,
S: Nei, ég sé það núna, þú hefur ekki verið útlöndum, þér er svo kalt á höndunum!!!!!
Oh, þau eru svo mikil yndi stundum. Sérstaklega er líka gaman þegar þau eru að reyna að lýsa einhverjum verkjum sem þau hafa. Einn sagði t.d. áðan: Ég skil þetta ekki bara, mér er svo ótrúlega illt í fætinum, þetta kom bara allt í einu þegar ég var að hlaupa, ég held að ég hafi sprengt æð eða eitthvað!!!! Annar sagði líka um daginn: Mér er svo illt í æðinni í lærinu að ég get bara ekki hlaupið... og haltraði svo í burtu alveg þangað til hann byrjaði að hlaupa alveg óvænt eðlilega :) Ég fæ líka reglulega frá þessum yngstu: Mér er svo illt í puttanum að ég get ekki hlaupið... eða: Ég er með sár á hendinni og þá er svo vont að hlaupa.
Ég fékk ágætis áminningu um það núna í vikunni að maður á samt ekki alltaf að hundsa það þegar krakkarnir eru að kvarta undan verkjum. Einn strákur sem er að æfa hjá mér, svolítið í þéttari krantinum, er alltaf að kvarta undan verkjum í fótunum, en þeir eru aldrei á sama stað og bróðir hans er krónískur nöldrari, þannig að ég hélt að hann væri kannski bara að aumingjast og ekki að nenna að gera það sem ég setti honum fyrir. Svo ákvað ég að skoða á honum fæturna á seinustu æfingu til að skoða hvort það væri í raun og veru e-ð að og þá kom í ljós að drengurinn er með mjög slæma plattfætur á báðum sem veldur honum bólgum og verkjum í hnéliðnum og mögulega alla leið upp í mjaðmir. Sinar og liðbönd öll frekar trosnuð og laus. Ég skrifaði strax bréf með honum heim þar sem ég sagði þeim að fara með hann til læknis. Hann þarf greinilega annað hvort að fara í talsverða sjúkraþjálfun eða skipta um íþrótt. Heppilegt að við erum einmitt núna að læra um sjúkdómafræði stoðkerfis í skólanum þannig að ég náði að kveikja á einkennunum. Hefði ég bara verið e-r annar, asni sem kann ekki neitt eða e-r 16 ára stelpa þá hugsa ég að strákurinn hefði haldið áfram að hlaupa á þessu og mögulega eyðilagt á sér hnéliðinn fyrir lífstíð. En núna veit hann allavegna af þessu.
Ég hugsa aldrei út í það að hvort fólki finnist kannski ekki gaman að hlusta á rausið í mér um hin og þessi meiðslin og hvað eigi að forðast og so on. Ég ætla að vona að fólk finnist ég ekki vera mikla mig fyrir vikið. Ég hugsa bara alltaf, ef e-r hefði sagt mér þá hluti sem ég veit í dag fyrir kannski nokkrum árum þá hefði ég getað sparað mér mikinn tíma í að vera meidd og ef ég get hjálpað e-m með þessu rausi og kannski komið í veg fyrir allavegna ein slæm meiðsli þá finnst mér það réttlæta rausið.
oh.. og ég sem ætlaði bara að skrifa um strákinn efst
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2007 | 23:06
Nintendo-itis
Það er alltaf svo gaman að segja frá skemmtilegum hlutum sem maður er að læra í skólanum... Í dag t.d. vorum við að læra um sjúkdóm sem heitir.. og ég er ekki að djóka... nintendoitis. Nafngiftin kemur frá því að einstaklingar sem hafa þennan sjúkdóm hafa það allir sameiginlegt að hafa spilað of mikið af Nintendo. Þetta lýsir sér í bólgum í sinum réttivöðva þumalfingurs. Getur valdið talsverðum verkjum. Eins og gefur að skilja er þessi sjúkdómur frekar nýr af nálinni Spurning um að kunna sér ekki hóf?!
Verð annars bara að segja frá því að ég tók æfingu í Höllinni áðan. Gerði 6x60m á 90% hraða með 3 mín á milli og svo beint á eftir 100-200-300-200-100m vel hratt með 2 mín á milli og er bara verkjalaus. Þannig að þetta er allt að leiðinni í rétta átt. Ég ætla að reyna að fara að hlaupa aðeins meira interval núna og prófa að fikra mig áfram í stuttu sprettunum. Engin hopp samt áfram í að minnsta kosti nokkra mánuði. Mér gengur líka vel að skokka, get alveg skokkað upp í allt að klukkutíma án verkja. Held að það sé frekar skortur á þoli sem myndi stoppa mig þar. Sjúkraþjálfarinn minn sagði mér að ég væri í hóp með ca 3-4% fólks sem fær brjósklos og það gengur ekki til baka á 3-6 mánuðum. Líf mitt virðist allt vera á þessum nótum, allavega hvað meiðsli varðar. Ég virðist alltaf fá meiðsli sem að nær enginn fær en er geðveikt erfitt að losna við. Ég held að ég sé ekki að ýkja þegar ég segi að ég hef ekki verið meiðslalaus í heilt ár síðan ég var 15-16 ára..... Það gera sem sagt e-r 7-8 ár. Ég hef alltaf byrjað að æfa að hausti til og æft eins og brjálæðingur og svo þegar það er komið vor er ég algjörlega búin á því af ofþjálfun og líkaminn allur í hönki. Ég er búin að ákveða núna að það er ekki þess virði að vera orðin hálfgerður hjólastólamatur um fimmtugsaldur til að geta keppt í frjálsum í kannski 3-4 ár í viðbót. Ég verð líka að fara að hugsa út í það að ég get ekki unnð sem sjúkraþjálfari ef ég er alltaf að drepast í öllum líkamanum. Ég held samt að ég sé bara svona öfga-manneskja í hjarta. Allt sem ég ákveð að gera og gríp í mig, geri ég af talsverðu offorsi. Hvort sem það er vinna, íþróttir, matarræði, dans og jafnvel þrif. Ég nenni sjaldan að ryksuga en þegar ég byrja á því þá verð ég líkt og andsetin. Fólki er vissara að forða sér. Sömuleiðis þegar ég byrja að dansa. Það vekur sjaldan kátínu hjá öðrum, en vissulega mína eigin
Ótrúlegt hvað mér finnst tíminn alltaf líða hratt núna. Í mínum huga er bara mánudagur en allt í einu er bara kominn miðvikudagur og bara stutt í helgarfrí. Þetta er alltaf svona. Held að það sé líka af því að dagarnir hjá mér eru alltaf bara alveg fullpakkaðir... veit ekki alveg hvenær ég á að hafa tíma til að læra. Er ekki ennþá komin í gírinn að læra á fullu. Þarf að fara hrista þennan tímaskort af mér og demba mér í lærdóminn. Enda stutt í fyrsta próf.. 12.feb.
Annars er stutt í að ég fái Gunna til mín í bæinn. Hann byrjar í verknáminu 5.feb og verður í einn mánuð. Það verður ótrúlega huggó. Svo gaman að kærastann hjá sér á næturnar til að faðma mann og knúsa. Svona fyrir þá sem muna þá erum við ennþá í keppnis-nammibanni. Við erum bæði frekar miklar keppnismanneskjur að eðlisfari þannig að ég býst við að þetta nammibann standi e-ð fram á næsta áratug. Seinast þegar ég fór í svona keppni þá stóð hún yfir í 8 ár . Gunni er samt í meiri yfirhalningu heldur en ég.. hann ér að æfa núna tvisvar á dag. Vaknar klukka hálfsjö til að fara að skokka í 90 mín. ..... Já ég veit hann er geðveikur. Svo fer hann og lyftir eða sprettir seinni partinn.
En jæja gömlu Ármanns stelpur. Hittingur á sunnudaginn? Ég veit að Oddný, Lilja og Björg komast. Berglind kemst víst ekki En hvað með ykkur hinar? Endilega látið vita sem fyrst. Spread the word!!
Vísindi og fræði | Breytt 25.1.2007 kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2007 | 14:41
Já svona er þetta bara...
Ágætis helgi liðin. Gunni kom í bæinn á föstudaginn og í tilefni bóndadagsins bauð hann okkur út að borða á Ítalíu, fengum ágætis mat og vín. Ég bauð honum hinsvegar í bíó. Fórum á The Prestige. Ágætis ræma. Var samt búin að uppgötva fléttuna eftir svona klukkutíma. Það var gengið ansi langt í því að tryggja að fólk næði örugglega twistinu. Laugardagurinn fór svo mestur í að vera með krökkunum á Stórmóti ÍR sem var í Höllinni. Vorum með stóran hóp af krökkum að keppa. Erfiðast fyrir þessar elskur var að keppa í 600m hlaupunum, þau voru sum farin að gráta eftir fyrsta hringinn enda mörg að hlaupa svona langt í fyrsta sinn. Það lá við að ég færi að gráta með þeim, það fékk svo mikið á mig að horfa á þau. Stoltið líka svakalegt þegar vel gekk, sérstaklega hjá þessum yngri.
Er búin að vera að uppgötva sjálfa mig sem e-a fyrirmynd fyrir þessa krakka. Það hvernig ég bregst við árangri þeirra og getu getur haft rosa áhrif á sjálftraust þeirra. Ég reyni að hrósa hverjum og einum fyrir a.m.k. einhvern einn hlut á hverri æfingu. Reyni líka að passa mig að hrósa öllum jafnt og gefa mig jafnt að þeim. Líka þeim sem eru erfiðþ Gaman samt að þessum 6-9 ára aldri. Þau eru svo einlæg og skemmtileg. Koma alltaf og faðma mann þegar þau koma á æfingu. Stelpurnar litlu héldu að ég væri 16 ára. Það er svo gaman að þau gera engan greinarmun á 15 og 25. Fyrir þeim er maður bara fullorðin.
Á laugardagskvöldið hélt Hrefna svo upp á 23 ára afmælið. Gott teiti. Fullt af fólki. Ég var ein af þeim fáu sem þekkti flesta þarna annars var það svona frekar hópaskipt. Ég ætlaði að hjálpa til við að hrista mannskapinn saman og hafa e-n samkvæmisleik. Stoppdans varð fyrir valinu. Það voru ekki allir jafn spenntir fyrir þessu uppátæki mínu og ég. Nokkrar tilraunir voru gerða til að hefja leikinn en jafnóðum biluðu græjurnar. Ég er ennþá með verðlaunin í töskunni sem ég hét sigurvegaranum. Held annars að það mætti hafa meira af leikjum í partýjum.. og þá er ég að meina e-ð annað en drykkjuleikjum. Fórum svo niður í bæ rétt fyrir 3. Ansi troðið og litlir möguleikar fyrir stóran hóp stúlkna að reyna að komast e-s staðar inn. Ég var svo farin að finna fyrir því að ég væri að verða veik svo ég bauð ekki í það að bíða e-s staðar í röð, illa klædd í e-a klukkutíma þannig að ég fór bara heim.
Sunnudagurinn var svo bara rólegur. Ætlaði á skíði en þar sem ég var eiginlega orðin bara veik var það ekki í myndinni. Horfði annars á Dreamgirls tölvunni í gær. Verð að segja að hún stóð ekki alveg undir væntingum. Endirinn var e-ð snubbóttur og sagan ekki nógu trúverðug. Hefðu mátt minnka sönginn alveg um nokkur lög. Þessi mynd snart ekki neina strengi í mínu hjarta.
En er annars bara lögð í bælið... komin með hálsbólgu, nefrennsli og eyrnarverk Einkennilegt að ég gríp sjaldan svona umgangspestir. En þegar ég verð veik þá verð ég yfirleitt MJÖG veik. En það gerist líka bara svona á 2 ára fresti. Þá fæ ég e-a skæða víruspest. Eins og þeim sem voru með mér á Spáni um páskana seinustu urðu vitni að.
Hvað segið þið annars frjálsíþróttastelpur gömlu um að hafa saumaklúbb um næstu helgi? Finnst bara of langt síðan við höfum allar komist í saumaklúbb saman.
17.1.2007 | 09:55
Þáttaka öryrkja á vinnumarkaði + skemmtilegur fróðleikur dagsins:)
Endalaust gaman hvað við lærum margt skemmtilegt í Háskólanum. Í gær vorum við í tíma um sjúkdómafræði taugakerfis. Hún var að fræða okkur um ¨sexual headache¨. Sem er fyrirbrigði sem fólk getur fengið þegar skynörvun frá taugaendum til heilans verður of mikil við fullnægingu, heilinn fær of skyndilega of mikið af boðum frá líkamanum og afleiðingin verður skerandi hausverkur. Nánast óbærilegur. Er víst talsvert algengt. Setningin: ¨Nei ekki í kvöld ástin, ég er með hausverk¨ fær nýja merkingu!! Ekki fylgdi samt sögunni hvort þetta væri algengara hjá körlum en konum.
Það er eitt sem að ég sem verðandi fagaðili í heilbrigðisþjónustu fæ ekki skilið er: AF HVERJU Í ÖSKÖPUNUM ER ÖRYRKJUM OG ELDRIBORGURUM EKKI GERT KLEIFT AÐ FÁ AÐ VINNA MEÐFRAM BÓTUM EÐA ÞÁ GEGN VÆGRI SKERÐINGU????
Ég veit að öryrkjar mega vinna sér inn e-n 300 þús. kall á ári áður en það verður skerðing. En staðreyndin er að það er bara ekki nándar nærri nóg. Öryrkjar eru í flestum tilvikum fólk sem að hefur skerta starfsorku. Það er ekkert sem segir að þetta fólk geti alls ekki unnið. Það varð talsverð umræða um þetta hérna í skólanum um daginn. Staðreyndin er að það eru engvir ókostir við að leyfa öryrkjum að reyna að vinna sér aukapening með hlutastarfi án þess að þeir eigi það á hættu að missa bæturnar ef e-ð kæmi upp á. Auðvitað yrði þetta persónubundið val hjá hverjum og einum. Staðreyndin er að flestir verða öryrkjar vegna vandamála í stoðkerfinu og eiga sennilega erfitt með erfiðis vinnu vegna þess. Það versta samt sem fólk með þess háttar örorku gera er að leggjast í kör og gerir það ástandið bara verra.
- Í fyrsta lagi myndi kostnaður við heilbrigðisþjónustu þessa fólks lækka þar sem að það yrði meira á hreyfingu, hreyfing myndar endorfín sem gerir fólk glatt, ef fólk er glatt þá finnur fólk minni sársauka og er síður líklegra til að þurfa á geðlyfjum eða verkjalyfjum að halda. Hreyfing viðheldur líka vöðvastyrk og heilbrigði hjarta og taugakerfis.
- Hægt væri að minnka talsvert hlutfall fátækra barna þar sem að aukatekjur foreldra myndu stuðla að meiri jöfnuði.
- Snjóboltaáhrif á heilsufar þessa fólks yrði í flestum tilfellum minni, þar sem að fólk yrði aktíft í samfélaginu og innivera og rúmlega þessa fólks yrði sennilega minni.
- Tíðrætt er um að offramboð er á störfum í þjónustugeiranum sem að öryrkjar og aldraðir gætu að stórum hluta mannað.
- Kostnaður við aukna vinnuþáttöku öryrkja myndi ekki falla á ríkisstjórnina. Heldur frekar til að minnka útgjöld hennar.
Það er nokkuð ljóst að þetta er win-win situation. Það græða allir á því að öryrkjum verði gert kleift að fara á vinnumarkaðinn. Kostnaður ríkisins yrði minni af þessu fólki á móti því að þeirra efnahagur gæti skánað. Þeir yrðu virkari í þjóðfélaginu og mögulegur kostnaður ríkisins vegna heilbrigðisþjónustu við hópinn myndi að öllum líkindum lækka stórlega. Þörf á erlendu vinnuafli myndi minnka og meiri jöfnuður gæti skapast. Ég veit ekki hvort að það er barnslegt af mér að hugsa svona og fleiri hlutir komi að máli en þeir mega þá endilega kommenta á það. Ég held að þessi kjarabót myndi gagnast öllum betur heldur en hækkun á örorkubótum. Hún yrði líka hvatning til þáttöku á almennum vinnumarkaði. Mér þætti nær lagi að öryrkjar mættu vinna sér inn milljón aukalega fyrir utan bætur án þess að skerðing verði.
En þetta er náttúrulega bara mín skoðun og endurspeglar ekki skoðun ríkisstjórnarinnar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2007 | 14:30
Ráðstefna fyrir karla næstu helgi
Allir velkomnir aðeins fyrir karla..
Ath: námskeiðin eru flókin þannig að aðeins átta geta sótt hvert námskeið .Hvert námskeið tekur tvo daga og efnið er eftirfarandi:
Fyrri dagur
Hvernig á að fylla ísmolamót?
Skref fyrir skref með glærusýningu
Klósettrúllur vaxa þær á klósettrúlluhaldaranum?
Hringborðsumræður
Munurinn á ruslafötum og gólfi
Æfingar með körfuefni (teikningar og módel)
Diskar og hnífapör: fer þetta sjálfkrafa í vaskinn eða uppþvottavélina?
Pallborðsumræður nokkrir sérfræðingar
Að tapa getunni - Að missa fjarstýringuna til makans
Stuðningshópar
Læra að finna hluti - Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess að snúa húsinu við gargandi
Opin umræða
Seinni dagur
Tómar mjólkurfernur: eiga þær að vera í ísskápnum eða í ruslinu
Hópvinna og hlutverkaleikir
Heilsuvakt: það er ekki hættulegt heilsunni að gefa henni blóm
PowerPoint kynning
Sannir karlmenn spyrja til vegar þegar þeir villast
Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar
Er erfðafræðilega ómögulegt að sitja þegandi meðan hún leggur bíl?
Ökuhermir
Að búa með fullorðnum: Grundvallarmunur á því að búa með mömmu þinni og maka
Fyrirlestur og hlutverkaleikir
Hvernig á að fara með eiginkonunni í búðir
Slökunaræfingar, hugleiðsla og öndunartækni
Að muna mikilvægar dagsetningar og að hringja þegar þér seinkar
Komdu með dagatalið þitt í tímann
Að læra að lifa með því að hafa alltaf rangt fyrir sér
Einstaklingsráðgjöf og samtöl.
Áhugasamir hafi samband á e-maili.
13.1.2007 | 12:36
Uppskrift að bananabrauði
Jæja stelpur hérna kemur uppskriftin að bananabrauðinu sem ég gerði í gær. Ég fann uppskriftina einhvers staðar hjá mömmu en er búin að laga hana að mínum smekk og er alltaf að breyta uppskriftinni. Ef þið viljið get ég líka látið ykkur fá uppskrift að rosa góðu kryddbrauði sem ég bjó mikið til fyrir nokkrum árum.
Innihald:
1 egg
50-100 gr sykur
2 bananar (helst vel þroskaðir)
smá rúsínur, ca. lófafylli (minni sykur, meiri rúsínur)
250 gr hveiti ( ca. 4 dl) (má setja spelt, heilhveiti eða hvað sem er)
1 tsk. salt
1/2 tsk. matarsódi
ca. 1/2 tsk. kanill (má líka vera negull eða annað gott)
Byrjið á að þeyta saman egginu og sykrinum. Það þarf ekki að stífþeyta, má gera í höndunum. Bætið svo út í stöppuðum banönum, kryddum og rúsínum og að lokum hveitinu. Setjið í ílangt form og hitið í 175° heitum ofni í ca. 45-50 mínútur. Sérlega hentugt að henda í eitt svona brauð þegar maður á von á fólki í heimsókn. Tekur ekki meira en 5 mín.
Takk annars fyrir gærkvöldið stelpur. Það var MJÖG gaman. Ég held að það sé langt síðan ég hló svona mikið. Munið svo að taka næstu helgi frá fyrir afmælið hennar Hrefnu... Ég skal lofa ykkur því að ég verð í stuði og stefni á stífan dans Annars ef e-m langar að kíkja með mér í badminton eða skvass um helgina er ég meira en til.
Vá var annars að fatta hvað ég er ótrúlega súr að vera að setja uppskrift inn á bloggið mitt eins og e-r úber húsmóðir!
8.1.2007 | 21:29
Heilsuátak og smá fróðleikur dagsins í boði FL Group.
Jæja gaman að segja frá því að við skötuhjúin erum í heldur manísku heilsuátaki. Meira þó Gunni en ég er samt aktív í þessu líka. Við ákváðum að 2.janúar yrði upphafsdagurinn þannig að við erum búin að standast nammi og aðrar freistingar í eina viku. Sem ég er ekki frá því að það sé það lengsta sem ég hef hætt að borða nammi síðan ég hætti í seinasta nammibindindi en það varði í ein átta ár!! Djísus crazy person.... Ég er ekki alveg að fatta hvernig ég gat þetta svona lengi, en þó reyndar þegar maður er búinn að venjast bindindinu verður það meira að lífsstíl þannig að maður þarf ekki að hugsa út í það. Ég held samt að ég sé ekki að ýkja þegar ég segi að ég hugsa um nammi og ís og annað gotterí núna á cirka 2 mínútna fresti. Ég er bara svo ótrúlega mikill sælkeri. Við erum líka að reyna að æfa aðeins meira.. eða þar er að segja ég að reyna að fá hann til að æfa jafn mikið og ég. En það er líka gaman að segja frá því að bakið er að leyfa mér að skokka núna í klukkutíma án teljandi verkja eða ca. 12 km þannig að þetta er allt vonandi að koma. Ég er að vona að ég geti smátt og smátt kannski farið að hlaupa á brautinni langt interval, held að bakið sé ekki nógu gott fyrir spretti.
Var annars í fyrsta tíma í sjúkdómafræði taugakerfis í dag. Komst að skemmtilegri staðreynd. Þeir sem eru rétthendir eru með málstöðvar í vinstra heilahveli. Þeir sem eru hinsvegar örvhentir sem eru um 5% mannkyns eru með málstöðvarnar í báðum heilahvelum en dreifingin á því getur verið mjög einstaklingsbundin. Þannig að einstaklingar sem eru örvhentir eru líklegri til að vera með málstol. En undir málstol fellur bæði þegar fólk á í erfiðleikum með að tala og skilja talað mál. Þar fann ég skýringuna á því að ég virðist aldrei geta munað rétt nöfn á hlutum sem ég er að tala um, oftast segi ég dót... í staðinn fyrir það sem ég ætla að segja. Þetta gerir Gunna alveg geðveikan og hann þolir ekki þegar ég lendi í þessu því að honum finnst eins og ég geri þetta viljandi. Ég var því geðveikt kokhraust þegar ég kom heim áðan og sagði honum að þetta væri ekki ég... ég væri bara með málstol. Ég ætla líka að ofnota þessa skýringu ef ég man ekki nöfn á fólki sem ég hitti sjaldan eða bara við öll tækifæri sem að minnið brestur..... ég segi bara: Ég get ekkert gert að þessu, ég er með málstol.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 00:47
Góð saga
Jæja jólin endanlega búin. Fór í mat til múttu áðan og svo var farið út til að klára flugeldana sem voru ekki sprengdir á gamlárs. Mamma var þar fremst á meðal jafningja... hún var alveg óð kerlingin. Setti heilan pakka af rakettum í standinn, kveikti á einni og hélt að þá myndi kvikna á hinum... við áttum fótum okkar fjör að launa í kjölfarið þar sem að rakettan flaug ekki nema um 1 meter upp í loftið. Þetta hélt svo áfram.... hún vildi helst bara að sprengja allt í einu. Mátti þakka fyrir að hún hafi ekki bara tekið kassann og kveikt í honum í heilu lagi. Hundurinn fékk að fara með... hann vildi bara borða stjörnuljósin. Var frekar stressaður greyið.
Skólinn byrjar annars á mánudaginn. Fáránleg stundataflan, flestir tímarnir eru eftir hádegi og aldrei sama stundataflan viku eftir viku þar sem að við erum að fá nýja kennara í hverri viku. Það gerir það að verkum að það er ansi erfitt að skipuleggja frjálsarnar hjá krökkunum. Ef það eru e-ir sem voru í frjálsum ¨in the old days¨ og langar að fá gott tímakaup við að hjálpa mér af og til þá mega þeir endilega bjalla í mig.
Ég lenti annars í skemmtilegu símtali í gær. Fyrir þá sem ekki vita þá er Lettnesk kona að leigja eitt herbergið í íbúðinni hjá mér og ég veit ekki hvað hún heitir.
Ring ring..
Ég: Halló?
Kona með pólskum hreim: Hæ, Þetta er Agnieska.
Ég: Já, hæ! (og hélt að þetta væri leigjandinn)
Kona: Ég er í þvottahúsinu og get ekki kveikt ljósið!
Ég: Já, ok, heyrðu ekkert mál, ég er heima og kem bara niður (samt hissa hvað hún talaði góða íslensku þar sem hún segir yfirleitt ekki orð hérna)
Ég mæti niður í þvottahús og það er enginn þar nema e-r strákur sem var að tengja þvottavél. Ég stend þarna í smá stund og var að velta þessu fyrir mér... hann horfir frekar undarlega á mig eftir að ég er búin að standa þarna í nokkrar mínútur þangað til að ég átta mig á þessu.
Á leiðinni upp fæ ég svo SMS frá sama númeri sem á stóð: Steinunn, ég er búin að tengja ljósið. Á ég að fara?....
Váááá hvað mér leið eins og fávita á eftir!!!!!
Ég ætla annars að sofa hressilega út á morgun þannig að ekki hringja í mig fyrr en í fyrsta lagi kl.15 ef þið voruð að spá í því.
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Af mbl.is
Fólk
- Þessi lög taka þátt í Söngvakeppninni
- Justin Bieber skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
- Hávær orðrómur um framhjáhald og skilnað
- Þurfti ekki að nota kælihettu
- David Lynch vottuð virðing í erlendum fjölmiðlum
- Fylgjendur Katie Price með áhyggjur
- Adam Sandler kíkti til okkar með fjölskyldunni sinni
- Kona lagði út 121 milljón króna fyrir svindlara sem sagðist vera Brad Pitt
- Cardi B sakar Offset og móður hans um stuld
- Gekk rauða dregilinn eftir langt hlé
Íþróttir
- Elliði svekktur: Ég brást liðinu
- Arnar: Tók mig 48 ár að horfast í augu við þetta
- Kynntur til sögunnar í París
- Hákon skoraði í toppslagnum í Frakklandi
- Króatar urðu fyrir áfalli
- Fjögur lið komust áfram í kvöld
- Óvænt tap Tindastóls á Ásvöllum
- ÍR nærri stigi gegn Fram
- Það er óskandi að fólk fjölmenni á Hlíðarenda
- Andlát: Denis Law