Leita í fréttum mbl.is

Jude Law bauð mér á Óskarsverðlaunahátíðina!

Jæja þá er það orðið klárt að við mæðgur förum til Boston um páskana í 11 daga. Með stoppi í New York. Pælingin er jafnvel að fljúga til Boston og svo heim frá New York. Mamma tók klikkið á þetta og keypti Saga-Class miða þannig að við getum breytt ferðalaginu eins og okkur hentar. Ástæðuna fyrir því sagði hún vera að henni þætti allt of þröngt að sitja í venjulegum sætum í sex tíma....  Þetta er samt ekki alveg besti tíminn til að fara í massíva verslunarferð... Við Gunni erum að spara okkur fyrir íbúðakaupum næsta haust þannig að það fer e-ð af þeim peningum... En ég meina það er ekki á hverjum degi sem maður fær möguleika á að fara í svona ferð. Enda býst ég ekki við að fara meira til útlanda á árinu. Ætla að nota tækifærið líka og kaupa restina af bókunum sem mig vantar en tími ekki að kaupa hérna heima.. Ég býst við að það verði gott úrval af bókum í Boston, enda Harvard háskóli og Cambridge í bænum.

Það er annars óþolandi að vera að spara.. ég mæli ekki með því! Það er algjörlega ekki minn stíll!

Kláraði annars eitt fag um daginn... sennilega eitt það leiðinlegasta sem ég hef farið í. Almenn sjúkraþjálfunarfræði... Ekki búin að fá einkunn enn! Hún verður sennilega nær 5 heldur en 10. Svo að núna hefur maður enga afsökun fyrir að demba sér ekki í súper fögin. Stærstu kúrsar sem ég hef farið í hingað til.. tveir kúrsar sem eru 7 einingar hvor um sig og einn 3 eininga kúrs.

Mig dreymdi annars skemmtilegan draum í nótt. Mig dreymdi að ég væri að fara á Óskarverðlaunahátíðina. Jude Law hafði boðið mér og ég var í stresskasti í Kringlunni að leita mér að fötum til að fara í og það var alveg að fara að loka og ég fann ekki neitt til að fara í...Shocking Mjög raunverulegt þegar ég vaknaði... nema ef ég væri að fara á Óskarsverðlaunahátíð þá myndi ég ekki leita mér að fötum í Kringlunni af öllum stöðum.....

Samt sem áður spurning hvort að svona draumar ungra Reykjavíkurmeyja verði raunverulegir áður en langt um líður!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnaður draumur. Mig dreymdi um daginn að ég væri með krakka í eftirdrægi og óþægilegri tilfinningu hef ég ekki fundið!!

Sísí (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband