Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
29.1.2008 | 00:31
Mánudagur til mæðu..
Dagarnir fljúga frá mér þessa dagana. Mikið að gera í vinnu og skóla. Félagslífið situr á hakanum af þeim sökum. Ég sit ekki að auðum höndum á meðan allavegna.
Er núna í verknámi á Grensás sem gengur annars með ágætum. Fjórða vikan af átta nýbyrjuð. Klíník í næstu viku og svona þannig að það setur ennþá meiri pressu á mann. Ég er á Grensás frá átta til fjögur á daginn. Fer svo að þjálfa frjálsarnar til rúmlega 18 eða í aðra vinnu og svo sjálf á æfingu til að verða 21-22 með sturtu og tilheyrandi og/eða heim að læra og út að ganga með hundinn. Svo er yfirleitt borðaður kvöldmatur á þessu heimili milli svona 22-24 á kvöldin. Ég veit... algjör firra... en svona verður þetta bara að vera. Svona er þetta líka bara alla daga. Það er varla að það sé frí um helgar. Ég er yfirleitt e-ð að vinna líka þá eða að vinna í skýrslum eða álíka. Ekki batnar það því ég var að lofa mér í enn meiri þjálfun núna í febrúar með tvö flokka í fótbolta tvisvar í viku.
Slíkt annríki verður líka til þess að mann fer að syfja oft á daginn vegna örþreytu. Ég átti slíkt móment einmitt í dag þegar ég var að rembast við að skrifa e-ð í þessar blessuðu sjúklingaskýrslur. Ég sem sagt dottaði yfir því þrátt fyrir að smiðir og aðrir iðnaðarmenn væru að berja og bora í herberginu sem ég var í. Ég lagðist fram á tölvuborðið og vaknaði ekki fyrr en ég fann fyrir slefinu renna niður handlegginn á mér. Þetta gerðist ítrekað fyrir mig í dag.... ég bara sofnaði á flestum stöðum og samt er mánudagur.. á maður ekki að vera úthvíldur eftir helgina þá???? Þetta er samt í lagi svo lengi sem ég sofna ekki á meðan ég er með sjúklingana í þjálfun eða meðferð.
Ég er nú samt ekki að kvarta yfir þessu öllu saman, ég nýt mín ágætlega í annríki. Það er margt verra en að hafa nóg að gera.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2008 | 13:40
Auglýsing
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.1.2008 | 17:26
Ég er sem sagt komin heim :)
Við Gunni komum heim 4.jan aftur frá Italia.
Við lentum í ýmsu skemmtilegu á leiðinni ef svo má segja.
Ferðalagið byrjaði á því að við sem sagt sváfum yfir okkur þann 23.des... áttum flug snemma og við ákváðum að LEYFA okkur að sofa í tæpa tvo tíma fyrir flugið svo við yrðum ekki algjörlega útkeyrð á leiðinni út. Það endaði sem sagt á því að við sváfum yfir okkur og sváfum í tæplega þrjá tíma. Við höfðum því rúmlega klukkutíma til að henda okkur í föt og með dótið út í bíl og af stað.
En allavega.. við komumst í tæka tíð. Þá tók þó ekki betra við. Við vorum sem sagt með rúmlega 15 kg í yfirvigt og þurftum að borga um 15 þús kr fyrir það. Kellingin á deskinu var ekki beinlínis í jólaskapi og vigtaði meira segja handfarangurinn minn helv... beyglan. Við hentumst upp í vél bæði frekar skúffuð að þurfa að byrja ferðalagið á þessu. Við flugum til Frankfurt og þurftum svo að bíða í e-a fimm tíma eftir tengifluginu okkar til Verona. Þar komumst við að því að við máttum setja jólasteikina í handfarangur, þannig að yfirvigtin var ekki jafn mikil þarna úti en þurftum samt að punga út e-m fimm þúsund kalli í viðbót
Mamma kom svo og sótti okkur til Verona og keyrði með okkur í íbúðina hennar við Garda vatnið. Íbúðin er svaka fín, stór frekar, e-ð um 120-130 fm. Með einkabílskúr, risagarði, stórri sundlaug, arni í stofunni og risasvölum með útsýni yfir Garda vatnið. Verður svaka fínt þegar við förum í vor
Við byrjuðum svo ferðina úti á að fara á uppáhalds vetingastaðinn okkar þarna úti, Kínastaðinn flotta. Hann klikkar aldrei.
Aðfangadagur var frekar óvenjulegur þar sem að við skelltum okkur í mall-ið og fórum að versla fram eftir degi. Jólin voru svo haldin um 7 leytið í mestu rólegheitum. Frekar skrítið að fá bara örfáa pakka, bara það sem ég fékk frá Gunna og mömmu. Við skildum allt hitt eftir heima.
Á annan í jólum skelltum við okkur til Feneyja eldsnemma. Þar var allt pakkað af túristum og röltum við þar um í rólegheitum ( og nota bene: Ekkert verslað!!!)
Daginn þar á eftir fórum við til Veróna. Sú ferð átti að vera meira túristaferð en raunin varð. En þar sem allt var meira og minna lokað af túristapleisunum þá enduðum við auðvitað bara á því að versla.... nema hvað?? Ef þið farið e-n tímann til Veróna þá skulið þið fara í búð sem heitir Lazzari.... geðveik búð á enda aðalgötunnar til vinstri. Ég næstum tapaði mér þar inni og er að spá í að láta mömmu kannski kíkja á útsölurnar þar fyrir mig þegar ég er búin að sjá hvað VISA er hátt...
Næsta dag skelltum við okkur svo til Milanó. Þar var talsvert verslað en þó ekkert óhóf. Fórum og skoðuðum Duomo kirkjuna sem er mjög flott. Við sóttum svo vinkonu systur minnar sem býr líka úti og var hún hjá okkur í nokkra daga
Á þessum tímapunkti var Gunni orðinn ansi þreyttur á verslunaræðinu í okkur mæðgum. Þannig að við tókum okkur einn dag í pásu og skelltum okkur bara tvö í rúntferð um Garda vatnið. Stoppuðum í flestum bæjum og kíktum á miðbæina og menninguna. Var mjög skemmtilegt og rómó Það vildi líka svo skemmtilega til að það voru e-ar bæjarhátíðir í mörgum bæjanna þarna þannig að það voru allskonar markaðir og tónlist úti á götu og svona og ekki skemmdi fyrir æðislega veðrið, sól og 13°C. Við ætluðum líka að fara í rosalega skemmtilegan safarí dýragarð sem er þarna nálægt en hann var því miður lokaður.
Áramótin voru svo róleg framan af. Vorum heima fyrripart kvölds en skelltum okkur svo niður í miðbæinn í bænum þar sem mamma býr. Þar var æðimargt fólk út á götu, sennilega flestir bæjarbúar eða um 20 þús. manns. Í bænum var búið að setja upp tvö svið á sitthvoru torginu og þar voru e-ir DJar að spila og e-ar dansmeyjar að dansa Macarena eða e-ð annað álíka hallærislegt. Víð létum okkur þó hafa það og stigum trylltan dans við. Gunni var þó sérlega liðtækur á því sviðinu..... Við vorum svo auðvitað eins og Íslendingum sæmir trylltust í flugeldunum þarna. Mamma hafði fundið e-a búð þarna þar sem seld voru stjörnuljós, innisprengjur og e-ir aðrir smálegir flugeldar þarna. Við gerðum gott úr því með því að sprengja bara eiginlega allt sem við vorum með í einu. Það kom ágætlega út :)
Næstu dagar fóru svo að mestu í rólegheit og e-a verslun. Mall-ið rétt hjá þarna var að gera góða hluti í þeim efnum.
Einn daginn gerðum við heiðarlega tilraun þar sem að við ætluðum að fara og skoða Lago di Iseo sem er næsta vatn við Garda vatnið. Við komumst hálfa leið þangað til ég í sakleysi mínu horfði út frá götunni á leiðinni þangað til hliðar og sá þar stórt skilti frá NIKE OUTLET FACTORY STORE ... ég nátturulega öskraði upp yfir mig við mömmu að beygja í snarhasti út af götunni í algjörri geðshræringu... æstist öll upp yfir slíkt eins og sannri verslunaróðri konunni sem ég er. VIð uppgötvuðum þá að við vorum komin í e-s konar outlet þorp með afsláttarbúðum frá öllum helstu merkjunum þarna úti. Þetta þorp var alveg á stærð við Seyðisfjörð eða e-ð álíka. Við enduðum allavegna á því að eyða öllum deginum þarna þannig að við komumst aldrei til Lago di Iseo.....
Daginn fyrir brottför var svo að mestu eytt í að hugsa hvernig í ósköpunum við áttum eiginlega að komast heim með allt draslið sem við keyptum og verða svo e-n veginn það mikið sama um það að við fórum bara og versluðum MEIRA...
Lykilorð ferðarinnar er klárlega: ÓHÓF.......... bæði í verslun og mat. En yndislegt þrátt fyrir það
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Af mbl.is
Innlent
- Væri komið yfir innviði ef ekki væru varnargarðar
- Beint: Heilbrigðismál í brennidepli
- Unnið við höfnina og dvalið í 20 húsum í Grindavík
- Viðræður ekkert þokast frá því á þriðjudag
- Íbúð í Kópavogi reykræst
- Hafa farið gegn stjórnarfrumvörpum trekk í trekk
- Hentugt gos fyrst gýs á annað borð
- Dómur yfir ökumanni strætisvagns staðfestur
- Viðtöl við oddvitana í Suðvesturkjördæmi
- Dómur þyngdur um þrjú ár
Íþróttir
- Risaleikir í átta liða úrslitum
- Åge ekki viðstaddur dráttinn
- Ísland mætir Kósovó í umspilinu
- Vill spila heimaleik Íslands í Stoke
- Týnda Red Bull skyttan fundin
- Á góðum batavegi
- Tólf manna hópur Íslands klár
- Löng fjarvera verður enn lengri
- Fyrirliði Fylkis eftirsóttur
- Litla systir ætlar að hringa þrisvar sinnum á dag
Viðskipti
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana