Færsluflokkur: Lífstíll
26.11.2006 | 18:16
Ég heiti Bóndi, Jón Bóndi.
Fór á Casino Royal í gærkvöldi með Gunna, Kára og Brynhildi. Frábær mynd og flottir effectar í myndinni. Fannst líka skemmtilegt hvað James Bond er gerður grófari núna og meira machó (nema hvað að þessi stöðugi blusteel-svipur á Daniel Craig var ekki alveg að gera sig fyrir mig). En allavega... áttaði mig á því í svona ca. miðri mynd að mér finnst Daniel Craig og Gunni vera talsvert líkir... ég fór þess vegna að ímynda mér að Gunni væri að leika í myndinni og ég væri Bond-pían. Ég verð að segja að eins og ég elska hann Gunna minn mikið, þá var ég geðveikt skotin í honum þegar myndin var búin. Mér leið alveg eins og ég væri Bond-pían sem hafði náð að fanga hjarta James Bond og ekki skemmdi það fyrir að keyra heim eftir myndina í þessum fína sportbíl.
Svona er ég nú með einfalt hjarta...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2006 | 11:02
Men VS. Women
Váááá hvað ég var fullorðin í gær þegar við Gunni héldum matarboð fyrir 12 manns og við elduðum það sjálf! Held að ég hafi aldrei á ævinni eldað áður fyrir meira en kannski fjóra. Takk annars fyrir laugardagskvöldið stelpur. Það var gaman að sjá ykkur. Hér koma annars brandarar sem ég stal:
A man and his wife were having some problems at home and were giving each
other the silent treatment. Suddenly, the man realized that the next day,
he would need his wife to wake him at 5:00 AM for an early morning
business flight.
Not wanting to be the first to break the silence (and LOSE), he wrote on a
piece of paper, "Please wake me at 5:00 AM." He left it where he knew she
would find it.
The next morning, the man woke up, only to discover it was 9:00 AM and he
had missed his flight. Furious, he was about to go and see why his wife
hadn't wakened him, when he noticed a piece of paper by the bed. The paper
said, "It is 5:00 AM. Wake up."
Men are not equipped for these kinds of contests.
WIFE VS. HUSBAND
A couple drove down a country road for several miles, not saying a word.
An earlier discussion had led to an argument and neither of them wanted to
concede their position.
As they passed a barnyard of mules, goats, and pigs, the husband asked
sarcastically, "Relatives of yours?"
Yep," the wife replied, "in-laws
WOMEN'S REVENGE
"Cash, check or charge?" I asked, after folding items the woman
wished to purchase.
As she fumbled for her wallet I noticed a remote control for a
television set in her purse.
"So, do you always carry your TV remote?" I asked.
"No," she replied, " but my husband refused to come shopping
with me, and I figured this was the most evil thing I could do to him
legally."
UNDERSTANDING WOMEN
(A MAN'S PERSPECTIVE)
I know I'm not going to understand women.
I'll never understand how you can take boiling hot wax,
pour it onto your upper thigh, rip the hair out by the root,
and still be afraid of a spider.
W O R D S
A husband read an article to his wife about how many words
women use a day...
30,000 to a man's 15,000.
The wife replied, "The reason has to be because we have to
repeat everything to men...
The husband then turned to his wife and asked, "What?"
CREATION
A man said t o his wife one day, "I don't know how you can be
so stupid and so beautiful all at the same time.
" The wife responded, "Allow me to explain.
God made me beautiful so you would be attracted to me;
God made me stupid so I would be attracted to you!
WHO DOES WHAT
A man and his wife were having an argument about who
should brew the coffee each morning.
The wife said, "You should do it, because you get up first,
and then we don't have to wait as long to get our coffee"
The husband said, " You are in charge of cooking around here
and you should do it, because that is your job, and I can just wait for my
coffee."
Wife replies, "No, you should do it, and besides, it is in the
Bible that the man should do the coffee."
Husband replies, "I can't believe that, show me."
So she fetched the Bible, and opened the New Testament
and showed him at the top of several pages, that it indeed
it said........."HEBREWS"
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.11.2006 | 15:15
Gott myndband
Maður ætti kannski að taka sér þetta til eftirbreytni í gymminu...
http://www.youtube.com/watch?v=8PLmA6Rn14Y
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2006 | 13:35
Tónleikar
Til styrktar og heiðurs Þuríði Örnu Óskarsdóttur í Bústaðarkirkju Miðvikudaginn 8. nóvember kl 20.
Fram koma
Stebbi og Eyfi, Regína Ósk, Garðar Örn Hinriksson, Signý Sæmundsdóttir, Jóhann Friðgeir, Hanna Þóra og Ólöf Inga Guðbrandsdætur.
Ásamt
Guðmundi Sigurðssyni, Vilhelmínu Ólafsdóttur, Matthíasi Baldurssyni og Guðmundi S Sveinssyni
Kynnir verður
Anna Björk Birgisdóttir
Aðgangseyrir 2000 kr
Allt fé sem safnast á tónleikunum rennur óskert til Þuríðar Örnu og fjölskyldu hennar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2006 | 10:37
Vingrannir menn í sjálfstæðisflokknum... hvert eiga þeir að leita?
Lífstíll | Breytt 7.11.2006 kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2006 | 16:07
Suður um höfin að "sólgylltri strönd" sigldi ég fleyi mínu til að kanna ókunn lönd.
Ég er að fara til Köben í fyrramálið... held ég hafi sjaldan verið jafn óspennt fyrir því að fara til útlanda. Ferðin var líka bókuð með tveggja mánaða fyrirvara sem er alveg í það lengsta fyrir minn smekk og að mínu mati minnkar það spennuna til muna yfir því að vera fara til útlanda. Ég held að minnsti fyrirvarinn hafi verið rétt um hálfur sólahringur þegar við Gunni fórum til Portúgal í fyrra. Mig minnir meira að segja að skráningin okkar hafi ekki verið komin í tölvurnar þegar við fórum út á flugvöll og það var allstaðar vesen að fá það sem við pöntuðum... fengum reyndar svítuna á hótelinu í miskabætur sem var ekki slæmur díll. Það er annars nóg að gera í skólanum núna, hellingur af verkefnum og almennur hressleiki. Framkvæmdir í Vesturbænum eru líka í hámarki núna sem lýsa sér best í því að klósettið okkar er núna fata úti á svölum ...... Það er nú alltaf skemmtilegt sérstaklega með tilliti til þess að það eru svona 30m í næstu blokk . Erum líka búin að fara ansi mikið skemmtilega fram úr budget-inu sem við settum okkur í þetta mission.. Sá það best þegar spegillinn sem ég ætlaði að fá mér kostar svona ca.65 þús.... Það er líka svo fyndið hvað maður er alltaf bjartsýnn á að geta klárað hlutina á skömmum tíma. Við héldum að við yrðum svona eina helgi að klára þetta.... let´s say svona frekar 1 mánuð....
Var að kíkja á veðurspána fyrir Köben það er víst sól og 16° hiti þar næstu daga.... það er nú þó allavegna ágætt. Stefnan er að versla nokkuð grimmt... veit ekki hvenær ég fæ næst tækifæri til að versla e-ð að ráði. Sísí vinkona segir líka að það sé betra að versla í Malmö þannig að við ætlum að kíkja í dagsferð þangað.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2006 | 12:23
Sparnaðarleið fátæka námsmannsins!!!
Hell ya... kominn tími á nýtt blogg. Sé samt ekki neinn rosalegan tilgang í því að vera blogga lengur.. þar sem ég er komin heim frá Stykkishólmi og ennfremur þar sem ég held að með því að vera með blogg þá finnist vinum mínum þeir geta fylgst með lífi mínu án þess að hitta eða hringja í mig og það veldur því að maður fjarlægist vini sína smátt og smátt.... þar sem að þeim finnist eins og þeir séu inni í öllu en hafa í raun og veru kannski ekki heyrt í þér í meira en mánuð... og smátt og smátt verður vináttan brota brot af forvera sínum þar sem einu samskipti milli þíns og vinar þíns er í gegnum comment hluta bloggsins. Ég segi NEI við þessari þróun og bið alla vini nær og fjær að taka heldur upp tólið eða kíkja í heimsókn.
Ég er annars flutt aftur í vesturbæinn þrátt fyrir yfirlýsingar um að þar myndi ég síst af öllu búa aftur. En svona fer heimurinn í hringi. Maður lendir alltaf aftur á byrjunarpunkti. Mömmu fannst e-ð tómlegt hjá mér og fór og keypti þessi forlátu amerísku húsgögn hjá sölu varnarliðseigna, þau höfðu víst verið í íbúð officera.... það vildi ekki betur til en svo að þegar úr greiðabílnum komin voru þau öll rispuð og brotin... skil ekki meðferðina hjá manninum... hann var greinilega ekki tryggður fyrir svona vandkvæðum því hann henti húsgögnunum út og stakk af.... þannig að fínu húsgögnin sem mamma keypti dýrum dómum fyrir dóttur sína voru bara halfónýt. Leiðinlegt þegar svona gerist.
Anað merkilegt var að það var keyrt á mig á föstudaginn síðasta... ég í sakleysi mínu stoppaði á rauðu ljósi á Hringbrautinni, kom ekki ung stúlka sem enn hafði meyjarylinn í sér og keyrði aftan á mig svo stórsá á bílnum. Ég sá mér auðvitað leik á borði og heimtaði staðgreiðslu á skemmdinni sem metin var á tæpar 70 þús. krónur. Ekki var það nú verra.. þar sem bíllinn kostaði nú ekki nema fáeinar 130 þús. krónur. Ein önnur svona ákeyrsla og ég er bara búin að borga bíllinn. Það mætti benda fátækum stúdentum á leika þetta eftir til að fá aur í vasann. Þetta gefur ágætlega í aðra hönd ef þú átt bíl sem liggur vel undir höggi....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2006 | 14:27
Held að maður vaxi aldrei upp úr kúkabröndurum :)
Draugadrjóli: Þú finnur hann koma út en það er enginn kúkur í klóinu þegar þú kíkir.
Hreinn skítur: Sá sem þú skítur og sérð í skálinni en það er ekkert á skeinipappírnum.
Eltikúkur: Þegar þú ert búin að kúka og búin að girða hálfa leið upp um þig og fattar að þú þarft að kúka meira.
Sprengja-æð-í-enninu hnulli: Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.
Dauðadrumbur: Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann í sundur með blýanti.
Loftpressukúkur: Kemur með svo miklum látum að allir í kallfæri flissa.
Þynnkuskita: Kemur eftir fyllerí. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í skálinni.
Maískúkur: Skýrir sig sjálfur.
Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur: Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar.
Mænustunguskítur: Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert viss um að hann er á leiðinni út þversum.
Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari): Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.
Fljótandi drulla: Gulbrúnn vökvi frussast út um alla skál og rassgatið á þér með.
Háklassakúkur: Kúkur sem lyktar ekki.
Óvæntur kúkur: Þú ert ekki einu sinni á klóinu því þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en... úps, sparð.
Slórskítur: Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búin að kúka fyrr en þú hristir þig vel.
Atómsprengja: Þig svíður undan þessum á leiðinni út og svíður enn í marga klukkutíma á eftir.
Skopparakúkur: Hörð spörð sem fara eins og skopparaboltar um alla skálina (kostur þarf lítið að skeina)
Mikilmennskukúkur: þú rembist og rembist og svo kemur eitt pínulítið lambasparð.
Íþróttaálfurinn: kemur ca. klukkutíma eftir leikfimina.
Klippikúkur: sem er svo langur að þú þarft að kúka - klippa - kúka - klippa...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.8.2006 | 14:12
EKKI FYRIR VIÐKVÆMA..
Vá.. ég á ekki til orð.... hver færst til að gera aðra eins vitleysu....
tékkið á þessu xxx... s.s. typpakeppni hjá Howard Stern!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2006 | 13:48
Hafinn er fjásöfnun til styrktar fórnarlömbum ...... alls!
Vá hvað ég er orðin þreytt á því að vinna. Ljósið sem ég sá fyrir enda ganganna var utanlandsferðin sem við Kolbrún ætluðum í. Hún var að halda mér mótiveraðri, tilhugsunin um kokteila á ströndinni, heitan vind, hvíld og partý á víxl. En núna lítur allt út fyrir að ég geti ekki farið... ég verð víst að reyna að spara... peningarnir safna sér ekki sjálfir á reikningnum mínum. Helv... bíldruslan mín var líka að bila... kostaði 25.þús að gera við... mér sveið í veskið við það. Fór þá að hugsa um að selja hann. Hver þarf bíl þegar hann hefur tvo fætur?? Varð svo raunsæ og áttaði mig á að ofvirkni unglingsára minn væri vaxinn af mér eins illa gerðar strípur. Fór svo í fyrsta bíltúrinn eftir viðgerð áðan og áttaði mig á því að hann er enn bilaður!!! Hann startar e-ð illa kallinn. Þarf kannski að fá mér nýjan startara.... Held að bifvélavirkjar séu mestu peningaplokkarar í heimi. Þeir geta verðlagt þessar viðgerðir eins og þeim sýnist. Finnst ég alltaf borga of mikið fyrir bílaviðgerðir... það er kannski af því að ég er stelpa?? Held líka að þegar á heildina er litið þá er ódýrara að eiga nýlegan bíl heldur en gamlan. Ég er alltaf að gera við drusluna... held ég sé búin að borga meira í viðgerðir heldur en ég borgaði fyrir hann á sínum tíma!
Allir peningar sem fara í annað en utanlandsferðir, mat eða föt finnst mér blóðpeningar... vildi að ég gæti notað peningana mína BARA í þá hluti. Held líka að ástæðan fyrir því að ég vil ekki eignast börn fyrr en eftir svona 5 ár sér sú að ég vil ekki þurfa ð eyða peningunum mínum í e-ð annað en sjálfa mig. Er á of eigingjörnu stigi í lífi mínu núna til þess.
Mig dreymir um ferðalög um strendur Taílands, um klæðskerasniðin föt á smotterí í Sjanghæ. Mig dreymir um að læra að dansa í Brasilíu, skoða villt dýr í Afríku, vinna sem leiðsögumaður í Karabíska hafinu, setjast að á Ítalíu í ellinni, skoða flóamarkaði í Indlandi, píramídana í Egyptalandi og svo margt margt margt margt fleira...... Ég hef ekkert bara gaman af því að ferðast......ég elska það!!!!
Þess vegna eru frjáls framlög vel þegin í styktarsjóð fyrir mig til að ég geti komist til Spánar... RN: 0111-26-501907 KT: 190784-2669
En svona á öðrum nótum þá komu stelpurnar og heimsóttu mig hérna á Stykkishólm á sunnudaginn, ekki seinna vænna ,") Skelltum okkur beint í göngutúr og ætluðum á ónefnt fjall hérna í grenndinni. Bóndinn þar á bæ var ekkert sérlega hress með að við værum að fara og lét eins og við værum að fara að vanhelga landið hans og hann hélt að hundurinn myndi drepa rollurnar sínar..... Hann var ekkert á því að hleypa okkur í fjallið þó að það væri auglýst sem gönguleið í handbók um gönguleiðir á Íslandi... en nóg með það. Það var ekki fyrr en ég sagði honum að ég væri að vinna hjá Sæferðum að hann hleypti okkur með semingi. Þar sem vinnufélagar mínir voru nú með í ráðum um hvert við ættum að fara ákvað ég að segja þeim frá hrakförum okkar vinkvennana kvöldið áður. Verður þá ein þeirra alveg rauð í framan lítur á mig og segir:
Þú veist að þú ert að tala um pabba minn??????
Þetta kenndi mér það endanlega að ég ætla aldrei að segja neitt illt um nokkra manneskju, og þá sértaklega ekki hérna í sveitinni.... ég virðist samt alltaf vera að lenda í svona rugli!!!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006