Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Cum te video felix sum

Mögnuð helgi að baki, get bara ekki sagt annað. Grundafjarðarhátíðin var alveg að standa undir sér þó sama verði kannski ekki sagt um ónefnda vini sem deildu með mér hátíðinni :) Það slær bara ekkert út íslenska náttúru, sumar, tjald, hátíð og góða vini með slettu af öli, punktur!

TIl hamingju þið sem að...

.... þekkið mig. Gaman að segja frá því að ég átti afmæli á fmmtudaginn síðastliðin, þið sem munduð eftir því takk fyrir mig... þið hin ættuð að skammast ykkar! Bauð í afmæliskaffi þar sem mætingin var betri heldur en ég hafði nokkurn tíman þorað að vona. Íbúðin var alveg smekkfull, það voru vandræði að finna sæti og pláss fyrir allt fólkið. Fékk margar góðar gjafir, tyrkneskt nudd í Laugum, allskyns heimilisvörur, snyrtivörur, perlueyrnalokka og e-ð fleira. Frumlegasta gjöfin hlýtur þó að vera tréð sem hún vinkona mín Sísí gaf mér til að kolefnisjafna drusluna þar sem hún hefur greinilega áhyggjur af að hún mengi talsvert og orsaki þessa hækkun í hitastigi á landinu upp á síðkastið. Plantan fær að dafna úti á svölum hjá mér.

Fyrir margt löngu síðan var ákveðið að vinahópurinn ætlaði að ganga Laugaveginn núna um helgina. Makar og alles. E-ð breyttust þó plönin þegar líða fór að ferðalagi. Við ákváðum þá að fara í Skaftafell í staðinn og ganga þar talsvert. Á brottfarardag kom þá í ljós að við vorum orðin bara þrjú pörin sem ætluðum að fara. Þá voru góð ráð dýr. Eftir miklar vangaveltur var ákveðið að fara á föstudaginn á Stykkishólm og eyða þar helginni þar sem að við Gunni erum með þar á leigu þetta fína hús með potti og öllu. Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið sérlega góð helgi í góðra vina hópi, með tlheyrandi blöndu af afslappelsi og afþreyingu. Set kannski e-ar myndir inn síðar. Við keyrðum meðal annars allt nesið á Laugardeginum með göngustoppi í Hraunsfirðinum, skotfimiæfingum í Kolgrafarfirði og fjöruferð á Djúpalónssand áður en við brunuð á Stykkishólm í mat á Narfeyrarstofu, enduðum svo á að fara í pottinn heima og Tarotlestri fram eftir nóttu.

Gönguferðin í Hraunsfirðinum tók þó heldur lengri tíma heldur en áætlað var þar sem að hundurinn týndist í miðri göngunni. Við vorum orðin ansi hrædd um að hann hefði slasað sig eða þá að hann væri komin e-ð lengst upp á Vatnaleið, eða e-ð álíka. Við dreifðum okkur því og hófum að leita að honum. Klukkutíma eða svo og mikilli leit síðar fór hluti af hópnum þangað sem bílarnir voru geymdir og viti menn þar stóð minn maður, kyrr við bílinn og urraði á þau. Hann er þá ekki vitlausari en það að hann fatti að við förum ekki langt án bílsins....

 

P.s. Ég verð annars að minnast á hvað ég dýrka birtustigið sem er núna svona seint í júlí, ennþá svolítið bjart en samt líka farið að rökkva aðeins á næturna, ótrúlega rómantísk og kósý stemning.


Stoðkerfisvillur

Hér að neðan má sjá algengar rangstöður í hnélið hjá fólki. Eins og eðlilegt er eru ekki allir vaxnir eins en eftir stöðu hné- og mjaðmaliða og eru viss meiðsli algengari hjá vissum líkamstýpum heldur en hjá öðrum. Konur eru t.d. oftar kiðfættar og fá því meiðsli sem fylgja þeirri líkamsstöðu eins og plattfætur, skemmdir á utanverðum liðþófa og fl. en karlar eru frekar hjólbeinóttir og fá oftar meiðsli sem tengjast þeim líkamsvexti eins og skemmdir á innanverðum hluta hnés og fl. Svo er þriðji flokkurinn fólk af báðum kynjum sem eru með svokallað malalignment syndrome en fólk með slíkan vöxt ætti í mörgum tilfellum að halda sig frá íþróttum sem krefjast mikilla hlaupa og hoppa þar sem að líkami þeirra er ekki gerður fyrir slík átök. Fólk með slíka stöðu ætti frekar að stunda hjólreiðar, sund eða átök þar sem líkamsþunginn hvílir ekki á fótunum.

 Finnið ykkar líkamsgerð:

 

A) Normal (týpísk) staða hjá kvenfólki
 
B) Normal (týpísk) staða hjá karlmönnum
c) Miserable malalignement syndrome
miserable malalignment

Trúlofun....

Það er svo yndislega gaman að segja frá því að Björg góðvinkona mín var að trúlofa sig honum Gunnari um helgina á þeim góða degi 07.07.07. Mikil hamingja er með ráðahaginn og óska ég þess að sambandið verði langlíft og gjöfult af fullt af börnum Grin, því það þarf svo sannarlega fleiri manneskjur eins og Björgu og Gunnar í þennan heim. Annað verra er þó að fara að missa hana Björgu mína erlendis bráðlega í 6 ár til náms. Það fer að týnast úr vinahópnum smátt og smátt á næstu árum þar sem þær eru svo margar að fara erlendis í áframhaldandi nám. Það kemur nú þó líka að því að ég fari þannig að ég örvænti ekki. Mesta shokkið verður nú þó sennilega þegar stelpurnar í læknisfræðinni fara allar erlendis á sama tíma. Þá verður ansi brátt í búi. Þá verður líka samt þó gaman að geta farið út um allan heim og geta átt samastað hjá góðum vinkonum.

Ég ætla að leyfa mér í ljósi nýskeðinna atburða að áætla að ekki líði langt þangað til að af næstu trúlofun verði í vinahópnum..... Hver skyldi það verða????

Á sama degi um helgina hélt önnur góðvinkona, hún Laufey upp á 25 ára afmæli sitt sem og innflutningspartý. Það var góð mæting og mikið stuð og mikið drukkið af Cosmpolitan. Einum of mikið hjá sumum kannski.. Whistling Til hamingju annars Laufey mín með nýja og flotta íbúð :) Við fórum svo í bæinn eftir afmælið í góðum fílíng og dönsuðum ákaft, alveg inn að beini jafnvel.

 Ég á annars afmæli núna eftir rétt rúma viku, þann 19.júlí. Í ljósi þess að ég verð í gönguferð alla helgina á eftir þá var ég að spá hvort þið vinkonurnar vilduð ekki bara kíkja í kaffi til mín kvöldið 19. þá?? eða jafnvel á sunnudeginum, þann 22.júlí???? Segið mér endilega hvor dagurinn hentar betur eða hvort þið komist yfirhöfuð.

Arrivaderci e ci vediamo píú doppo...


Þetta er reyndar ekki rétt....

Ég veit ekki hvað hún vinkona mín Sísí Rut segir við þessu en hingað til hefur hún gengið undir sjálfsskapaða viðurnefninu Iron Lady.... enda sterk með eindæmum, auk þess að hafa unnið í álverinu í Straumsvík um nokkurra ára skeið. Ég býst við mótmælum í fjölmiðlum frá henni. Því hún er í raun fyrsta og eina alvöru járnkonan.
mbl.is Fyrsta íslenska járnkonan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband