Færsluflokkur: Lífstíll
6.3.2007 | 00:33
The Secret
Á meðan ég átti gott skokk í Laugum í gærkvöldi sá ég einn besta Opruh þátt sem ég hef séð lengi. Hann var allavegna það góður að hann vakti mig til hugsunar. Umræðuefni þáttarins var DVD diskur sem hefur víst farið eins eldur í sinu um heimsbyggðina og kallast The Secret upp á ameríska vísu. Innihaldið er ekki kannski eins og við var búist.. ekki kvikmynd... heldur kennslutæki í því hvernig á að verða farsæll og hamingjusamur. Nokkrir fyrirlesarar sem breiða út boðskap þessa disks voru staddir í sjónvarpssal. Kenningar þeirra snérust um það að með því að hugsa jákvæðar hugsanir laði maður að sér jákvæða hluti, hvort sem það væri ást, peningar, farsæld eða annað. Með því hafi maður stjórn á eigin örlögum og með því að hugsa neikvæðar hugsanir þá hamli maður framförum og auki á óhamingju. Ráðgjafarnir ráðlögðu nokkrum gestum sjónvarpssal með vandræði sem herjuðu á þeim. Þar af var ein kona sem var í talsverðum fjárhagskröggum. Einstæð móðir með takmarkaðar tekjur og komin í mikla skuldasúpu. Átti mann sem skildi hana eftir eina uppi með allar skuldirnar og var hún frekar bitur til hans vegna þess. Þeirra ráðleggingar voru: Hættu að hugsa bara um að skrimta fram að næstu mánaðarmótum, hugsaðu þér lífið eins og þú eigir næga peninga, hugsaðu þér lífið að þú sért hamingjusöm. Ekki vera alltaf að einblína á það að þú sért í skuldasúpu. Einblíndu frekar á hvað þú ætlar að gera til að betrumbæta ástandið. Lærðu að fyrirgefa manninum fyrrverandi og umfram það að fyrirgefa, hugsaðu hvað þú lærðir af þessari reynslu. Hvernig þessi reynsla gerir þig að betri manneskju, lífsreyndari og öruggari. Ein konan sem var ráðleggjandi þarna sagðist ekki vilja vita hvað hefði komið fyrir fólkið sem leitaði leiðsagnar hennar. Það skipti hana engu máli hvort það hefði verið beitt ranglæti eða hvaða óhöppum manneskjan hefði lent í á ævinni. Það eina sem skipti hana máli var hvert mannsekjan ætlaði sér og hvað hún ætlaði að gera til að komast þangað. Nauðsynlegt til að komast áfram í lífinu væri að geta fyrirgefið það gamla og hugsa um það sem reynslu í gagnabankann. Mér fannst þetta góður hugsunarháttur.
Einn góður punktur sem hún kom með og ég hef haft ómeðvitað að leiðarljósi í mörg ár er : Fólk lærir hvernig það á að koma fram við þig eftir því hvernig þú kemur fram við þig sjálfur. Þannig að með því að tala fallega um sjálfan sig og hugsa góðar hugsanir um sjálfan sig þá kennir maður fólkinu í umhverfi sínu að þannig eigi það líka að gera. Þannig byggi maður upp gott sjálftraust og það sést augljólega utan á fólki ef það hefur gott sjálftraust. Fólk sem hefur gott sjálftraust er líklegra til að ná árangri og njóta farsældar.
Annað sem ég hugsa líka oft er hvað það er svo auðvelt að lifa lífinu bara í e-i móðu. Vera stjórnlaus, án markmiða og vera almennt ómeðvitaður um hvað maður getur gert til að vera hamingjusamur. Að vera glaður er hugarástand. Í hvert skipti sem ég er pirruð eða leið eða upplifi slæman dag reyni ég að minna sjálfa mig á að ég hef val: Ég get annað hvort haldið áfram í því hugarástandi sem ég er eða þá tekið þá meðvituðu ákvörðun að ég ætli að vera glöð. Það er bara svo miklu skemmtilegra að lifa lífinu glaður. Að vera hamingjusamur er líka að vera ánægður með það sem maður hefur, ég þarf ekki að eiga fína hluti, fínan bíl, fullkomna íbúð eða fullkomna fjölskyldu. Ég ákveð minn stað í lífinu og get meðvitað breytt þeirri stöðu með framkvæmdum og hugsunum. Ég ætla að rækta þá fjölskyldu sem ég á. Ég ætla að leggja allt í að vera góður vinur vina minna og góð kærasta. Ég ætla að leggja áherslu á að rækta þá hluti sem eru jákvæðir í lífi mínu, vinir sem eru jákvæðir og hafa minn hag og hamingju fyrir brjósti. Forðast að umgangast það fólk sem er neikvætt og dregur úr gleði minni. Ég ætla ekki að alltaf að hlakka til helgarinnar heldur hlakka líka til virku daganna. Hugsa á hverjum degi hvernig ég get varið þeim degi eins vel og ég get. Reyna að láta e-ð gott af mér leiða, að koma e-m öðrum til að brosa eða líða betur er afrek út af fyrir sig. Muna líka að á hverjum degi er hægt að búa til e-a minningu sem getur orðið ógleymanleg. Hver dagur býður upp á nýja möguleika. Ég ætla ekki að kvarta undan því sem að betur gæti farið í lífi mínu heldur gera e-ð í því. Finna leiðir til að vinna úr því. Ég ætla ekki að eyða orku minni í að vera reið út í einn eða neinn. Með því að eyða orku í það er ég að stoppa sjálfa mig í því að vera hamingjusöm og það kemur verst niður á sjálfri mér.
Kjarninn í þessum þætti var þó helst um það að hugarfar skiptir öllu þegar hamingja er annars vegar. Jákvæð orka dregur að sér aðra jákvæða orku. Vera meðvitaður um líf sitt og þá staðreynd að hlutirnir verða ekki að vera eins og þeir eru. Þú hefur máttinn til að breyta, sama á hvaða sviði það er. Mæli með því að þeir sem eru í krísu með sjálfan sig kíki á annað hvort þáttinn eða diskinn. Þetta var ágætis áminning á því hvaða hlutir skipta máli í lífinu. Muna að hamingja er val.. ekki áfangastaður sem maður kemst á þegar þetta verkefni er búið, eða á næsta ári, þegar þú ert búinn með skólann, hitta rétta manninn eða álíka.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.2.2007 | 23:02
Ertu geimfari eða geimvera?
Greinilega ekki margir sem létu glepjast af fyrirsögninni hé að neðan. Enginn nema pabbi sem hringdi úi mig um helgina í ótrúlegri geðshræringu og spurði hvort ég væri á leiðinni til Hollywood!! Ég benti honum vinsamlegast á að lesa aðeins lengra....
Bikar í frjálsum fór annars fram um helgina. Fjölnir/Ármann í öðru sæti sem er vel viðunandi árangur miðað við fáránlega uppsetningu ( að mínu mati..) á liðsmönnum oft á tíðum. Svenni setti nokkur met að venju.. ekkert nýtt þar á ferð!... ekki var ég heldur með að venju... ekkert nýtt þar á ferð!. Hefði gjarnan viljað leggja mitt af mörkum en svona verður þetta bara að vera í bili. Bakið á mér er ótrúlega sveiflukennt núna... stundum í lagi... stundum slæmt.. og það heldur líka víst þannig bara áfram um sinn. Ég er samt alltaf að geta farið að gera meira og meira með tímanum.. fór í gærkvöldi með Gunna og Ottó út að skokka í klukkutíma.. leið þokkalega á eftir. Þannig að þetta þokast í áttina. Verra var formið, var eiginlega alveg búin á því eftir þetta. Það er ekki alveg það sama að geta skokkað í klassanum í klukkutíma á bretti eins og að skokka úti í talsverðum gaddi. Ég verð að fara að vinna í þolinu, er búin að setja mér markmið að hlaupa 10km í Reykjavíkurmaraþoninu á innan við 50 mín. Ég ætla líka að reyna að hætta bara að hugsa um það að það sé e-ð að mér, reyna bara að ignora þetta og hugsa eins og það sé ekkert að... ég er bjartsýn á að það komi mér ansi langt
Er að vinna í því á fullu að redda mér e-i sumarvinnu. Það gengur heldur brösulega, er búin að sækja um á yfir tuttugu stöðum og þar af bara búin að fá svör frá tveimur.. ótrúlega pirrandi! Ef e-r veit um e-ð sniðugt fyrir mig þá má hann endilega hafa samband.
Gunni er búin í verknáminu í Versló og farin aftur á Laugarvatn.. það verður því einmanalegt í búinu! Sérstaklega eftir að leigjendurnir fara líka en þeir eru allir búnir að segja upp og fara út eftir mánuð!... Ekki alveg besti tíminn, þannig að sparnaðurinn okkar Gunna fer beint í að borga af íbúðinni og þar með minna til að eyða úti í Boston.... Helv... Vona bara að við finnum e-a aðra fljótlega!
Sísí vinkona sagði eina bestu ice-braker línu sem ég hef heyrt lengi um helgina: Ertu geimfari eða geimvera???... Algjörlega samhengislaust og við ókunnugan mann.. Snilld!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2007 | 12:18
Jude Law bauð mér á Óskarsverðlaunahátíðina!
Jæja þá er það orðið klárt að við mæðgur förum til Boston um páskana í 11 daga. Með stoppi í New York. Pælingin er jafnvel að fljúga til Boston og svo heim frá New York. Mamma tók klikkið á þetta og keypti Saga-Class miða þannig að við getum breytt ferðalaginu eins og okkur hentar. Ástæðuna fyrir því sagði hún vera að henni þætti allt of þröngt að sitja í venjulegum sætum í sex tíma.... Þetta er samt ekki alveg besti tíminn til að fara í massíva verslunarferð... Við Gunni erum að spara okkur fyrir íbúðakaupum næsta haust þannig að það fer e-ð af þeim peningum... En ég meina það er ekki á hverjum degi sem maður fær möguleika á að fara í svona ferð. Enda býst ég ekki við að fara meira til útlanda á árinu. Ætla að nota tækifærið líka og kaupa restina af bókunum sem mig vantar en tími ekki að kaupa hérna heima.. Ég býst við að það verði gott úrval af bókum í Boston, enda Harvard háskóli og Cambridge í bænum.
Það er annars óþolandi að vera að spara.. ég mæli ekki með því! Það er algjörlega ekki minn stíll!
Kláraði annars eitt fag um daginn... sennilega eitt það leiðinlegasta sem ég hef farið í. Almenn sjúkraþjálfunarfræði... Ekki búin að fá einkunn enn! Hún verður sennilega nær 5 heldur en 10. Svo að núna hefur maður enga afsökun fyrir að demba sér ekki í súper fögin. Stærstu kúrsar sem ég hef farið í hingað til.. tveir kúrsar sem eru 7 einingar hvor um sig og einn 3 eininga kúrs.
Mig dreymdi annars skemmtilegan draum í nótt. Mig dreymdi að ég væri að fara á Óskarverðlaunahátíðina. Jude Law hafði boðið mér og ég var í stresskasti í Kringlunni að leita mér að fötum til að fara í og það var alveg að fara að loka og ég fann ekki neitt til að fara í... Mjög raunverulegt þegar ég vaknaði... nema ef ég væri að fara á Óskarsverðlaunahátíð þá myndi ég ekki leita mér að fötum í Kringlunni af öllum stöðum.....
Samt sem áður spurning hvort að svona draumar ungra Reykjavíkurmeyja verði raunverulegir áður en langt um líður!!!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2007 | 19:21
Þarna kom það...
Ég held ég hafi sjaldan eða bara aldrei heyrt aðra eins snilld. Enda eins og maðurinn sagði þá hlær hann bara að tilhugsuninni að jarðaförinni sinni. Ég gæti alveg hugsað mér að afkomendur mínir haldi bara partý ef ég dey á gamals aldri. Svona til að fagna góðri ævi og feitum arfi og láti jarða mig í líki diskó-kúlu. Enda er ég diskó skvísa með meiru og meira en lítið við hæfi að enda lífið á góðu partýi ;)
Lét jarða sig í Ferrari-líkkistu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2007 | 11:18
loksins, loksins, loksins
Ég hef oft haldið því fram á seinni árum að ég sé ansi sleipur dansari. Ég er sjálfsagt ókrýnd drottning vondu-dansa-keppnanna ásamt vinkonu minni Sísí. Það krefst nefnilega talsverðar tækni að get dansað illa. Eiginlega meiri heldur en að geta dansað eins og engill. Eða við skulum ekki segja illa, heldur frjálslega. Við erum ansi plássfrekar þegar við förum á gólfið og dönsum af innlifun og innri takti. Leggjum vinnu í sporin okkar og reynum að hafa þau samhæfð. Þar sem að við Sísí erum bestar í samhæfðum dönsum þá hélt ég að ég ætti ekki í vandræðum með að fara í hóptíma í Salsa í Laugum. Ég var orðin svo þreytt á brettinu í gær að ég ákvað að gerast frökk og fara í fyrrnefndan tíma. Ég veit ekki hvort truflaði mig meira, allir speglarnir þarna inni, eða ofurdansstelpan sem var fyrir framan mig með tilheyrandi handasveiflum og geiflum. Mér hefur sjaldan liðið jafn kjánalega og þegar við vorum að endurtaka sömu rútinuna í ca. 35.skipti og ég var ekki ennþá að ná henni og fyrrnefnd stelpa fer að hlæja að mér. Ég gekk út skömmu síðar. Ég hef ákveðið að danshæfileikar mínir njóta sín meira á dansgólfi heldur en í líkamsræktarsal og held mig því við það. Ég held að ég hefði rúlað ef það hefðu verið diskóljós og myrkur...
Gunni er annars kominn í bæinn í tæpan mánuð. Er í verknámi við Versló. Allt gott um það að segja. Nema hvað allt heimilishald verður talsvert flóknara þegar tveir eru saman á heimili heldur en einn. Við höfum rekið okkur á það að okkar eigin vanar og siðir eru að krossast. Hann vill sjóða matinn en ég steikja, hann vill hafa hlutina þarna en ég annars staðar, hann vill fara á æfingu á einum tíma og ég öðrum og svo framvegis. Þetta getur skapað talsverða togstreitu þegar hvorugur vill bakka undan. Við erum bæði sátt við okkar eigin vana. Hann verður líka pirraður á að klukkan mín er ekki í takt við aðrar. Mér er bara e-n veginn ómögulegt að vera alltaf að flýta mér til að vera komin heim eða í hitting á ákveðnum tíma og forðast því eins og heitan eldinn að segja við fólk að ég komi á e-m nákvæmum tíma. Það er alveg dæmt til að mistakast. Mér leikur forvitni á að vita hvernig vinir að vandamenn í svipaðri stöðu leysi svona deilur eða hvort við Gunni séum e-ð einsdæmi hvað þetta varðar???
P.S. LOKSINS, LOKSINS, LOKSINS, er pían að fara að skella sér til New York. Systa fær NY ferð í staðinn fyrir að fermast og ég ákvað að skella mér með. Förum um páskana í 10 daga... SWEET! Ef e-r veit um tiltölulega ódýra gistingu í NY má hann endilega láta vita.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.1.2007 | 13:01
Jæja frjálsar-stelpur
.. þið munið allar eftir hittingnum í kvöld hjá mér kl. 8. Ekki mikið seinna. Nema kannski Oddný ef hún kemst þá. Ég bíð upp á e-r veitingar. Ykkur er samt velkomið að bæta í púkkið.
Hlakka til að sjá ykkur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2007 | 21:29
Heilsuátak og smá fróðleikur dagsins í boði FL Group.
Jæja gaman að segja frá því að við skötuhjúin erum í heldur manísku heilsuátaki. Meira þó Gunni en ég er samt aktív í þessu líka. Við ákváðum að 2.janúar yrði upphafsdagurinn þannig að við erum búin að standast nammi og aðrar freistingar í eina viku. Sem ég er ekki frá því að það sé það lengsta sem ég hef hætt að borða nammi síðan ég hætti í seinasta nammibindindi en það varði í ein átta ár!! Djísus crazy person.... Ég er ekki alveg að fatta hvernig ég gat þetta svona lengi, en þó reyndar þegar maður er búinn að venjast bindindinu verður það meira að lífsstíl þannig að maður þarf ekki að hugsa út í það. Ég held samt að ég sé ekki að ýkja þegar ég segi að ég hugsa um nammi og ís og annað gotterí núna á cirka 2 mínútna fresti. Ég er bara svo ótrúlega mikill sælkeri. Við erum líka að reyna að æfa aðeins meira.. eða þar er að segja ég að reyna að fá hann til að æfa jafn mikið og ég. En það er líka gaman að segja frá því að bakið er að leyfa mér að skokka núna í klukkutíma án teljandi verkja eða ca. 12 km þannig að þetta er allt vonandi að koma. Ég er að vona að ég geti smátt og smátt kannski farið að hlaupa á brautinni langt interval, held að bakið sé ekki nógu gott fyrir spretti.
Var annars í fyrsta tíma í sjúkdómafræði taugakerfis í dag. Komst að skemmtilegri staðreynd. Þeir sem eru rétthendir eru með málstöðvar í vinstra heilahveli. Þeir sem eru hinsvegar örvhentir sem eru um 5% mannkyns eru með málstöðvarnar í báðum heilahvelum en dreifingin á því getur verið mjög einstaklingsbundin. Þannig að einstaklingar sem eru örvhentir eru líklegri til að vera með málstol. En undir málstol fellur bæði þegar fólk á í erfiðleikum með að tala og skilja talað mál. Þar fann ég skýringuna á því að ég virðist aldrei geta munað rétt nöfn á hlutum sem ég er að tala um, oftast segi ég dót... í staðinn fyrir það sem ég ætla að segja. Þetta gerir Gunna alveg geðveikan og hann þolir ekki þegar ég lendi í þessu því að honum finnst eins og ég geri þetta viljandi. Ég var því geðveikt kokhraust þegar ég kom heim áðan og sagði honum að þetta væri ekki ég... ég væri bara með málstol. Ég ætla líka að ofnota þessa skýringu ef ég man ekki nöfn á fólki sem ég hitti sjaldan eða bara við öll tækifæri sem að minnið brestur..... ég segi bara: Ég get ekkert gert að þessu, ég er með málstol.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2007 | 14:20
Hittingur??
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2006 | 19:39
Stórar fréttir
Ég vil byrja á því að óska öllum vinum nær og fjær gleðilegra jóla... sumir eru á Íslandi, aðrir á Indlandi og enn aðrir í Danmörku. Ég vona að sem flestir hafi fengið jólakort frá mér. Kata, Oddný og Björg.. kortin ykkar eru ennþá hjá mér:) Annars kem ég sátt frá jólunum, fékk næstum allt sem ég óskaði mér nema hárþurrku og komst að því strax á jóladag að það hefði nú verið eiginlega eina gjöfin sem mig vantaði hvað mest þar sem ég lét klippa mig þannig að hún er orðin nauðsyn. Annars fengum við Gunni flestar gjafirnar okkar sameiginlegar... það er víst komið að því!!!! Ég fékk samt rosa flottar northface útivistarbuxur frá Gunna og enn aðrar frá mömmu, nokkrar bækur, útvarp, fullt af konfekti matvinnsluvél og grillsett . Allt saman frábærar gjafir. Annars fengum við stórar fréttir í gær... pabbi hans Gunna og konan hans Bjarney giftu sig víst í laumi þann 16.des.... og eru þau víst í semi-brúðkaupsferð á Kanarí núna og Kári og Brynhildur eiga von á barni. Fyndið að Gunni kom seinna um kvöldið og sagði við mig: Ég hef sko stórar fréttir... þá segi ég: Nú? Hverjir voru að gifta sig og hverjir eru óléttir... rambaði bara svona beint á þetta.
En annars þá bara vona ég að þið hafið það gott um hátíðarnar og munið að ég er alltaf til í gott teiti um áramót ef e-m langar að bjóða mér!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2006 | 00:25
Ég vona að ég verði einhvern tímann svona góð að dansa
Þeir sem þekkja mig vita að ég hef gaman að gamanmyndum og á það jafnvel til að taka atriði úr eftirminnilegum myndum á góðum stundum.. ég fann eitt atriði sem ég er að spá í að leika eftir næst þegar ég fer í gott stuð
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006