Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
18.11.2007 | 19:50
Lyfjabruðl
Það er skemmtilegt að segja frá því að ég var búin að skrifa skemmtilegan pistil um óþarfa lyfjaát - sem datt svo bara út. Helvíti leiðinlegt. Hef ekki lent í þessu áður. Hef þó ekki nennu í mér til að skrifa hann aftur
Mergur málsins : ekki taka verkjalyf, bólgueyðandi, pensillín, hormón og vítamín og slíkt að óþörfu.
Það er í óþökk líkamans og gerir ekkert annað en að trufla innra jafnvægi hans (homestasis) og upplifun á t.d. sársauka. Sársauki eru skilaboð líkamans um misþyrmingu og skemmdir. Það er eðlilegt og ef við deyfum þá tilfinningu þá erum við um leið að blekkja sjálf okkur um að ástandið sé í raun betra en það er.
Ástæðan fyrir því að ég skrifaði upphaflega þennan pistil er sú manngerð sem tekur bara þau lyf sem eru þeim næst og taka sénsinn á að það sé í lagi að borða þau. Mamma á þetta til - þekkir ekki nafnið á lyfinu en heldur að þetta eins og íbúfen - þá er það í raun kannski vökvalosandi eða e-ð álíka. Tekur bara sénsinn. - Gunni átti svipað móment áðan. Við ætluðum upp í skóla og læra massívt í kvöld. Taka þéttan læridag á þetta. Hann sér eitthverjar töflur í hanskahólfinu sem eru merktar koffínatín. Hann heldur eðlilega að þetta séu koffíntöflur. Spyr engan - bara borðar nokkrar - hugsar sér að nú verði sko tekið á því. Hann sýnir mér svo hylkið og segist hafa tekið nokkrar koffín töflur til að halda sér vel vakandi. Hann skildi svo ekkert í því að hann var e-ð svo þreyttur og slappur. Ég náttúrulega spring bara úr hlátri þegar hann sýnir mér þetta af því að ég átti þessar töflur og koffínatín eru sjóveikitöflur og valda syfju og sljóleika. - til að gera langa sögu styttri - þá liggur Gunni núna á e-m stólum hérna uppi í skóla, steinsofandi og hrjótandi og búinn að vera það í góða 2 tíma....... Sumir læra bara aldrei!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.11.2007 | 00:22
Stórir hugsuðir tala um stór verkefni, meðal menn tala um atburði, smáborgarar tala um aðra smáborgara - Fróðleikur dagsins úr Leiðarljósi.
Ég vaknaði ótrúlega þreytt í morgun. Skellti mér á tojarann, fór inn í eldhús og hitaði mér hafragraut og tók til föt sem ég ætlaði að fara í, byrjaði að klæða mig og taka saman skóladótið. Fór svo út að glugga og ætlaði að opna út af því það var svo þungt loft í herberginu - fannst e-ð hálf furðulegt að það var allt svo ótrúlega stillt úti og mikill friður. Lítið af bílum á ferðinni og enginn á gangi.
Upgötvaði svo að það var ekki skrítið.... klukkan var fjögur um nótt.
Ég held ég hafi vaknað við að dreyma að klukkan mín væri að hringja. Það hlýtur allavegna að vera af því e-ð hringdi.... hvort sem það var í draumi eða í veruleikanum. Mikið er nú samt gott á svona stundu að hugsa... jess.. ég get sofið í þrjá tíma í viðbót!
(Dagurinn byrjaði reyndar ekkert betur hjá Gunna heldur. Hann hélt að hann ætti að flytja fyrirlestur uppi í KHÍ klukkan 14:30 .... hið rétta var að fyrirlesturinn átti að vera klukkan 10:30 um morguninn. Frekar vont að fatta svona hluti þegar klukkan er þegar orðin 13.... )
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2007 | 15:28
Skíði: Ítalía, Austurríki eða Sviss??
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2007 | 17:09
Andrea Bocelli
Ohhhh....... ég er ennþá eins og í hálfgerðri vímu síðan í gærkvöldi. Fór á magnaða tónleika með Andrea Bocelli í Egilshöll. Salurinn næstum smekkfullur. Við létum það ekki aftra okkur að við þurftum að sitja næstum aftast enda ekki við öðru að búast þegar maður kaupir miða daginn fyrir tónleikana. Andrea tók þarna nokkuð klassíska stefnu á tónleikana en söng svo nokkur vel valin "gömul" lög í endann.
Honum til halds og trausts var Tékkneska sinfónían, sem stóð sig frábærlega, sem og þau Daniela Bruera sópransöngkona og Gianfranco Montresor baritón. Söngkonan var þó sérstaklega skemmtileg, hún hristi heldur betur upp í eyrnamergnum hjá manni á stundum.
Ég var alla tónleikana að bíða eftir því að hann myndi taka uppáhaldslagið mitt í endann, Caruso, en ég var víst ekki svo heppin. Þess í stað voru uppklappslögin, O sole mio, The prayer og Time to say goodbye. Tónleikarnir voru í hæsta gæðaflokki. Bæði kallinn sjálfur og hljómsveitin alveg frábær. Uppáhaldslög kvöldsins fannst mér vera Torna a Surriento, Mamma og Granada auk þess sem La traviata Brindisi var mjög flottur dúett. Ég get ekki talið upp skiptin í gær þar sem gæsahúðin hríslaðist alveg um mig.
Ég hefði viljað sjá meira af lögunum sem hann varð frægur fyrir, öll lögin sem ég var látin læra utan að af kennaranum mínum úti á Ítalíu. Henni fannst svo mikilvægt að ég lærði um ástríður og menningu Ítala og lét mig því læra gömlu ítölsku ástarlögin í hans flutningi. Ég á ennþá geisladiskinn sem hún gaf mér með honum að kveðjugjöf en hann hefur verið gjörsamlega spilaður í tætlur síðan þá.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006