Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
21.4.2007 | 23:07
Hvernig á að falla á prófi:
2. Fáðu eintak af prófinu, hlauptu svo út úr stofuni öskrandi "loksins!! loksins!!"
3. Ef þetta er stærðfræðipróf, svaraðu i löngum setningum... ef þetta er ritgerðarpróf, svaraðu í tölum
4. Gerðu pappírsskutlu úr prófinu og miðaðu á kennarann
5. Talaðu alla leið í gegnum prófið! Lestu spurningarnar upphátt og farðu svo að rífast við sjálfan þig hvert rétta svarið skyldi vera. Ef þú ert beðin um að hætta, segðu "jújú, og þú getur bara heyrt mig hugsa" .....talaðu svo um hvað kennarinn er mikið fíbbl.
6. Taktu með klappstýrur með þér.
7. Eftir svona 5mín af prófinu... kallaðu þá á kennarann "hvað er þetta?? ég hef mætt í tíma alla önnina og ég skil ekkert í þessu!!! og hver ert þú eiginlega?!?!
8. Taktu með þér GameBoy tölvu.... spilaðu með volume-ið í botni
9. Neitaðu að svara spurningum... t.d. ég neita að svara þessari spurningu því hún skarðast á við trúarbrögð mín!!
10. Taktu með gæludýr!
11. Hlauptu inní stofuna þegar prófið er rétt byrjað... segðu við kennarann "þeir fundu mig... ég verð að flyja land!" og hlauptu út aftur!
12. Eftir svona 5mín af prófinu, stattu upp, rífðu það niður í pínulitla búta og hentu uppí loftið og öskraðu GLEÐILEG JÓL!! ....biddu kennarann um annað próf og segðu að þú hafir tynt hinu...
13. Skrifaðu svörin með vaxlitum eða vatnsmálningu
14. Mættu í prófið í sandölum, baðslopp og handklæði á hausnum. (Personal favourite!!!!!)
15. Fáðu alltíeinu kast af Tourette's Syndrome í miðju prófi...
16. Svaraðu prófinu á einhverju öðru tungumáli! ... ef þú kannt ekki annað tungumál, gerðu þitt eigið tungumál!!
17. Hentu drasli í kennarann þegar hann er ekki að horfa... bentu svo á sessunaut þinn!
18. Strax og kennarinn lætur þig fá prófið... éttu það!
19. Komdu með heilt kvikmyndatökulið með þér og segðu að þú viljir taka prófið upp!
20. Á 5 mínútna fresti, taktu saman allt draslið þitt, sestu annarstaðar og heldur áfram að taka prófið
21. Strikaðu yfir bæði spurningarnar og svörin með svörtum túss!
22. Fáðu prófið, eftir tíu mínútur, dúndraðu prófinu í borðið þitt, öskraðu "til andskotans með þetta próf!!" og labbaðu hetjulega út!
23. Fáðu fólk til að mótmæla prófinu... (með spjöldum og alles)
24. Mættu algjörlega haugafullur!!! (haugafullur: sumsé miklar líkur að þú ælir)
25. Vertu endalaust að segja hversu sexí kennarinn er þennan daginn!
26. Taktu með þér vatnsbyssu
27. Mættu klæddur í riddarabúning! ....með sverð og skjöld!
28. Þegar þú labbar inn... kvartaðu yfir hitanum... strippaðu
29. Reyndu að fá sessunautana til að gera "bylgju"
30. Mættu með hljóðfæri! segðu að það hjálpi þér að hugsa!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.4.2007 | 10:08
Fyrsta próf
Stefnir allt í fyrsta próf vorsins síðar í dag. Verklegt próf í manual therapy á hrygg. Stress og kvíðahnútur farinn að gera vart við sig, óeðlilegar margar pissuferðir á klósettið, andardrátturinn farinn að grynnast, spennulestur og æst yfirferð byrjuð.
Ohhhh... alveg yndislegt eða hvað?
Kannski ef ekki væri svo að bekkjarsystkini mín eru búin að þjösnast svo á bakinu á mér seinustu daga að ég á erfitt með gang og setu. Greinilega stórefnilegir meðferðaraðilar eða hvað?????
16.4.2007 | 11:23
Já það var svo sem auðvitað...
Mikil sala hjá H&M | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 23:26
Handbendi djöfulsins
Sem endranær var ég með krakkana mína í frjálsum á æfingu á fimmtudaginn. Ég var með nýjan hóp af krökkum sem var einungis skipaður af tuttugu stykkjum af 7 ára strákum. Það er óhætt að segja að það var fjör Ærslagangurinn mikill og svona eins og vera ber. Krakkarnir sitja allir fyrir framan mig og ég er að segja þeim frá húsreglum og svona... Ég minnist á þagnarmerkið sem er útrétt hönd með ýmsum útfærslum. Sumir strákanna vildu hafa það á einn hátt og aðrir annan. Allt í góðu... ég fer svo að sýna ýmsar útfærslur en segi þeim að þetta þýði allt það sama hvernig sem ég geri það... hvort sem ég er með lokaðan hnefa eða einn putta úti eða hvað. Ein af þessum handbendingum var svo rokkaramerkið... eða kýr-merkið eins og ég kýs að kalla það:
Þá segir einn strákurinn mjög alvarlegur:
Þetta er alveg bannað, þetta þýðir að þú sért að fucka guði!!!!!
Ég hef bara aldrei vitað annað eins.... við sprungum öll úr hlátri sem vorum þarna.... hvar læra börn svona hluti spyr ég nú bara?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2007 | 21:18
Vettlingar = Skór
Pían er komin heim Við mæðgur skemmtum okkur stórvel í útlöndum. Mikið verslað.... og meira.... og meira.... og mikið meira verslað! Þið vitið hvernig ég er.. ég kann mér ekki hóf :)
Við lentum annars snemma á páskadagsmorgun, en Sísí vinkona hélt upp á afmælið á sunnudagskvöldið (páskadag....). Ágætlega mætt en mannskapurinn frekar slappur. Kannski að páskaegginn hafi ekki rennt nógu ljúflega niður En allavegna við Sísí, Árni og félagi hans skelltum okkur í fjörið. Smá dans og stuð, ekkert nema gott um það að segja. Um klukkan fimm var ég orðin ansi þreytt enda langur dagur, erfitt að fá leigubíl, ákvað þá í stundarbrjálæði .... að það væri kannski sniðugt að labba bara heim á 10 cm hælum !!!!!! margir vildu fá að labba með mér á heimleiðinni en það er önnur saga... allavegna til að gera langa sögu stutta þá endaði förin á því að þegar ég var komin fram hjá tjörninni gat ég ekki meira og var alveg að drepast í fótunum. Sem betur fer var ég með þykka 66° Norður vettlinga á höndunum (ég veit sniðug :)... ég stoppaði í andartak og velti fyrir mér hvað væri hægt að gera í stöðunni.....setti saman tvo og tvo... setti vettlingana á fæturna og hljóp heim Ég er ennþá að hlæja að þessu tveim dögum seinna....
Mestu áhyggjurnar hafði ég af því að e-r myndi keyra fram hjá mér með þumalfingurna á vettlingunum mínum standandi út í loftið og fara að hlæja að mér...
Ég mæli annars með þessu fyrir allar ungar stúlkur sem sökum ölæðis halda að það sé sniðugt að labba heim á hælaskóm.
2.4.2007 | 01:41
Cheers
Það er stuð í Boston. Við mæðgur erum búnar að stunda búðirnar stíft fyrstu dagana. Ég er búin með allan peninginn minn og gott það eftir fjóra daga... vika eftir! Hélt samt að það væri ódýrara hérna heldur en það er. Samt sem áður ódýrara heldur en heima, gott það. Í staðinn fyrir að hugsa hvað ég er að eyða hugsa ég hvað ég er að spara mikið... ber allt saman við það sem ég hefði borgað fyrir það heima. Ef við horfum þannig á málin er ég ábyggilega búin að spara 100 þús... og gott betur. Það segir kannski hvað ég er búin að eyða miklu Hélt að ég gæti fengið íþróttaföt á mun lægra verði en þau eru víst allstaðar dýr. Við mæðgur klúðruðum e-ð pöntuninni á hótelinu hérna úti... sofum allar saman í einu stóru rúmi. Heldur þröngt á þingi... sérstaklega þegar mamma og Beta hrjóta eins og búrhvalir og prumpa eins og eftir rúsínumaraþonát... ég held ég hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. Hótelið samt mjög fínt, ábyggilega eitt það fínasta í bænum. Anddyrið eitt það magnaðasta sem ég hef séð. Loftið allt útskorið í við og kristall í öllu. E-ð sem er mömmu að skapi...
Annars er margt merkilegt að sjá í Boston... en við kannski ekki búin að sjá það!
Fórum samt á upprunalega Cheers staðinn.... Keyptum jólakúlu með Cheers merkinu á 10 dollara.. það verður án efa vinsælasta jólaskrautið næstu jól. New York er málið á morgun... förum í rútu kl. 6 í fyrramálið. Ég hlakka til... hef lengi langað til að fara til NY. Held samt að það væri meira stuð í góðra vina hóp eða með kærasta heldur en með mömmu og systu. Ég læt mér það þó gott heita í bili. Bið að heilsa í bili... sé ykkur öll á páskadag geri ég ráð fyrir :)
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006