20.5.2007 | 20:54
Leynileg brúðkaup
Við Gunni lentum í heldur betur óvæntri athöfn í gær. Okkur hafði verið boðið í útskriftarveislu til æskuvinar Gunna, Andra, til foreldra hans í Grafarvoginum. Andri var búinn að tvíminna okkur á veisluna þannig að við ákváðum að láta annríki ekki stöðva okkur frá því að mæta í klukkutíma eða svo. Þegar veislan er komin vel á veg hefjast e-r létt ræðuhöld í tilefni dagsins. Sjálft útskriftarbarnið (-maðurinn, maður segir varla barn um þrítugan mann??!!) endaði á að hefja raust sína. Hann þakkaði öllum komuna um leið og seinustu gestirnir voru að ganga í hús, þar á meðal var frændi hans sem er prestur og þá segir hann:
Jæja þá er presturinn loksins kominn!! En það vill svo til að við Bylgja (konan hans) höfum ákveðið að koma ykkur öllum á óvart og nota tækifærið og gifta okkur í dag!!
Þau skötuhjúin komu því öllum í opna skjöldu, bæði vinum, foreldrum, systkinum og öðrum veislugestum. Það voru því eins og ber að skilja allir í hálfgerðu losti yfir þessu uppátæki þeirra, mömmurnar og pabbarnir og vinirnir hálfgrátandi af hamingju og gleði með uppátækið. Veislugestunum var því skverað út á pall í frábæru veðri og það var sungið og sprellað í brúðkaupinu. Veislan endaði svo á fínasta partýi sem stóð fram til fimm í morgun. Ótrúlega skemmtileg uppákoma hjá þeim. Enda sáu þau fram á að hafa ekki efni á halda fínt brúðkaup næstu árin enda bæði í námi og notuðu tækifærið að kría út fría veilsu þar sem að foreldrar hand voru að halda veislu fyrir hann í tilefni útskriftarinnar. Ráðahagurinn var víst bara ákveðinn með tveggja daga fyrirvara og því ákveðið að halda þessu alveg leyndu. Sérlega klókt þykir mér. Leiðinlegra þó fyrir þá sem ákváðu að koma ekki í útskriftarveisluna og misstu því af brúðkaupinu, enda heyrðist mér að e-r hefðu orðið fúlir að missa af athöfninni.
Mér skilst þó að svona fyrirkomulag á brúðkaupum sé að verða æ algengara. Að önnur hver brúðhjón geri þetta víst á laumi eða óvænt án vitneskju aðstandenda.
Gunni er annars farin til Mexíkó í útskriftarferð í tvær vikur. Skutlaði honum á völlin áðan í algjöru bömmers kasti yfir að vera ekki að fara með... en svona er þetta! Maður fær ekki allt. Ég er því alveg til að gera e-ð óbó skemmtilegt næstu vikurnar til að dreifa huganum frá því að ég gæti verið þarna úti
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Af mbl.is
Fólk
- Þessi lög taka þátt í Söngvakeppninni
- Justin Bieber skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
- Hávær orðrómur um framhjáhald og skilnað
- Þurfti ekki að nota kælihettu
- David Lynch vottuð virðing í erlendum fjölmiðlum
- Fylgjendur Katie Price með áhyggjur
- Adam Sandler kíkti til okkar með fjölskyldunni sinni
- Kona lagði út 121 milljón króna fyrir svindlara sem sagðist vera Brad Pitt
- Cardi B sakar Offset og móður hans um stuld
- Gekk rauða dregilinn eftir langt hlé
Íþróttir
- Elliði svekktur: Ég brást liðinu
- Arnar: Tók mig 48 ár að horfast í augu við þetta
- Kynntur til sögunnar í París
- Hákon skoraði í toppslagnum í Frakklandi
- Króatar urðu fyrir áfalli
- Fjögur lið komust áfram í kvöld
- Óvænt tap Tindastóls á Ásvöllum
- ÍR nærri stigi gegn Fram
- Það er óskandi að fólk fjölmenni á Hlíðarenda
- Andlát: Denis Law
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Athugasemdir
Veistu Anna...ég verð að gefa þér stórt og mikið prik fyrir þessa mynd efst á síðunni...it's hilarious!!
Kv.
Harpa
Harpa, Heiðdís, Helga, Helga Björk og Inga Rós, 22.5.2007 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.