6.10.2006 | 16:07
Suður um höfin að "sólgylltri strönd" sigldi ég fleyi mínu til að kanna ókunn lönd.
Ég er að fara til Köben í fyrramálið... held ég hafi sjaldan verið jafn óspennt fyrir því að fara til útlanda. Ferðin var líka bókuð með tveggja mánaða fyrirvara sem er alveg í það lengsta fyrir minn smekk og að mínu mati minnkar það spennuna til muna yfir því að vera fara til útlanda. Ég held að minnsti fyrirvarinn hafi verið rétt um hálfur sólahringur þegar við Gunni fórum til Portúgal í fyrra. Mig minnir meira að segja að skráningin okkar hafi ekki verið komin í tölvurnar þegar við fórum út á flugvöll og það var allstaðar vesen að fá það sem við pöntuðum... fengum reyndar svítuna á hótelinu í miskabætur sem var ekki slæmur díll. Það er annars nóg að gera í skólanum núna, hellingur af verkefnum og almennur hressleiki. Framkvæmdir í Vesturbænum eru líka í hámarki núna sem lýsa sér best í því að klósettið okkar er núna fata úti á svölum ...... Það er nú alltaf skemmtilegt sérstaklega með tilliti til þess að það eru svona 30m í næstu blokk . Erum líka búin að fara ansi mikið skemmtilega fram úr budget-inu sem við settum okkur í þetta mission.. Sá það best þegar spegillinn sem ég ætlaði að fá mér kostar svona ca.65 þús.... Það er líka svo fyndið hvað maður er alltaf bjartsýnn á að geta klárað hlutina á skömmum tíma. Við héldum að við yrðum svona eina helgi að klára þetta.... let´s say svona frekar 1 mánuð....
Var að kíkja á veðurspána fyrir Köben það er víst sól og 16° hiti þar næstu daga.... það er nú þó allavegna ágætt. Stefnan er að versla nokkuð grimmt... veit ekki hvenær ég fæ næst tækifæri til að versla e-ð að ráði. Sísí vinkona segir líka að það sé betra að versla í Malmö þannig að við ætlum að kíkja í dagsferð þangað.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2006 | 12:23
Sparnaðarleið fátæka námsmannsins!!!
Hell ya... kominn tími á nýtt blogg. Sé samt ekki neinn rosalegan tilgang í því að vera blogga lengur.. þar sem ég er komin heim frá Stykkishólmi og ennfremur þar sem ég held að með því að vera með blogg þá finnist vinum mínum þeir geta fylgst með lífi mínu án þess að hitta eða hringja í mig og það veldur því að maður fjarlægist vini sína smátt og smátt.... þar sem að þeim finnist eins og þeir séu inni í öllu en hafa í raun og veru kannski ekki heyrt í þér í meira en mánuð... og smátt og smátt verður vináttan brota brot af forvera sínum þar sem einu samskipti milli þíns og vinar þíns er í gegnum comment hluta bloggsins. Ég segi NEI við þessari þróun og bið alla vini nær og fjær að taka heldur upp tólið eða kíkja í heimsókn.
Ég er annars flutt aftur í vesturbæinn þrátt fyrir yfirlýsingar um að þar myndi ég síst af öllu búa aftur. En svona fer heimurinn í hringi. Maður lendir alltaf aftur á byrjunarpunkti. Mömmu fannst e-ð tómlegt hjá mér og fór og keypti þessi forlátu amerísku húsgögn hjá sölu varnarliðseigna, þau höfðu víst verið í íbúð officera.... það vildi ekki betur til en svo að þegar úr greiðabílnum komin voru þau öll rispuð og brotin... skil ekki meðferðina hjá manninum... hann var greinilega ekki tryggður fyrir svona vandkvæðum því hann henti húsgögnunum út og stakk af.... þannig að fínu húsgögnin sem mamma keypti dýrum dómum fyrir dóttur sína voru bara halfónýt. Leiðinlegt þegar svona gerist.
Anað merkilegt var að það var keyrt á mig á föstudaginn síðasta... ég í sakleysi mínu stoppaði á rauðu ljósi á Hringbrautinni, kom ekki ung stúlka sem enn hafði meyjarylinn í sér og keyrði aftan á mig svo stórsá á bílnum. Ég sá mér auðvitað leik á borði og heimtaði staðgreiðslu á skemmdinni sem metin var á tæpar 70 þús. krónur. Ekki var það nú verra.. þar sem bíllinn kostaði nú ekki nema fáeinar 130 þús. krónur. Ein önnur svona ákeyrsla og ég er bara búin að borga bíllinn. Það mætti benda fátækum stúdentum á leika þetta eftir til að fá aur í vasann. Þetta gefur ágætlega í aðra hönd ef þú átt bíl sem liggur vel undir höggi....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2006 | 14:27
Held að maður vaxi aldrei upp úr kúkabröndurum :)
Draugadrjóli: Þú finnur hann koma út en það er enginn kúkur í klóinu þegar þú kíkir.
Hreinn skítur: Sá sem þú skítur og sérð í skálinni en það er ekkert á skeinipappírnum.
Eltikúkur: Þegar þú ert búin að kúka og búin að girða hálfa leið upp um þig og fattar að þú þarft að kúka meira.
Sprengja-æð-í-enninu hnulli: Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.
Dauðadrumbur: Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann í sundur með blýanti.
Loftpressukúkur: Kemur með svo miklum látum að allir í kallfæri flissa.
Þynnkuskita: Kemur eftir fyllerí. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í skálinni.
Maískúkur: Skýrir sig sjálfur.
Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur: Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar.
Mænustunguskítur: Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert viss um að hann er á leiðinni út þversum.
Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari): Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.
Fljótandi drulla: Gulbrúnn vökvi frussast út um alla skál og rassgatið á þér með.
Háklassakúkur: Kúkur sem lyktar ekki.
Óvæntur kúkur: Þú ert ekki einu sinni á klóinu því þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en... úps, sparð.
Slórskítur: Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búin að kúka fyrr en þú hristir þig vel.
Atómsprengja: Þig svíður undan þessum á leiðinni út og svíður enn í marga klukkutíma á eftir.
Skopparakúkur: Hörð spörð sem fara eins og skopparaboltar um alla skálina (kostur þarf lítið að skeina)
Mikilmennskukúkur: þú rembist og rembist og svo kemur eitt pínulítið lambasparð.
Íþróttaálfurinn: kemur ca. klukkutíma eftir leikfimina.
Klippikúkur: sem er svo langur að þú þarft að kúka - klippa - kúka - klippa...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.8.2006 | 14:12
EKKI FYRIR VIÐKVÆMA..
Vá.. ég á ekki til orð.... hver færst til að gera aðra eins vitleysu....
tékkið á þessu xxx... s.s. typpakeppni hjá Howard Stern!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2006 | 16:32
Rapp skóla rapp...
Jæja þá er allt komið á fullt. Skólinn byrjaður aftur eftir ársleyfi.. það verður skrítið að eiga ekki almennilegan pening síðveturs. Hugsa að ég vinni mér þó inn eitthvern aur með aukavinnu. Annars eru þetta allt hinir ágætustu kennarar hjá mér. Skrítið samt hvað fólk er oft með hinu ólíkustu kæki. Einn kennarinn hjá mér núna er með svona kæk þannig að hann er alltaf eins og hann sé að klóra sér í gómnum reglulega með tungunni.. frekar skrítið! Man svo eftir stærðfræðikennara í MR sem gaf alltaf frá sér svona fnuss hljóð... sérlega óþægilegt þegar maður var í prófi. Annar kennarinn hafði svona kæk að horfa alltaf í hornið fjær vinstra meginn á kennslustofunni. Man eftir því að mér var sagt að strákar úr skólanum stríddu honum svo með því að setja mynd af e-i klámstjörnu í hornið svo hann kafroðnaði greyið. Það gengu líka sögusagnir um það að greyið maðurinn byggi ennþá hjá móður sinni kominn vel á fimmtugsaldur.
Annars líst mér held ég bara ágætlega á bekkinn minn nýja í sjúkraþjálfuninni. Maður er alltaf svo heimakær að ég gat varla hugsað mér að fara í nýjan bekk en þetta hefur allt reynst hið ágætasta fólk. Héldum kaffiboð fyrir fyrsta árið í dag og ber ekki á öðru en að krakkarnir séru dobbulítið feimnir. Við ætluðum að spjalla aðeins við þau en þau bara fengu sér köku og hlupu svo aftur í stofuna sína. Mikið er ég nú líka glöð að hann Jenni vinur minn hafi ákveðið að massa þetta og taka inntökuprófið aftur. Glansa svona á því og kominn bara á annað árið.
Við Gunni erum annars í remodelling á íbúðinni í vesturbænum núna. Neyðumst til að mála allt pleisið en það virðist ætla að vera e-ð erfiðara en við héldum. Komumst að því að veggirnir eru allir bara að molna í sundur og bara fúkkalykt og hroðbjóður. Annars er ítalskur maður í litla herberginu. Hann hefur þann leiðinlega vana að þurfa að blokkera alla glugga.... fyrsta daginn setti hann dagblöð fyrir gluggana... núna er hann farinn að setja handklæði.... veit ekki alveg hvað ég á að gera við hann! Held að hann sé á barmi þess að vera þroskaheftur.... Ákvað svo í gær að ég yrði bara að hjálpa honum að finna sér herbergi svo ég losni við hann... sagði við hann í gær að ég myndi kíkja á þetta fyrir hann eftir vinnu.. klukkan er ennþá bara þrjú en hann er nú þegar búinn að hringja nokkrum sinnum
Er búinn að vera að reyna að gera upp við mig hvort ég eigi að reyna að vera æfa frjálsar í vetur... er á báðum áttum. Veit ekki hvað ég má alveg og hvort það sé raunsætt. Ætla að ræða það við sjúkraþjálfarann minn í næstu viku. Held að á meðan mér finnst vont að sitja í skólanum þá sé það hæpið...
Fór í frábært partý hjá Árna og Kolbrúnu um seinustu helgi. Þau voru að halda uppá 25 (uhuhm...) og 30 ára afmæli sín, systkinin í Vesturberginu. Gaf þeim seríu eitt og tvö af Little Britain... Sé mikið eftir því að hafa ekki náð að sjá fyrstu seríu... dýrka þessa þætti. Endaði svo í bænum með Björgu vinkonu. Fór svo heim þar sem minn heittelskaði kom í óvænta heimsókn til mín.... laug að mér að hann væri í Ólafsvík þegar hann var í rauninni í Borgarnesi. Hann er svo frábær
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2006 | 09:24
Frábærir vitleysingar
Smá stuldur í gangi hérna. Sá þetta á síðu hjá öðrum bloggara... stórskemmtileg lesning!
- "Drop your pants here for best results."
-skilti við fatahreinsun í Tokyo - "We take your bags and send them in all directions."
-skilti á flugvelli einhvers staðar í Skandinavíu - "Ladies may have a fit upstairs."
-frá fatahreinsun í Bangkok - "Please leave your values at the front desk."
-leiðbeiningar á hóteli í París. - "Here speeching American."
-í verslun í Marokkó. - "No smoothen the lion."
-úr dýragarði í Tékklandi. - "The lift is being fixed. During that time we regret that you will be unbearable."
-á hóteli í Búkarest - "Teeth extracted by latest methodists."
-á tannlæknastofu í Hong Kong. - "STOP! Drive Sideways."
-vegaskilti við afrein í Japan. - "Ladies, leave your clothes here and spend the afternoon having a good time."
-stuð á þvottahúsi í Róm. - "If you consider our help impolite, you should see the manager."
-á hóteli í Aþenu. - "Our wines leave you nothing to hope for."
-á vínseðli svissnesks veitingastaðar - "It is forbidden to enter a woman even a foreigner if dressed as a man."
-í bænahúsi í Bangkok - "Fur coats made for ladies from their own skin."
-í búðarglugga feldskera í Svíþjóð - "Specialist in women and other diseases."
-á læknastofu í Róm - "When passenger of foot heave in sight, tootle the horn. Trumpet him melodiously at first, but if he still obstacles your passage then tootle him with vigor."
-bæklingur bílaleigu í Tokyo
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2006 | 13:48
Hafinn er fjásöfnun til styrktar fórnarlömbum ...... alls!
Vá hvað ég er orðin þreytt á því að vinna. Ljósið sem ég sá fyrir enda ganganna var utanlandsferðin sem við Kolbrún ætluðum í. Hún var að halda mér mótiveraðri, tilhugsunin um kokteila á ströndinni, heitan vind, hvíld og partý á víxl. En núna lítur allt út fyrir að ég geti ekki farið... ég verð víst að reyna að spara... peningarnir safna sér ekki sjálfir á reikningnum mínum. Helv... bíldruslan mín var líka að bila... kostaði 25.þús að gera við... mér sveið í veskið við það. Fór þá að hugsa um að selja hann. Hver þarf bíl þegar hann hefur tvo fætur?? Varð svo raunsæ og áttaði mig á að ofvirkni unglingsára minn væri vaxinn af mér eins illa gerðar strípur. Fór svo í fyrsta bíltúrinn eftir viðgerð áðan og áttaði mig á því að hann er enn bilaður!!! Hann startar e-ð illa kallinn. Þarf kannski að fá mér nýjan startara.... Held að bifvélavirkjar séu mestu peningaplokkarar í heimi. Þeir geta verðlagt þessar viðgerðir eins og þeim sýnist. Finnst ég alltaf borga of mikið fyrir bílaviðgerðir... það er kannski af því að ég er stelpa?? Held líka að þegar á heildina er litið þá er ódýrara að eiga nýlegan bíl heldur en gamlan. Ég er alltaf að gera við drusluna... held ég sé búin að borga meira í viðgerðir heldur en ég borgaði fyrir hann á sínum tíma!
Allir peningar sem fara í annað en utanlandsferðir, mat eða föt finnst mér blóðpeningar... vildi að ég gæti notað peningana mína BARA í þá hluti. Held líka að ástæðan fyrir því að ég vil ekki eignast börn fyrr en eftir svona 5 ár sér sú að ég vil ekki þurfa ð eyða peningunum mínum í e-ð annað en sjálfa mig. Er á of eigingjörnu stigi í lífi mínu núna til þess.
Mig dreymir um ferðalög um strendur Taílands, um klæðskerasniðin föt á smotterí í Sjanghæ. Mig dreymir um að læra að dansa í Brasilíu, skoða villt dýr í Afríku, vinna sem leiðsögumaður í Karabíska hafinu, setjast að á Ítalíu í ellinni, skoða flóamarkaði í Indlandi, píramídana í Egyptalandi og svo margt margt margt margt fleira...... Ég hef ekkert bara gaman af því að ferðast......ég elska það!!!!
Þess vegna eru frjáls framlög vel þegin í styktarsjóð fyrir mig til að ég geti komist til Spánar... RN: 0111-26-501907 KT: 190784-2669
En svona á öðrum nótum þá komu stelpurnar og heimsóttu mig hérna á Stykkishólm á sunnudaginn, ekki seinna vænna ,") Skelltum okkur beint í göngutúr og ætluðum á ónefnt fjall hérna í grenndinni. Bóndinn þar á bæ var ekkert sérlega hress með að við værum að fara og lét eins og við værum að fara að vanhelga landið hans og hann hélt að hundurinn myndi drepa rollurnar sínar..... Hann var ekkert á því að hleypa okkur í fjallið þó að það væri auglýst sem gönguleið í handbók um gönguleiðir á Íslandi... en nóg með það. Það var ekki fyrr en ég sagði honum að ég væri að vinna hjá Sæferðum að hann hleypti okkur með semingi. Þar sem vinnufélagar mínir voru nú með í ráðum um hvert við ættum að fara ákvað ég að segja þeim frá hrakförum okkar vinkvennana kvöldið áður. Verður þá ein þeirra alveg rauð í framan lítur á mig og segir:
Þú veist að þú ert að tala um pabba minn??????
Þetta kenndi mér það endanlega að ég ætla aldrei að segja neitt illt um nokkra manneskju, og þá sértaklega ekki hérna í sveitinni.... ég virðist samt alltaf vera að lenda í svona rugli!!!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.8.2006 | 14:31
Af gáfuðum hundum og ferðalögum
OH, ég átti alveg frábæra viku. Við Gunni vorum saman í fríi frá þriðjudegi svo við ákváðum að gera e-ð skemmtilegt. Stoppuðum í Reykjavík eina nótt. Vorum stórhuga og ætluðum að kaupa nýtt klósett og flísar fyrir baðherbergið á kapló. Það varð víst að bíða betri tíma. Greyið systir hans Gunnar var lögð aftur inná spítala með þessa rosalegu sýkingu í brjóstinu þannig að Egill litli fær víst ekki meiri brjóstamjólk og við vorum e-ð eftir kvöldi að stússast fyrir þau. Skellti mér í saumaklúbb hjá Lilju um kvöldið. Skemmtilegt hvað maður heyrir alltaf svona kaflabundið frá henni :) Fórum svo á kapló að þrífa langt fram eftir kvöldi. Vöknuðum svo eldsnemma og ætluðum að bruna af stað á Seyðisfjörð... nema að þegar við ætlum að fara að leggja í hann heyrum við e-r svona ískur í hjólabúnaðinum... með tilheyrandi væli og bilun í tölvubúnaðinum í bílnum... en þeir gátu ekkert gert fyrir okkur þannig að við ákváðum að leggja bara af stað og krossuðum fingurna að allt yrði í lagi. Vorum svo kominn seint um kvöldið til mömmu hans Gunnar á Seyðis. Gistum þar eina nótt. Vorum svo á Egilsstöðum daginn eftir í rosa fínu veðri í sundi og bústað hjá vinafólki Gunna. Fórum svo um kvöldið á Laugar á Unglingalandsmót og tjölduðum þar til tveggja nátta. Það var auðvitað bara alveg æði... 25 stiga hiti og sól og logn. Hjálpuðum krökkunum okkar í frjálsum á mótinu fyrsta daginn. Kíktum aðeins á Akureyri á föstudaginn... var ekki að sjá þessi 18.000 manns sem áttu að vera þar... fannst frekar að bærinn væri hálftómur... keyrðum svo til Stykkishólms á laugardaginn og komum um fjögur leytið.
Ég ætlaði að fara svo á Ísafjörð til MR stelpnanna en var svo alveg úrvinda að ég var ekki alveg að geta keyrt í 3-4 tíma. Enda báðir bílarnir okkar Gunna e-ð pínu laskaðir og mér tókst að eyðileggja símann minn þannig að hefði e-ð gerst á leiðinni hefði ég verið sambandslaus.... heyrði samt á þeim að þær hafi bara verið í rólegheitunum. En þetta var alveg æði skemmtileg vika. Án efa skemmtilegasta vika sumarsins.
Sem endaði þó ekki jafn skemmtilega... litli strákurinn minn varð e-ð veikur á ferðalaginu og þegar ég vaknaði í gær... mætti mér heldur óskemmtileg lykt.... þá var labbakútur búinn að æla og skíta um alla íbúð... heldur óskemmtilegt að þrífa þetta upp.. fékk netta klígju... skildi svo ekkert í því að ég fann ennþá lyktina eftir að ég var búin að klára heilan ajax brúsa á blettina... fór svo inn á bað... þá var strákurinn svo vinsamlegur að sprengja stærstu sprengjuna í sturtunni.... hver segir svo að hundar séu ekki klárir. Hann skammaðist sín svo mikið eftir þetta að hann faldi sig á bak við eldhúsborðið allan tímann á meðan ég þreif þetta. :)
ég gat e-n veginn verið reið við hann eftir það
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.7.2006 | 14:12
Allsber maður með einn hanska að hlaupa á strönd.... hver man???
Ég verð bara að þakka Kötu og Magga fyrir að koma í heimsókn um helgina. Alveg frábært að fá þau. Við fórum í ótrúlega vel heppnaða hvalaskoðun í Ólafsvík. Sáum ekkert smá mikið af hval, fullt af búrhval, hrefnum, háhyrningum og höfrungum. Mæli með því að allir fari í svona ferð. Ég var ekki með miklar væntingar til ferðarinnar en það er svo gaman þegar manni er komið svona á óvart. Ég alveg hoppaði af spenningi þegar ég sá háhyrningana hoppa í kringum okkur. Svona eins og maður gerir þegar maður er fimm ára. Varð alveg brjáluð og ætlaði að taka myndir á fínu myndavélina sem ég fékk í semi-afmælisgjöf. En í öllum æsingnum náði ég bara einni af svona 200 af actually hvölunum sjálfum, hinar voru flestallar af bakpökum samferðamanna minna eða þá bara sjónum.
Við grilluðum okkur svo pylsur og grænmeti. Ég hefði alveg viljað geta gert miklu meira með þeim en ég varð að vinna frá 2-10 um kvöldið. Greyið Gunni var fastur í e-u rosa máli alla helgina og gat lítið sem ekkert verið með okkur. Held að hann hafi samtals um helgina sofið í tvo tíma alla. Svona er þetta alltaf.... aldrei tími til að gera neitt! Skrítið að eiga bara eitt vikufrí eftir í allt sumar og svo er bara skólinn.... Það verður samt frábært að hætta að vinna.
Fór í siglingu í gæt í vinnunni. Hitti Guðbjart gamla efnafræði kennarann minn úr MR. Spjallaði heilmikið við hann. Man alltaf eftir samlíkingunum hans í efnafræði um jóneindir og allsbera manninn með einn hanska... klasssík... Er samt alltaf jafn hissa þegar gamlir kennarar þekkja mann..... en allavega... Alltaf í enda hverrar siglingar er veiddur ferskur skelfiskur og borðaður um borð. Ég er náttúrulega búin að fara í svo margar ferðir að ég þykist nú kunna handtökin á þesu og ætlaði að sporta fyrir e-m kínverja hvernig ætti að opna ígulker til að ná hrognunum úr... það heppnaðist ekki betur en svo að ég er með milljón ígulkersnálar í þumalfingrinum á mér og það er ekki hægt að ná þeim úr... þær verða bara að vaxa úr og ojjj þetta er ógeðslegt! Það kemur gröftur í þetta með tímanum og þá er hægt að kreista nálarnar út með honum..... held að ég hætti mér ekki til að vinna nokkurn tímann í skelfiskvinnslu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.7.2006 | 19:25
Ég vissi að ég gæti veðsett ömmu mína uppá að það yrði gott veður í dag!
Það var ekki að spyrja að því.... auðvitað er besta veðrið á landinu á afmælisdaginn minn.... hitamet slegin um alla Evrópu og glampandi sólskin um allan heim! Ég tek þessu auðvitað persónulega og skil það sem svo að heimurinn sé að þakka mér fyrir að vera til. Enda er ég búin að vera í naflaskoðun uppá síðkastið og komist að því að enginn maður er eyland og hverjum þykir sinn fífill fegurstur og að brennt barn forðast eldinn og að hæst bylur í tómri tunnu og komist að því að ég er skemmtilegasta og besta manneskja í heimi.
Annars væri ég nú alveg til í að geta notið gjaflyndi heimsins í mínar hendur á þessu dýrðarinnar drottins degi eins og allir í heiminum eru greinilega sáttir um.... en eins og sannur víkingur þá er ég að vinna til 10 í kvöld. Fór reyndar og skellti mér í sund í hádeginu svona til hátíðarbrigða, það var ágætt. Ég býst svo fastlega við því að Gunni eldi nú e-ð skemmtilegt fyrir mig þegar ég kem heim í kvöld og aldrei að vita nema við skellum okkur að veiða eða í golf í kvöld eftir matinn því eins og NIetzche sagði einu sinni þá eru verðmæti heimsins falin í því fábrotna og allir ættu að prófa það að eyða tíma með sjálfum sér uppí sveit í dágóðan tíma til að kynnast sínum innri manni.
Annars má benda á það að hann faðir minn blessunin hefur ekki enn áttað sig á ástæðunni fyrir góða veðrinu og óskað henni dóttur sinni til hamingju með afmælið....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006