Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

1 milljarður til HR

Mér er það algjörlega ómögulegt að skilja af hverju hinn annars ágæti maður, Róbert Wessmann forstjóri Actavis, eins stærsta lyfjafyrirtækis á Íslandi ákvað að gefa Háskólanum í Reykjavík 1 milljarð að gjöf.....? Ekki það að ég vilji á neinn hátt rýja gildi þessarar göfuglyndu gjafar, en væri honum ekki stæðara af því að líta sér aðeins nær og gefa Háskóla Íslands þessa gjöf... eina háskólanum á Íslandi þar sem lyfjafræði er kennd. Er það ekki það sem þetta fyrirtæki hans gerir? Búa til ný lyf? Eða eru fyrirtæki orðinn þannig á Íslandi í dag að einu starfsmennirnir sem starfa á opinberum markaði eru þeir sem hafa lokið prófi annað hvort í lögfræði, viðskiptafræði eða verkfræði? Hinir sitja bara úti í kuldanum. Hver þarf lyfjafræðinga, lækna eða annað þegar maður hefur stöndugan lögfræðing eða klókan viðskiptafræðing?

Maður verður ekki ríkur af umbúðunum einum saman.

 


Af slitnum naflastreng...

Nú fer að síga í seinni helminginn af dvöl minni á Stykkishólmi. Ég er farin að sjá fyrir endann á þessu. Búið að vera ágætt. Byrjaði heldur brösuleg en gengur núna fínt. Er farin að taka meiri ábyrgð og láta ljós mitt skína. Bara rúmar tvær vikur eftir.

Margt sem er búið að vera í gangi hjá mér núna upp á síðkastið. Mamma seldi æskuheimili mitt núna í seinustu viku..... Crying ekki nóg með það heldur eru hún og Beta fluttar til Ítalíu...... CryingCrying þannig að ég verð eiginlega bara ein í heiminum næstu vikurnar af því Gunni verður áfram á Stykkishólmi eftir að ég kem í bæinn og svo er bróðir minn að fara að keppa í Tyrklandi og verður e-ð áfram úti í rúman mánuð núna eftir helgina. Mjög undarleg tilfinning verð ég að segja. Ég held að ég hafi aldrei verið lengur frá mömmu minni en í tvær, þrjár vikur síðan ég fæddist þannig að það verður MJÖG skrítið... en ég meina, hey, einhvern tímann verður að slíta naflastregnum. Þannig að næstu vikur verða án efa fullar af e-s konar heimþrá, bæði eftir mömmu og svo gamla húsinu okkar. Félagsskapur verður vel þeginn. Til að minnka verstu heimþránna bókuðum við Gunni okkur ferð til Ítalíu um jólin til að heimsækja mömmu, fara á skíði og versla og e-ð... þannig að það verður mjög fínt. Stefnan er að fara svo aftur í vor þegar við erum búin í prófum og vera í einn mánuð, bæði vera hjá mömmu og vera svo á flakkinu í nokkrar vikur. Verður án efa mjög svo hyggeligt. W00t

Stefnan hjá mér er að taka eina rólega helgi núna um helgina. Er búin að vera á svo miklum þeysingi, stressi, þrifum og flutningum að ég held að ég hafi gott af einni bússu núna. Ef einhverjum langar að heimsækja mig í Stykkishólm um helgina þá er það velkomið.

I will give you television, remote control, a very nice car and a stupid dog. But if you will cheat on me I will crush you....... 

 


Enn og aftur sínum við mátt okkar og megin við systkinin

Ég er stolt systir hans bróður míns. Hann er svona maður sem fer á mót kannski fjórum, fimm sinnum á ári.... og þá fer hann líka og vinnur þau. Ekkert hálfkák. Hann teflir ekki við aumingja. Hann teflir líka helst ekki nema það séu peningaverðlaun. En gott framtak hjá bönkunum að styðja við svona keppnir.

Það þýðir ekkert kák þegar maður er í skák.


mbl.is Arnar E. Gunnarsson varð hraðskákmeistari Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitasöngur

Ég er farin upp í sveit

að elta gamla geit.

Mér þykir það leitt

en það er ekkert heitt.

Svo verið ekki sveitt

þó þið sjáið mig ekki neitt

ég kem aftur næstu helgi!!

 

trallallallalla trallallalla..... HEY......


Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband