Leita í fréttum mbl.is

Leynileg brúðkaup

Við Gunni lentum í heldur betur óvæntri athöfn í gær. Okkur hafði verið boðið í útskriftarveislu til æskuvinar Gunna, Andra, til foreldra hans í Grafarvoginum. Andri var búinn að tvíminna okkur á veisluna þannig að við ákváðum að láta annríki ekki stöðva okkur frá því að mæta í klukkutíma eða svo. Þegar veislan er komin vel á veg hefjast e-r létt ræðuhöld í tilefni dagsins. Sjálft útskriftarbarnið (-maðurinn, maður segir varla barn um þrítugan mann??!!) endaði á að hefja raust sína. Hann þakkaði öllum komuna um leið og seinustu gestirnir voru að ganga í hús, þar á meðal var frændi hans sem er prestur og þá segir hann:

Jæja þá er presturinn loksins kominn!! En það vill svo til að við Bylgja (konan hans) höfum ákveðið að koma ykkur öllum á óvart og nota tækifærið og gifta okkur í dag!!

Þau skötuhjúin komu því öllum í opna skjöldu, bæði vinum, foreldrum, systkinum og öðrum veislugestum. Það voru því eins og ber að skilja allir í hálfgerðu losti yfir þessu uppátæki þeirra, mömmurnar og pabbarnir og vinirnir hálfgrátandi af hamingju og gleði með uppátækið. Veislugestunum var því skverað út á pall í frábæru veðri og það var sungið og sprellað í brúðkaupinu. Veislan endaði svo á fínasta partýi sem stóð fram til fimm í morgun. Ótrúlega skemmtileg uppákoma hjá þeim. Enda sáu þau fram á að hafa ekki efni á halda fínt brúðkaup næstu árin enda bæði í námi og notuðu tækifærið að kría út fría veilsu þar sem að foreldrar hand voru að halda veislu fyrir hann í tilefni útskriftarinnar. Ráðahagurinn var víst bara ákveðinn með tveggja daga fyrirvara og því ákveðið að halda þessu alveg leyndu. Sérlega klókt þykir mér. Leiðinlegra þó fyrir þá sem ákváðu að koma ekki í útskriftarveisluna og misstu því af brúðkaupinu, enda heyrðist mér að e-r hefðu orðið fúlir að missa af athöfninni.

Mér skilst þó að svona fyrirkomulag á brúðkaupum sé að verða æ algengara. Að önnur hver brúðhjón geri þetta víst á laumi eða óvænt án vitneskju aðstandenda.

Gunni er annars farin til Mexíkó í útskriftarferð í tvær vikur. Skutlaði honum á völlin áðan í algjöru bömmers kasti yfir að vera ekki að fara með... en svona er þetta! Maður fær ekki allt. Ég er því alveg til að gera e-ð óbó skemmtilegt næstu vikurnar til að dreifa huganum frá því að ég gæti verið þarna úti Errm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa, Heiðdís, Helga, Helga Björk og Inga Rós

Veistu Anna...ég verð að gefa þér stórt og mikið prik fyrir þessa mynd efst á síðunni...it's hilarious!!

Kv.
Harpa

Harpa, Heiðdís, Helga, Helga Björk og Inga Rós, 22.5.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband