Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Pica

Rakst á ansi skemmtilegan sjúkdóm - ef einhvern tíma er hægt að kalla sjúkdóm skemmtilegan. Jah.. þessi er allavegna þess eðlis að það er hægt að hlægja að honum

Pica

Pica is an eating disorder characterized by the eating of things that are not food. Children between 18 months and two years of age often eat dirt or other things, but this is typically a normal part of their development. If this behaviour reoccurs later in life, however, it is regarded as an eating disorder. People with pica crave things like dirt, clay, chalk, paint chips, laundry powders, cigarette ashes, rust or plastic.

Pica occurs most commonly in people who:

  • Are pregnant.
  • Have poor eating habits.
  • Have developmental disabilities.
  • Have psychiatric difficulties.

Pica can be harmless unless the substances consumed are toxic or contaminated. In these cases individuals can get very sick or die.

Já þar hafiði það.... ef ykkur langar e-n tímann bara einfaldlega að smakka málningu eða sígarettur eða uppþvottalög eða álíka þá getiði sagt að þið þjáist bara af píka.


Töluð orð verða ei aftur tekin - málsháttur vikunnar!

Við hjónakornin ákváðum í gær að þar sem við vorum að fara að skella okkur á galeiðuna um kvöldið væri tilvalið að hressa upp á húðlitinn á einni af betri ljósabekkjastofum landsins. Við ákváðum að láta nýlegar fréttir um skaðleg áhrif ljósabekkja sem vind um eyru þjóta. Tilgangurinn átti að helga meðalið. Afraksturinn átti að vera hnetu-lituð húð eins og eftir dagslegu á sólarströnd. Rauninn varð hinsvegar að við urðum eins og nýveiddur karfi beint úr sjónum. (Ég verð þó að taka það fram að þetta var ekki neinn túrbótími!! ) Ég sem venjulega brenn ekki auðveldlega í sól er svo brennd á öllum líkamanum að líklega er um 2.stigs bruna að ræða, a.m.k. á fótum,baki, maga og rassi. Ég get ekki verið með úr eða aðra hluti sem renna á húðinni þar sem það er svo aumt, ég læt mig þó hafa það að vera í nærbuxum þó að það sé gjörsamlega að fara með mig. Í gær leið mér eins og sokkabuxurnar sem ég var í væru að brenna fastar við húðina á mér. Gunni er ekkert skárri, hann er vel brenndur á bringu, maga og baki. Lætur þó betur af sér heldur en ég.

Ég velti því fyrir mér hvað ég eltist mikið í árum við að fara í þennan eina ljósatíma? Hvaða áhrif þetta hefur á húðina til langs tíma.. sérstaklega ef maður brennur svona illa? Ég vil helst ekki hugsa það mál til enda. Enda mikið í mun um að halda fersku og unglegu yfirbragði mínu sem lengst.

 Svona átti þetta að koma út upphaflega:

SummersTan_10 

 

En útkoman varð eitthvað nær þessu: 

sunburn

 


Framtíðin er best látin óráðin

Ég er nýbúin í verknámi nr.2 en það þýðir að það eru bara rúmar tvær vikur í páskafrí sem þýðir líka að það eru bara sjö vikur í upplestrarfrí og vorpróf en það þýðir líka að það eru bara tveir mánuðir þangað til ég fer til mömmu til Ítalíu og þá líka bara þrír mánuðir þangað til ég kem heim aftur og byrja að vinna í sumar og svo bara sex mánuðir þangað til skólinn byrjar aftur en það þýðir líka að það er bara rúmt ár þangað til ég útskrifast úr Háskólanum.......

En allt eftir það er óskrifað blað!

Langaði bara að deila þessu með ykkur.

 

En að öðru máli. Fyrir um tveimur árum fór ég hiklaust í verstu utanlandsferð sem hægt er að fara í í heiminum. Ég segi í heiminum af því samferðamenn mínir í þessari ferð taka án alls efa alfarið undir þessa yfirlýsingu. Það var allt svo hræðilegt í þessari ferð að hún setur nýjan standard á þær ferðir sem ég fer í hér eftir erlendis. Menn og mýs grétu bókstaflega út af aðstæðunum þarna. Ég er öllu vön þegar að ferðum erlendis kemur við, hef ferðast víða við misskemmtilegar aðstæður og til misskemmtilegra staða en botninum var ekki náð fyrr en þarna. Í þessari ferð, þar sem ferðinni var heitið til Costa Brava á Spáni, var hópur af ungmennum í æfingabúðum í frjálsum íþróttum. Af fyrri reynslu eru slíkar ferðir oftast hrein skemmtun. En einhvern veginn þá fór bara allt úrskeiðis þarna, tveim vikum áður en ég fór út kom í ljós að ég var með brjókslos í bakinu, ég veiktist heiftarlega á öðrum degi og var það út alla ferðina, við gistum í einhverjum helv.... plastkofa lengst út í rassgati með engri kyndingu og engri afþreyingu, það var sveppalykt af rakanum þarna, völlurinn var ömurlegur og aðstaðan öll, veðrið var hræðilegt og ég get haldið endalaust áfram. Trúið mér að ég er ekki að ýkja þennan ömurleika þarna, orð geta ekki lýst annarri eins eymd. Það er ekki fyrr en núna nýlega sem ég og Sísí vinkona, sem var með í för, getum talað um þessa ferð í léttum tón og hlegið að henni.

Í tilraun til þess að reyna að gera það besta úr aðstæðum ákváðum við vinkonurnar að hafa það að mottói ferðarinnar að brosa á öllum myndun eins og þetta væru bestu dagar lífs okkar þarna úti. Reyna að sjá kómedíuna í tragedíunni....

afraksturinn er þessi:.........

49nbavd

43fvoio _seatour_users_kristin_my_documents_my_pictures_anna_h 54vmuru 

21hbpwo     

Lítur ekki út eins og það hafi verið geðveikt gaman hjá okkur? Ef svo er þá hefur þetta virkað hjá okkur. Best er að brosa sig í gegnum lífið stundum... sama hversu kaldhjartað það er.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband