Leita í fréttum mbl.is

Jæja.. nú er mér nóg boðið!

Ég er ekki að trúa þessu... bakið á mér er í hönki núna. Sjúkraþjálfarinn er ekkert að gera fyrir mig og hef ekki getað sofið almennilega í svona viku núna. Ég hef talsverðar áhyggjur af því að þeir hafa hundsað aukaeinkennin sem ég hef haft fyrir utan bakið og hafi ekki skoðað mig nógu vel. Ég held að annað hvort séu þetta séu bara e-r hysterísk einkenni hjá mér (s.s. semi-andlegt) eða þá að það er e-að mikið að í stoðkerfinu. Ég er nokkuð klár á því að þau einkenni sem ég er með núna eru ekki frá brjósklosinu af því ég held að það sé svo til gróið. Útaf öllu sem ég er að læra núna í sjúkdómafræði stoðkerfis í skólanum er ég farin að efast svolítið um vinnubrögðin hjá þessum körlum. Þeir skoðuðu ekkert á mér mjaðmagrindina fyrir utan SI-liðinn og hafa ekkert skoðað almennilega stöðuna á fótum og hnjám. Líka sú staðreynd að spjaldbeinið á mér var svoleiðis rammskakkt þegar ég byrjaði hjá þeim vísar að mínu mati til þess að það er e-r undirliggjandi orsök fyrir þessari skekkju sem ekki er búið að laga. Það er alltaf verið að hamra á klínískri rökhugsun við okkur í skólanum... ég held að þeir ættu að skella sér á námskeið! Þetta er líka bara ekkert eðlilegt að lítið og saklaust brjósklos, þó reyndar á tveimur stöðum, geti verið meira en heilt ár að lagast.... það er e-ð spúkí við þetta.

Aðal ástæðan fyrir því að ég er að pirra mig á þessu er sú að Meistaramót Íslands í frjálsum er um helgina og ég auðvitað get ekki keppt. Ég var svo abbó út í þessar stelpur sem voru að keppa í hástökki að ég var alveg að deyja. Ég hefði að öllum líkindum verið í baráttunni um gullið. Ég hugsa oft um það hvað ég hefði getað stokkið í fyrra þegar ég var önnur... þegar ég var að stökkva yfir rúmlega 1.60 og var með svo mikla lömunarverki og krampa í stökkfætinum að ég gat varla gengið!!! Ég var í besta formi sem ég hef verið í mörg ár í fyrra. Frekar létt á vigt en samt mjög sterk. En svona er þetta, mér er bara e-n veginn ekki ætlað að ná langt í frjálsum. Ég hugsa líka oft um það hvað hefði orðið úr mér hefði ég farið að æfa e-a aðra íþrótt. Ég held að ég sé með hugarfar meistara... alltaf tilbúin til að leggja aukalega á mig og geri allt til að ná árangri, jafnvel of mikið. Þrjóskan í mér leyfir mér ekki a gefast upp á frjálsum. Ég er líka e-n veginn þannig að ef ég ákveð að ég ætla að geta e-ð þá klára ég það, hvort sem það er skóli, íþróttir eða annað.

En jæja þá er best að fara að halda áfram að læra fyrir prófið á mánudaginn, almenn sjúkraþjálfunarfræði, ég held að ég alheiminum hafi ekki verið fundinn upp jafn leiðinlegur kúrs á háskólastigi. Hann er svo leiðinlegur að ég er búin að vera að fresta því í allan dag að fara að læra... og klukkan er að verða hálfellefu að kvöldi... must be pretty badShocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband