19.6.2008 | 01:04
Myndir frá Ítalíu
Við hringleikavöllinn í Veróna
Við Gunni við Ponte Vecchio brúnna í Flórens
Ég of fíni bílaleigubíllinn okkar (það var svo mikið af pöddum þarna að ég þorði varla að hreyfa mig)
Ef það vantar þvottasnúrur á Ítalíu þá reddar fólk sér bara.....
Við Gunni í þorpi sem heitir San Gimingnano og er mjög skemmtilegt, rétt hjá Siena
Mynd tekin af San Gimignano þegar við vorum að fara þaðan, borgin er öll innan virkis og upp á hæð.
Við Lago di Iseo (reyndar í ömurlegu veðri) , en það er samt mjög flott þar
Flóðhesturinn flotti... SUPER-SLOW movements... Erfitt að trúa því að þetta séu e-r hættulegustu dýr jarðar!
SVÖL...... á bátnum að sigla á Garda vatninu!
Við systurnar í sólbaði á bátnum..
Kapteinn Anna Heiða..
Á svölunum hjá mömmu... (Garda vatnið í baksýn... lélegt skyggni þó þarna)
Á ennþá eftir að setja slatta af myndum inn í tölvuna, seinni hlutinn kemur síðar :)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2008 | 21:35
More Celeb News..
Nú er ég búin að vera á Ítalíu í þrjár vikur. Nokkuð nice. Á samt ennþá ca. 11 daga eftir. Eins og týpískur Íslendingur fer maður alltaf að tala um veðrið.... Það var sem sagt súper fínt veður fyrstu vikuna mína, svo kom Gunni og það var rigning alveg heila viku og leiðindi og svo aftur sól núna í næstum heila viku... Ætla bara rétt að vona að það haldist þurrt þangað til við komum heim. Reyndar búið að vera svo heitt síðust daga að við erum að fara til Þýskalands, Sviss og Austurríkis í þriggja daga ferð á morgun til að kæla okkur aðeins niður. Það er nefnilega spáð yfir 30-35° stiga hita hérna næstu þrjá daga, heiðskýrt og enginn vindur.... þá er eiginlega bara ólíft að ætla að reyna að gera e-ð. Maður pústar bara við að labba upp stigann hérna.
Hrefna og Björn eru nýfarin frá okkur. Gistu hjá okkur í fjórar nætur. Við hittum þau í seinustu viku í Flórens og vorum með þeim hálfan dag þar, þau fóru svo til Rimini í nokkra daga á meðan við vorum áfram í Flórens og fórum svo til Siena og fleiri bæja þar í grenndinni. Þau komu svo til okkar seinasta sunnudag og fóru á fimmtudaginn heim. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt. Fórum í skemmtilegan dýragarð hérna rétt hjá þar sem maður keyrir í gegn, ljón, gíraffar og flóðhestar og fl. á veginum. Skemmtilegasti dagurinn var samt klárlega þegar við leigðum okkur sæmilega stóran spíttbát og sigldum og sóluðum okkur í nokkra tíma hérna á vatninu í glampandi sól og dúnalogni. Við fíluðum okkur alveg eins og stjörnur.. :) Það voru meira segja e-ir papparazzar sem tóku myndir af okkur, héldu væntanlega að þarna væru á ferð frægar stórstjörnur Enda eðalpíur og -gæjar um borð. Kem með myndir síðar. Við fórum svo um kvöldið á geðveikan veitingastað hérna utan alfaraleiðar við vatnið sem við mamma fundum um daginn. Magnaður matur, frábært útsýni, góður félagsskapur og gott vín..... bara verður ekki betra.
Ég verð annars að segja frá ógeðslegu atviki sem ég lenti í áðan. Var í matvörubúð hérna í stóru mall-i. Var bara í rólegheitum að versla inn. Þar var fullorðinn maður um sjötugt sem virtist einnig vera að versla inn. Fyrst um sinn tók ég eiginlega ekki eftir því en ég var búin að rekast utan í hann nokkrum sinnum. Fannst skrítið að hann var alltaf í sama gangi og ég enda stór búð... Svo tók ég eftir því að hann stóð alltaf frekar mikið nálægt mér, og alltaf vildi e-n veginn til að hann rakst utan í mig. Þangað til ég fattaði að hann var ekki að rekast óvart utan í mig heldur var hann að elta mig um alla búðina og strjúka sér upp við mig, ekki að rekast óvart í mig. Hann staðsetti sig alltaf þannig að þegar ég myndi snúa mér við yrði ég að rekast á hann. eða þá að hann labbaði ofurhægt fram hjá mér og snerti mig. Svo fattaði ég líka þegar ég fór að fylgjast með honum að hann var ekki að kaupa neitt í búðinni..... bara að elta mig út um allt. Ef ég tók t.d. miða í kjötborðið að þá tók hann líka miða í kjötborðið en hann bara keypti ekkert... Var ekki einu sinni með kerru. Ojjj hvað það fór ógeðslega um mig, hvað gengur svona mönnum til eiginlega???
Ætlaði að segja ykkur líka frá skemmtilegum atvikum í ræktinni hérna en ég verð að bíða með það þangað til seinna, verð að klára að taka mig til fyrir morgundaginn, við ætlum að leggja af stað kl.6 til að sleppa við að keyra í hádegissólinni og hitanum. Þangað til næst,
Ciao amici...
p.s. Til hamingju MR-píur með próflokin :)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2008 | 18:34
Kveðja frá Ítalíu
Bara svona rétt að láta vita af mér. Er sem sagt komin til Ítalíu. Búið að vera súper veður og mjög fínt seinustu daga. Alveg temmilegt bara, ekki orðið það heitt að maður geti ekki farið út að skokka en samt nógu heitt til að gera verið í sólbaði. (tæplega 30°C). Ég er orðin alveg viss núna að e-n tímann hefur e-r langalangalangaamma mín verið með svörtum manni og átt með honum barn og að ég sé komin af því barni. Ég er nefnilega fáránlega fljót að taka lit. Ég er búin að fara tvisvar í sólbað, kannski 4-5 tíma samtals og er strax orðinn eins og neg... Kom hérna út hvítari en allt hvítt en er ferskari en allt ferskt núna :) Er annars rólegri í versluninni en ég átti von á, enda evran næstum að verða jafn dýr og bensínslítrinn.
Bið bara að heilsa úr sólinni gangi ykkur vel í próflestrinum stelpur..... muhahahahaha.......
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2008 | 23:19
....
Hafiði einhvern tímann upplifað þá tilfinningu að vera eiginlega bara ástfangin af lífinu?
Þegar mér líður þannig get ég ekki verið fúl út í neinn, finnst eins og ég svífi á skýi, þykir svo vænt um alla og finnst bara einhvern veginn eins og lífið leiki við mig á allan hátt. Það verður allt bara svo yndislegt. Stundum grípur mig þessi tilfinning þegar ég á síst von á því. En það gerist gjarnan þegar ég vakna af sjálfsdáðum við glampandi sól úti, úthvíld, þegar ég veit að ég á von á einhverjum skemmtilegum hlutum framundan. Stundum fæ ég þessa tilfinningu bara við að sjá fallegan himinn, þegar einhver gerir eitthvað fallegt fyrir mig, eftir góða og uppörvandi æfingu, þegar ég fæ fallegt hrós eða þegar ég fæ knús frá þeim sem mér þykir vænt um. Það er engin regla sem liggur þar að baki en alltaf jafn yndislegt þegar mér líður svona. Vildi að allir dagar gætu verið svona góðir.
Ég átti þannig dag í dag.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2008 | 22:56
Sumarið er á næsta leyti...
Ég vil bara minna lýðinn á að það eru einungis 3 vikur þangað til ég verð komin í ylinn og sólina á Ítalíu. Þar mun ég dvelja í rúman mánuð ásamt spúsa mínum í góðu yfirlæti móður minnar sem býr við Garda vatn. Eitthvað er á dagskránni að kíkja líka á frönsku ríveríuna og ferðast um gervalla Ítalíu. Er hægt að starta sumrinu betur?? Getur bara ekki verið... Mér hefur borist það eitthvað til eyrna að við fáum hugsanlega góða gesti í heimsókn Þessi ferð er algjörlega að fara að halda í mér lífinu í gegnum verkefnaflóðið sem við erum í núna og prófin sem eru á næsta leyti. Núna er bara eins gott að evran fari að lækka svo ég geti keypt mér e-ð af viti þarna úti....
Ef þið hafið ekki komið að Garda vatninu þá gefur þessi mynd ágætis hugmynd um hvernig útsýnið er af svölunum hjá mömmu.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.3.2008 | 09:23
Pica
Rakst á ansi skemmtilegan sjúkdóm - ef einhvern tíma er hægt að kalla sjúkdóm skemmtilegan. Jah.. þessi er allavegna þess eðlis að það er hægt að hlægja að honum
Pica
Pica is an eating disorder characterized by the eating of things that are not food. Children between 18 months and two years of age often eat dirt or other things, but this is typically a normal part of their development. If this behaviour reoccurs later in life, however, it is regarded as an eating disorder. People with pica crave things like dirt, clay, chalk, paint chips, laundry powders, cigarette ashes, rust or plastic.
Pica occurs most commonly in people who:
- Are pregnant.
- Have poor eating habits.
- Have developmental disabilities.
- Have psychiatric difficulties.
Pica can be harmless unless the substances consumed are toxic or contaminated. In these cases individuals can get very sick or die.
Já þar hafiði það.... ef ykkur langar e-n tímann bara einfaldlega að smakka málningu eða sígarettur eða uppþvottalög eða álíka þá getiði sagt að þið þjáist bara af píka.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2008 | 01:03
Töluð orð verða ei aftur tekin - málsháttur vikunnar!
Við hjónakornin ákváðum í gær að þar sem við vorum að fara að skella okkur á galeiðuna um kvöldið væri tilvalið að hressa upp á húðlitinn á einni af betri ljósabekkjastofum landsins. Við ákváðum að láta nýlegar fréttir um skaðleg áhrif ljósabekkja sem vind um eyru þjóta. Tilgangurinn átti að helga meðalið. Afraksturinn átti að vera hnetu-lituð húð eins og eftir dagslegu á sólarströnd. Rauninn varð hinsvegar að við urðum eins og nýveiddur karfi beint úr sjónum. (Ég verð þó að taka það fram að þetta var ekki neinn túrbótími!! ) Ég sem venjulega brenn ekki auðveldlega í sól er svo brennd á öllum líkamanum að líklega er um 2.stigs bruna að ræða, a.m.k. á fótum,baki, maga og rassi. Ég get ekki verið með úr eða aðra hluti sem renna á húðinni þar sem það er svo aumt, ég læt mig þó hafa það að vera í nærbuxum þó að það sé gjörsamlega að fara með mig. Í gær leið mér eins og sokkabuxurnar sem ég var í væru að brenna fastar við húðina á mér. Gunni er ekkert skárri, hann er vel brenndur á bringu, maga og baki. Lætur þó betur af sér heldur en ég.
Ég velti því fyrir mér hvað ég eltist mikið í árum við að fara í þennan eina ljósatíma? Hvaða áhrif þetta hefur á húðina til langs tíma.. sérstaklega ef maður brennur svona illa? Ég vil helst ekki hugsa það mál til enda. Enda mikið í mun um að halda fersku og unglegu yfirbragði mínu sem lengst.
Svona átti þetta að koma út upphaflega:
En útkoman varð eitthvað nær þessu:
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2008 | 23:12
Framtíðin er best látin óráðin
Ég er nýbúin í verknámi nr.2 en það þýðir að það eru bara rúmar tvær vikur í páskafrí sem þýðir líka að það eru bara sjö vikur í upplestrarfrí og vorpróf en það þýðir líka að það eru bara tveir mánuðir þangað til ég fer til mömmu til Ítalíu og þá líka bara þrír mánuðir þangað til ég kem heim aftur og byrja að vinna í sumar og svo bara sex mánuðir þangað til skólinn byrjar aftur en það þýðir líka að það er bara rúmt ár þangað til ég útskrifast úr Háskólanum.......
En allt eftir það er óskrifað blað!
Langaði bara að deila þessu með ykkur.
En að öðru máli. Fyrir um tveimur árum fór ég hiklaust í verstu utanlandsferð sem hægt er að fara í í heiminum. Ég segi í heiminum af því samferðamenn mínir í þessari ferð taka án alls efa alfarið undir þessa yfirlýsingu. Það var allt svo hræðilegt í þessari ferð að hún setur nýjan standard á þær ferðir sem ég fer í hér eftir erlendis. Menn og mýs grétu bókstaflega út af aðstæðunum þarna. Ég er öllu vön þegar að ferðum erlendis kemur við, hef ferðast víða við misskemmtilegar aðstæður og til misskemmtilegra staða en botninum var ekki náð fyrr en þarna. Í þessari ferð, þar sem ferðinni var heitið til Costa Brava á Spáni, var hópur af ungmennum í æfingabúðum í frjálsum íþróttum. Af fyrri reynslu eru slíkar ferðir oftast hrein skemmtun. En einhvern veginn þá fór bara allt úrskeiðis þarna, tveim vikum áður en ég fór út kom í ljós að ég var með brjókslos í bakinu, ég veiktist heiftarlega á öðrum degi og var það út alla ferðina, við gistum í einhverjum helv.... plastkofa lengst út í rassgati með engri kyndingu og engri afþreyingu, það var sveppalykt af rakanum þarna, völlurinn var ömurlegur og aðstaðan öll, veðrið var hræðilegt og ég get haldið endalaust áfram. Trúið mér að ég er ekki að ýkja þennan ömurleika þarna, orð geta ekki lýst annarri eins eymd. Það er ekki fyrr en núna nýlega sem ég og Sísí vinkona, sem var með í för, getum talað um þessa ferð í léttum tón og hlegið að henni.
Í tilraun til þess að reyna að gera það besta úr aðstæðum ákváðum við vinkonurnar að hafa það að mottói ferðarinnar að brosa á öllum myndun eins og þetta væru bestu dagar lífs okkar þarna úti. Reyna að sjá kómedíuna í tragedíunni....
afraksturinn er þessi:.........
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2008 | 14:59
Hvernig er best að hugsa röklega?
Franski heimspekingurinn René Descartes taldi að með því að beita skynseminni eftir ákveðnum reglum væri hægt að forðast skynsemisbresti eða hugsanavillur. Þessum reglum lýsir hann í ritinu Orðræðu um aðferð. Descartes skilgreindi skynsemina sem hæfileikann til að vega og meta og greina rétt frá röngu og taldi að þennan hæfileika væri að finna í jafn miklum mæli hjá öllum mönnum. Aftur á móti beita menn skynseminni með misgóðum árangri. Gáfur manna eru líka mismiklar, það er að segja hugsun þeirra er mishröð, minni þeirra misgott og ímyndunaraflið misskýrt og ríkt. Og þeir komast að afar ólíkum niðurstöðum. Þess vegna er mikilvægt að geta prófað skoðanir sínar með einhverjum hætti.
Franski heimspekingurinn René Descartes taldi að með því að beita skynseminni eftir ákveðnum reglum væri hægt að forðast hugsanavillur.
Aðferð Descartes er í fjórum liðum:
- Að hafa ekkert fyrir satt nema það liggi í augum uppi og kveða ekki á um neitt nema það sem stendur manni svo skýrt og greinilega fyrir hugskotssjónum að maður geti ómögulega borið brigður á það.
- Að sundurgreina sérhvern vanda í eins marga smáþætti og unnt er til að ráða betur við hann.
- Að hugsa í réttri röð, það er fikra sig frá hinum einfaldasta þætti vandans til hins flóknasta. Og gera einnig ráð fyrir slíkri röð þar sem hún er engin samkvæmt eðli hlutanna.
- Fella hvergi neitt undan og yfirfara alla þætti rækilega til að geta verið viss um að sjást ekki yfir neitt.
Fyrsta reglan er innsæisregla og segir til um hvenær þörf er á hinum. Því það sem stendur manni svo skýrt og greinilega fyrir hugskotssjónum að með engu móti sé hægt að bera brigður á það er ekki vandamál sem þarf að sundurgreina og vinna úr, taka svo saman og yfirfara. Önnur reglan kveður á um sundurgreiningu og er nauðsynleg fyrir þriðju regluna. Þriðja reglan fjallar um samantekt en ef ekki er hugsað í réttri röð er meiri hætta á yfirsjón. Það er einnig hætt við því að byrji maður á erfiðustu og flóknustu þáttum vandans ráði maður ekki við þá. En hafi maður fyrst tekið fyrir einfaldari þættina þá er líklegt að flóknari þættirnir verði auðveldari viðfangs. Fjórða reglan kveður svo á um yfirferð til að tryggja að manni hafi ekki sést yfir neitt.
Markmið aðferðarinnar er það að gera mönnum tamt að hugsa skýrt svo þeir geti dregið ályktanir eðlilega, svo þeim miði eitthvað áfram í leit sinni að sannleika hvort heldur í vísindum eða í hversdagslífinu og svo þeir geti forðast óþarfa hugsanavillur og verið öruggari með niðurstöður sínar.
9.2.2008 | 01:28
Engin fyrirsögn
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006