Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Vísurnar góðu

Körlunum hér á Sóltúni er tíðrætt um kynþokka og þessar tvær heyrðust eitt sinn þegar karlarnir voru í þjálfun hjá mér :

 

Ein er frúin orðin lúin,

alveg búin garmurinn,

lærafúin, lendasnúin

alveg flúinn kynþokkinn.

 

og ein önnur:

 

Glaðir eru gumarnir,

góðar eiga stundir.

Kynþokkinn  sem aldrei fyrr

er um þessar mundir.


Það er gaman að hlaupa

Hressileg helgi að baki. Mikið að gera við vinnu og tómstundir. Goggi galvaski, frjálsíþróttamót fyrir krakka í frjálsum var frá föstudegi til sunnudags í Mosfellsbæ og reyndi ég að nýta allan lausan tíma sem ég hafði til að vera þar hjá krökkunum sem ég er að þjálfa. Alþjóðleikar ungmenna voru líka um helgina en ég var að vinna þar sem sjúkraþjálfari, hellings tími sem fór í það og nokkuð mikið að gera... allavegna meira en ég bjóst við, nokkrar slæmar tognanir, ein sem varð meðvitundarlaus eftir 800m hlaup og svo týningur af hinu og þessu. Góð reynsla í bankann. Komst meira að segja á séns... Blush Ég keppti svo í fyrsta útihlaupinu mínu í sirka 10 ár á laugardaginn, Jónsmessuhlaupinu. Það var hlaupið í Laugardalnum í frábæru veðri um tíuleytið um kvöldið og farið svo í sund á eftir til að verða eitt um nóttina. Ég hljóp 10 km á bara þokkalegasta tíma, 48 mín, náði allavegna takmarkinu en það var að hlaupa undir 50 mín. Það besta við þetta er þó að ég stoppaði ég leiðinni til að kasta ælu... það hefur tekið allavegna eina mínútu giska ég. Þannig að kannski er það ekki svo óraunhæft að hlaupa 10 km á 45 mín í Reykjavíkurmaraþoninu. Sjáum til.... ef líkaminn leyfir.  Brósi hljóp með mér í hlaupinu á laugardaginn, fyrsta skipti sem við systkinin gerum það. Stolt af honum að láta slag standa. Held að hann hafi ekki farið áður í svona hlaup, enda fór hann alltof hratt af stað. Við enduðum allavegna ekki saman á marklínunni.....

Er búin að vera mjög þreytt núna eftir helgina enda var allt á fullu hjá mér og enginn tími til að jafna sig eftir vinnuvikuna. Þjáist af krónísku svefnleysi, tími e-n veginn aldrei að fara snemma að sofa þegar það er svona gott veður og sól næstum allan sólarhringinn.

Ég ætlaði annars að vera búin að skrifa inn hér nokkrar vísur sem kallarnir í Sóltúni eru að kenna mér... það kemur vonandi bráðlega.


Blöðruselir í umferðinni.... þeirra réttur eða okkar?

Mér finnst nokkuð merkilegt hvað lögreglan og yfirvöld eru alltaf e-ð svo úrræðalaus þegar kemur að því að stemma stigu við hraðakstri bifhjólamanna. Ég er á því að helsta hættan sem skapast af bifhjólamönnum sé þegar þeir eru að stinga lögregluna af. Þá gefa þeir vel í og lenda í aðstæðum sem eru ekki bara þeim, heldur öllum sem verða á vegi þeirra, hættulegar. Þar sem ég hef nú talsverða innsýn í þessi mál af því Gunni er lögreglumaður þá sló það mig talsvert þegar hann sagði mér að frá sjónahóli þessara bifhjólamannna þá er alveg eins gott fyrir þá að reyna að stinga lögguna af þegar þeir eru komnir með sekt á annað borð þar sem að sektin fyrir að stinga lögguna af sé rétt um 10 þús. krónur aukalega!!! En nái þeir að stinga lögregluna af geta þeir hugsanlega sloppið algjörlega við sektina, þeir hafa því tíu þúsund að tapa en kannski 100 og e-ð þúsund að vinna. Það finnst mér ansi lágt gjald að greiða fyrir að leggja hugsanlega mörg líf í hættu. Ég skil bara ekki í ósköpunum af hverju þetta gjald fyrir að stinga lögregluna af er ekki hærra.....

Ég skil líka ekki af hverju menn sem keyra á þessum hraða og svona glannalega eru ekki ákærðir á svipaðan hátt og menn sem gera tilraun til morðs þar sem að svona akstur og hegðun finnst mér vera svipað alvarleg og álíka mikil siðblinda og firring sem gerist í hausnum á slíkum einstaklingum.  Ég sé því alveg fyrir mér að akstur yfir 200 km/klst hraða jafngildi 2 - 3 ára fangelsi og kannski 150 - 200 km/klst jafngildi hálfu ári í fangelsi. Ef viðurlögin væru svona hörð myndu þessir blöðruselir hugsanlega ekki taka sénsinn með slíkum hraðakstri. Fyrir mér er þetta ekki spurning um rétt þessara manna til að keyra heldur um rétt okkar til að vera laus við svona lýð í umferðinni.


mbl.is Lögreglan fái búnað til að stöðva hraðakstur bifhjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I like.....

Stórskemmtileg helgi að baki verð ég að segja. Gunni að útkrifast úr Háskólanum og Sísí vinkona líka. Stórveisla var haldin heima hja pabba Gunna á Selfossi með fjölskyldu og vinum um miðjan daginn, seinna um kvöldið var svo veisla hjá Sísí vinkonu. Ég skemmti mér svo alveg frábærlega í þéttum dansi á Vegamótum og fleiri stöðum í góðra vina hópi. Ég var í það góðu skapi að ég lét ekki allavegna klukkutíma biðröð inn á staðinn aftra mér. Á Vegamótum var þvotturinn þveginn, nautið mjólkað og boltunum haldið á lofti fyrir þá sem skilja hvað ég á við. Ég var líka í það góðum fílíng að ég lét nokkur glerbrot í fætinum og snúinn ökkla ekki aftra mér frá því að dansa frá mér allt vit. Fór óvenju seint heim líka eða rétt um 6 leytið. Rölti svo með Hrefnu heim á sárum fótum þangað til að ég sá Gunna í aftursæti merkts lögreglubíls við Melatorgið þar sem hann hafði fengið far sökum ölvunar :) Við létum svo eins og fífl á leiðinni heim og vöktum sennilega hálfan Vesturbæinn. Ógó gaman....


Anna = Tiger woman

Fann þessa lýsingu á sjálfri mér á Ármanns síðunni. Hef ekki hugmynd hver skrifaði þetta en skemmtilegt er það:

 

Anna er ofurkona og verðandi sjúkraþjálfari.  Vann það til afreka að vera MR-massinn ár eftir ár.  Anna er jafnvíg á flestar greinar frjálsra íþrótta.  Lyftir öllu sem að hendi er næst og getur þvegið þvotta á magavöðvunum.
P.s. Tiger woman viðurnefnið fékk ég þegar ég bjó á Ítalíu sem unglingur. Þar var ég að keppa í frjálsum fyrir skólann á e-u móti, skólasystur minni fannst ég full kappsöm í keppninni og sagði þetta við mig, að ég væri eins og tiger woman í þessum ham. Skemmtilegt...

Gott líf..

Mér finnst ástæða að segja öllum frá því hvað ég er glöð. Ég er búin að vera í svo góðum fílíng síðan ég kláraði prófin að það er alveg með ólíkindum. Gæti hugsanlega verið af því að:

  • Ég sef núna ein í rúmi (Gunni erlendisWink). Svefninn verður því talsvert vandaðri þar sem ég sef oft mjög svo laust.
  • Ég borða líka svo hollt núna af því það er heilsumánuður í vinnunni og hef ég varla borðað annað en grænmeti og fisk í þrjár vikur núna þannig að það gæti haft áhrif. Finn að ég er miklu orkumeiri á daginn.
  • Sumarið er komið og það er svo frábærlega yndislegt að ég get varla lýst því.
  • Ég á frábæra vini (þó sumir séu búnir að vera óeðlilega lengi fastir í skólavinnu!!!!!Whistling)
  • Ég er alheilbrigð og get gert allt sem mig dettur í hug.
  • Bakið á mér er orðið gott sem er þvílíkur léttir. Búið að vera ansi leiðinlegt vesen allt of lengi.
  • Allir vinir mínir og fjölskylda er heil heilsu sem er mikilvægara en allt annað.
  • Ég er svo heppin að hafa fæðst á Íslandi, maður gleymir oft að þakka fyrir það!!!.
  • Ég náði öllum prófunum og gott betur en það.
  • Ég er að vinna með svo skemmtilegu fólki.
  • Ég á frábæran kærasta og tengdafjölskyldu
  • Ég og bróðir minn erum loksins orðin sátt við hvort annað eftir marga ára deilur.

Ég hef svo margt jákvætt og gott í lífinu að ég held að ég gleymi oft að þakka fyrir það. Maður á það til að einblína oft á það sem betur mætti fara heldur en að hlúa að öllu því góða. Ég trúi því að framtíðin mín beri svo marga góða hluti í skauti sér. Það er svo gott fyrir sálina að minna sjálfan sig á það reglulega hvað maður hefur margt að þakka fyrir.


Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband