Færsluflokkur: Lífstíll
22.8.2007 | 23:10
Hugmyndasamkeppni
Í dag fékk ég mjög svo óvænta og mjög svo veglega peningjagjöf frá eldra fólki sem stendur mér nærri. Skilyrði fyrir peningjagjöfinni var sú að ég ætti að gera e-ð ¨gaga¨ við við peningana, e-ð sem væri fyrir mig sjálfa. Ég reyndi að leggja hausinn í bleyti í dag og hugsa hvað ég ætti að gera við þá en ekki komist að neinni skynsamlegri niðurstöðu. Ég legg því til lesandi góður að þú komir með uppástungur fyrir mig hvernig ég ætti að eyða þessari ótrúlega rausnarlegu gjöf á sem skemmtilegastan og eftirminnilegastan hátt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2007 | 21:28
Íslenskir radíóamatörar
Í vikunni skelltum við Gunni okkur í nokkurra daga ferðalag á Vestfirði. Þangað hef ég ekki farið síðan ég var sex ára þó ég eigi ættir mínar að rekja þaðan. Gunni var að fara í fyrsta skipti. Mjög fínt ferðalag fyrir utan veikindi sem settu strik í reikningin. Strax á fyrsta degi fékk ég e-a kvefdrullu sem er ekki enn farin úr mér. Heldur leiðinlegt og óhentugt þar sem ég stefndi á bætingar í Reykjavíkurmaraþoni á morgun. Leiðinlegt það. En fyrir vestan er margt flott og hýrlegt að sjá. Við gistum fyrstu nóttina á Reykhólum á ágætasta gistihúsi, næstu nótt á Kirkjubóli í Korpudal, Önundarfirði en þaðan á ég ættir mínar að rekja og þar rekur Páll bróðir hans afa gistiheimili. Við gistum þar í góðu yfirlæti Þar sem mamma og amma voru búnar að panta slatta af aðalbláberjum að vestan (því þar eru þau víst best..) skellti mín bara slatta af paratabs og öllu þessu í sig og skellti sér í berjamó. Þar höfum við Gunni sennilega týnt e-r 30kg af aðalbláberjum. Svona líka stórum og flottum að frystikistur eru orðnar fullar. Seinustu nóttina gistum við svo á Tálknafirði. Fínasta pláss. Fengum okkur þar pizzu síðla kvölds, hún átti að vera með pepperoni, gráðosti og e-u fleiru... Eitt er víst og það er að þetta var hvorki gráðostur né pepperoni á pizzunni þó e-ð annað hafi verið á henni. Eigandi staðarins sat við borðið með okkur, þannig að það var ekkert annað að gera en að svolgra þessu í sig og vona það besta um nóttina... Ætluðum svo að taka Baldur til Stykkishólms á fimmtudaginn en hann var víst bilaður!%&## Þannig að við neyddumst til að keyra alla leiðina í Stykkis. Það er óhætt að segja að þegar við vorum hálfnuð langaði okkur mest að hætta við og synda bara yfir Breiðafjörðinn. Heilhveitis ananas malarvegirnir endalaust þarna. Það stórsér líka á bílnum eftir þessa vegi þarna á sunnanverðum kjálkanum. Svo mikið að við þurfum hugsanlega að láta sprauta alla vinstri hliðina á bílnum En þrátt fyrir það ákaflega hugguleg og góð ferð.
Á leiðinni í bæinn á fimmtudaginn vorum við svo að hlusta á Rás 2 í bílnum. Þar var e-r menningartengdur þáttur á dagskrá. Ég legg við hlustir. Þar er viðtal við mann sem sjálfviljugur kallar sjálfan sig radíóamatör. Í fyrstu held ég að þarna sé í gangi létt glens hjá Tvíhöfða. Ég hefði trúað þeim einum til að finna upp orð eins og radíóamatör. Allavegna.. Ég hlusta og reyni að komast til botns í þessu. Þá kemur upp úr krafsinu að um er að ræða hóp einstaklinga sem er saman í félagi Radíóamatöra á Íslandi og telur fjöldinn um 50 stykki í þessu félagi. Að vera radíóamatör er sem sagt að vera maður (meirihluti karlmenn, ótrúlegt!!) sem hefur gaman af að búa til útvarpssendi og senda skilaboð til annarra radíóamatöra víðsvegar um heiminn. Menn geta svo átt radíóamatöra vini erlendis og hérlendis sem senda skilaboð sín á milli reglulega líkt og pennavinir. Þessir menn hittast reglulega og ræða sitt áhugamál og halda jafnvel alheimsþing og keppnir. Til þess að verða radíóamatör þarf maður víst að fara á námskeið hjá smgönguráðuneytinu til að geta stundað þetta. Við að heyra þetta viðtal sem b.t.w. ég var nokkuð lengi að átta mig á að var ekki djók... setti þetta nýjan standard hjá mér hvað varðar að skilgreina nörd. Svo þið haldið að ég sé ekki að djóka þá er hérna linkur á heimasíðu radíóamatöra á Íslandi : http://www.ira.is/islensk.html Þeir sem misstu af þessu stórskemmtilega viðtali á fimmtudaginn bendi ég á að fara á vef rásar 2 og hlusta, það er jafnvel e-r þarna úti sem hefur leynilegan áhuga á að verða radíóamatör... hver veit?
Skilgreining radíóamatöra á sjálfum sér, fengið á vef þeirra:
- Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það.
- Margir halda að amatörradíó gangi einungis út á að hafa samband við Jóa í Ástralíu eða Sigga á Hornafirði. Þó að það sé einn hluti áhugamálsins þá fer því fjærri að það sé það eina sem radíóamatörar gera.
- Frá upphafi og þó sérstaklega fyrr á árum þá smíðuðu radíóamatörar flest sinna tækja sjálfir og er þá átt við senda, móttakara, loftnet og önnur þau tæki sem til þurfti til að komast í loftið. Og þó að smíðar á stærri tækjum hafi minnkað á seinni árum þá eru menn ennþá að. Það er ákveðið sport að smíða sendi sem passar inn í eldspýtustokk með sendiafli u.þ.b. ½ watt og sjá síðan hvað hann dregur langt. Á slíkan sendi hefur verið haft samband frá Íslandi til Nýja Sjálands sem er u.þ.b. 17.000 km. vegalengd. Einnig er nokkuð um að menn kaupi sér íhlutasett og setji síða saman sjálfir. Þar má m.a. telja senda, móttakara, morselykla og fleira.
- Smíði eigin loftneta hefur alltaf verið stór hluti af áhugamálinu.
- Margir hafa áhuga fyrir því að hafa samband við sem flest lönd og því sjaldgæfari því betra. Veit t.d. einhver hvar Bouvet eyja, sem hefur forskeytið 3Y, er og hver ræður yfir henni?
- Sambönd af þessu tagi eru oft notuð til að sækja um ýmiskonar Diplómur eða Awörd sem gefin er út af radíóamatörum og félögum þeirra í þúsundatali vítt og breytt um heiminn.
- Félagslegihlutinn af þessu áhugamáli er oft vanmetinn. Félagslíf er oft blómlegt og skiptir aldursmunur þar oftast litlu máli. Sextán ára og sjötugur geta rætt um þetta áhugamál sitt af sama áhuga.
- Radíóamatörar hafa smíðað fjölda fjarskiptagervitungla, sem svífa um himingeiminn og eru notuð til samskipta milli þeirra. Gervitungl þessi, sem nefnd eru OSCAR (Obiting Satellite Carrying Amateur Radio) fá gjarnan að fljóta með, sem aukahlutur þegar verið er að skjóta einhverju öðru upp.
- Keppnir af ýmsu tagi eru stór hluti af áhugamálinu en þær byggjast venjulega á því að hafa sem flest sambönd við aðra amatöra á ákveðnu tíma bili.
- Ýmsir frægir menn og þjóðhöfðingjar eru og hafa verið radíóamatörar og sá þekktasti er líklega Hússein heitinn Jórdaníukonungur en hann var nokkuð virkur sem radíóamatör.
- Fjöldi radíóamatöra í heiminum skiptir milljónum en á Íslandi eru í dag um 150 til 200 manns með radíóamatörleyfi.
- Til að öðlast slíkt leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst og Fjarskiptastofnun.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.8.2007 | 14:55
Þessar eru nokkuð góðar...
Skemmtið ykkur rólega um helgina :)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2007 | 01:14
Cum te video felix sum
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.7.2007 | 01:48
TIl hamingju þið sem að...
.... þekkið mig. Gaman að segja frá því að ég átti afmæli á fmmtudaginn síðastliðin, þið sem munduð eftir því takk fyrir mig... þið hin ættuð að skammast ykkar! Bauð í afmæliskaffi þar sem mætingin var betri heldur en ég hafði nokkurn tíman þorað að vona. Íbúðin var alveg smekkfull, það voru vandræði að finna sæti og pláss fyrir allt fólkið. Fékk margar góðar gjafir, tyrkneskt nudd í Laugum, allskyns heimilisvörur, snyrtivörur, perlueyrnalokka og e-ð fleira. Frumlegasta gjöfin hlýtur þó að vera tréð sem hún vinkona mín Sísí gaf mér til að kolefnisjafna drusluna þar sem hún hefur greinilega áhyggjur af að hún mengi talsvert og orsaki þessa hækkun í hitastigi á landinu upp á síðkastið. Plantan fær að dafna úti á svölum hjá mér.
Fyrir margt löngu síðan var ákveðið að vinahópurinn ætlaði að ganga Laugaveginn núna um helgina. Makar og alles. E-ð breyttust þó plönin þegar líða fór að ferðalagi. Við ákváðum þá að fara í Skaftafell í staðinn og ganga þar talsvert. Á brottfarardag kom þá í ljós að við vorum orðin bara þrjú pörin sem ætluðum að fara. Þá voru góð ráð dýr. Eftir miklar vangaveltur var ákveðið að fara á föstudaginn á Stykkishólm og eyða þar helginni þar sem að við Gunni erum með þar á leigu þetta fína hús með potti og öllu. Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið sérlega góð helgi í góðra vina hópi, með tlheyrandi blöndu af afslappelsi og afþreyingu. Set kannski e-ar myndir inn síðar. Við keyrðum meðal annars allt nesið á Laugardeginum með göngustoppi í Hraunsfirðinum, skotfimiæfingum í Kolgrafarfirði og fjöruferð á Djúpalónssand áður en við brunuð á Stykkishólm í mat á Narfeyrarstofu, enduðum svo á að fara í pottinn heima og Tarotlestri fram eftir nóttu.
Gönguferðin í Hraunsfirðinum tók þó heldur lengri tíma heldur en áætlað var þar sem að hundurinn týndist í miðri göngunni. Við vorum orðin ansi hrædd um að hann hefði slasað sig eða þá að hann væri komin e-ð lengst upp á Vatnaleið, eða e-ð álíka. Við dreifðum okkur því og hófum að leita að honum. Klukkutíma eða svo og mikilli leit síðar fór hluti af hópnum þangað sem bílarnir voru geymdir og viti menn þar stóð minn maður, kyrr við bílinn og urraði á þau. Hann er þá ekki vitlausari en það að hann fatti að við förum ekki langt án bílsins....
P.s. Ég verð annars að minnast á hvað ég dýrka birtustigið sem er núna svona seint í júlí, ennþá svolítið bjart en samt líka farið að rökkva aðeins á næturna, ótrúlega rómantísk og kósý stemning.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2007 | 01:16
Stoðkerfisvillur
Hér að neðan má sjá algengar rangstöður í hnélið hjá fólki. Eins og eðlilegt er eru ekki allir vaxnir eins en eftir stöðu hné- og mjaðmaliða og eru viss meiðsli algengari hjá vissum líkamstýpum heldur en hjá öðrum. Konur eru t.d. oftar kiðfættar og fá því meiðsli sem fylgja þeirri líkamsstöðu eins og plattfætur, skemmdir á utanverðum liðþófa og fl. en karlar eru frekar hjólbeinóttir og fá oftar meiðsli sem tengjast þeim líkamsvexti eins og skemmdir á innanverðum hluta hnés og fl. Svo er þriðji flokkurinn fólk af báðum kynjum sem eru með svokallað malalignment syndrome en fólk með slíkan vöxt ætti í mörgum tilfellum að halda sig frá íþróttum sem krefjast mikilla hlaupa og hoppa þar sem að líkami þeirra er ekki gerður fyrir slík átök. Fólk með slíka stöðu ætti frekar að stunda hjólreiðar, sund eða átök þar sem líkamsþunginn hvílir ekki á fótunum.
Finnið ykkar líkamsgerð:
A) Normal (týpísk) staða hjá kvenfólkiB) Normal (týpísk) staða hjá karlmönnumc) Miserable malalignement syndrome
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.7.2007 | 14:44
Trúlofun....
Það er svo yndislega gaman að segja frá því að Björg góðvinkona mín var að trúlofa sig honum Gunnari um helgina á þeim góða degi 07.07.07. Mikil hamingja er með ráðahaginn og óska ég þess að sambandið verði langlíft og gjöfult af fullt af börnum , því það þarf svo sannarlega fleiri manneskjur eins og Björgu og Gunnar í þennan heim. Annað verra er þó að fara að missa hana Björgu mína erlendis bráðlega í 6 ár til náms. Það fer að týnast úr vinahópnum smátt og smátt á næstu árum þar sem þær eru svo margar að fara erlendis í áframhaldandi nám. Það kemur nú þó líka að því að ég fari þannig að ég örvænti ekki. Mesta shokkið verður nú þó sennilega þegar stelpurnar í læknisfræðinni fara allar erlendis á sama tíma. Þá verður ansi brátt í búi. Þá verður líka samt þó gaman að geta farið út um allan heim og geta átt samastað hjá góðum vinkonum.
Ég ætla að leyfa mér í ljósi nýskeðinna atburða að áætla að ekki líði langt þangað til að af næstu trúlofun verði í vinahópnum..... Hver skyldi það verða????
Á sama degi um helgina hélt önnur góðvinkona, hún Laufey upp á 25 ára afmæli sitt sem og innflutningspartý. Það var góð mæting og mikið stuð og mikið drukkið af Cosmpolitan. Einum of mikið hjá sumum kannski.. Til hamingju annars Laufey mín með nýja og flotta íbúð :) Við fórum svo í bæinn eftir afmælið í góðum fílíng og dönsuðum ákaft, alveg inn að beini jafnvel.
Ég á annars afmæli núna eftir rétt rúma viku, þann 19.júlí. Í ljósi þess að ég verð í gönguferð alla helgina á eftir þá var ég að spá hvort þið vinkonurnar vilduð ekki bara kíkja í kaffi til mín kvöldið 19. þá?? eða jafnvel á sunnudeginum, þann 22.júlí???? Segið mér endilega hvor dagurinn hentar betur eða hvort þið komist yfirhöfuð.
Arrivaderci e ci vediamo píú doppo...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.7.2007 | 08:46
Þetta er reyndar ekki rétt....
Fyrsta íslenska járnkonan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.6.2007 | 00:05
Það er gaman að hlaupa
Hressileg helgi að baki. Mikið að gera við vinnu og tómstundir. Goggi galvaski, frjálsíþróttamót fyrir krakka í frjálsum var frá föstudegi til sunnudags í Mosfellsbæ og reyndi ég að nýta allan lausan tíma sem ég hafði til að vera þar hjá krökkunum sem ég er að þjálfa. Alþjóðleikar ungmenna voru líka um helgina en ég var að vinna þar sem sjúkraþjálfari, hellings tími sem fór í það og nokkuð mikið að gera... allavegna meira en ég bjóst við, nokkrar slæmar tognanir, ein sem varð meðvitundarlaus eftir 800m hlaup og svo týningur af hinu og þessu. Góð reynsla í bankann. Komst meira að segja á séns... Ég keppti svo í fyrsta útihlaupinu mínu í sirka 10 ár á laugardaginn, Jónsmessuhlaupinu. Það var hlaupið í Laugardalnum í frábæru veðri um tíuleytið um kvöldið og farið svo í sund á eftir til að verða eitt um nóttina. Ég hljóp 10 km á bara þokkalegasta tíma, 48 mín, náði allavegna takmarkinu en það var að hlaupa undir 50 mín. Það besta við þetta er þó að ég stoppaði ég leiðinni til að kasta ælu... það hefur tekið allavegna eina mínútu giska ég. Þannig að kannski er það ekki svo óraunhæft að hlaupa 10 km á 45 mín í Reykjavíkurmaraþoninu. Sjáum til.... ef líkaminn leyfir. Brósi hljóp með mér í hlaupinu á laugardaginn, fyrsta skipti sem við systkinin gerum það. Stolt af honum að láta slag standa. Held að hann hafi ekki farið áður í svona hlaup, enda fór hann alltof hratt af stað. Við enduðum allavegna ekki saman á marklínunni.....
Er búin að vera mjög þreytt núna eftir helgina enda var allt á fullu hjá mér og enginn tími til að jafna sig eftir vinnuvikuna. Þjáist af krónísku svefnleysi, tími e-n veginn aldrei að fara snemma að sofa þegar það er svona gott veður og sól næstum allan sólarhringinn.
Ég ætlaði annars að vera búin að skrifa inn hér nokkrar vísur sem kallarnir í Sóltúni eru að kenna mér... það kemur vonandi bráðlega.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 21:30
Blöðruselir í umferðinni.... þeirra réttur eða okkar?
Mér finnst nokkuð merkilegt hvað lögreglan og yfirvöld eru alltaf e-ð svo úrræðalaus þegar kemur að því að stemma stigu við hraðakstri bifhjólamanna. Ég er á því að helsta hættan sem skapast af bifhjólamönnum sé þegar þeir eru að stinga lögregluna af. Þá gefa þeir vel í og lenda í aðstæðum sem eru ekki bara þeim, heldur öllum sem verða á vegi þeirra, hættulegar. Þar sem ég hef nú talsverða innsýn í þessi mál af því Gunni er lögreglumaður þá sló það mig talsvert þegar hann sagði mér að frá sjónahóli þessara bifhjólamannna þá er alveg eins gott fyrir þá að reyna að stinga lögguna af þegar þeir eru komnir með sekt á annað borð þar sem að sektin fyrir að stinga lögguna af sé rétt um 10 þús. krónur aukalega!!! En nái þeir að stinga lögregluna af geta þeir hugsanlega sloppið algjörlega við sektina, þeir hafa því tíu þúsund að tapa en kannski 100 og e-ð þúsund að vinna. Það finnst mér ansi lágt gjald að greiða fyrir að leggja hugsanlega mörg líf í hættu. Ég skil bara ekki í ósköpunum af hverju þetta gjald fyrir að stinga lögregluna af er ekki hærra.....
Ég skil líka ekki af hverju menn sem keyra á þessum hraða og svona glannalega eru ekki ákærðir á svipaðan hátt og menn sem gera tilraun til morðs þar sem að svona akstur og hegðun finnst mér vera svipað alvarleg og álíka mikil siðblinda og firring sem gerist í hausnum á slíkum einstaklingum. Ég sé því alveg fyrir mér að akstur yfir 200 km/klst hraða jafngildi 2 - 3 ára fangelsi og kannski 150 - 200 km/klst jafngildi hálfu ári í fangelsi. Ef viðurlögin væru svona hörð myndu þessir blöðruselir hugsanlega ekki taka sénsinn með slíkum hraðakstri. Fyrir mér er þetta ekki spurning um rétt þessara manna til að keyra heldur um rétt okkar til að vera laus við svona lýð í umferðinni.
Lögreglan fái búnað til að stöðva hraðakstur bifhjóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Af mbl.is
Erlent
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu