22.5.2007 | 22:40
Skandall hjá Samfylkingu að missa heilbrigðisráðuneytið
Jahh hérna segi ég nú bara. Með fullri virðingu fyrir Guðlaugi Þór og hans störfum þá tel ég það mikið óhappaskref hjá Samfylkingunni að láta heilbrigðisráðuneytið sér úr greipum renna. Ég fékk það á tilfinninguna í viðtalinu að heilbigðisráðuneytið sé ekki óskastaða Guðlaugs og því sísti staðurinn sem hann ætti að sækja inn á. Ég trúi bara ekki að maður sem hefur enga menntun á sviði heilbrigðismála né áhuga eigi eftir að geta fært eitthvað gott fram fyrir það fólk sem þarf á aðstoð heilbrigðisþjónustu að halda. Sif Friðleifsdóttir var þó allavegna menntaður sjúkraþjálfari þó að hún hafi nú ekki staðið sig eins vel og hún hefði getað.
Ég held að það fyrsta sem Guðlaugur Þór ætti að gera væri að fara inn á sjúkrahúsin, stofurnar, samtökin og bandalögin og ræða við bæði starfsfólkið og sjúklingana um hvað þarf að laga. Það er fólkið sem hefur reynsluna af því hvernig kerfið er að virka og hvaða umbætur er hægt að gera. Fyrsta skrefið væri að hætta við þetta blessaða hátæknisjúkrahús og gera frekar betur við þessi ágætu vannærðu sjúkrahús sem eru til nú þegar. Ég hef ekki hitt einn einasta heilbrigðisstarfsmann sem telur að þetta sjúkrahús leysi þann vanda.... Það þýðir ekkert að opna flott sjúkrahús með flottum græjum ef enginn er starfsmaðurinn sem vill vinna þar á þeim launum sem eru í boði núna. Ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að sem verðandi sjúkraþjálfari þá er það ekki til í myndinni að ég fari að starfa á ríkisreknum spítala eða heimili að loknu námi. Ég held að aðrir skólafélagar mínir séu sammála mér í því.
Það er þó bót í máli hér að almannatryggingar felast hér á eftir undir félagsmálaráðuneytið sem nú verður stjórnað af Jóhönnu Sigurðardóttur sem ég vona að gera ærlega uppstokkun á svo að öryrkjar og aðrir sem eru stórneytendur að heilbrigðisþjónustu fái loksins tækifæri á að vinna sig út úr þeim sjúkdómum, fátækt og öðru sem að þeim kemur. Að lokum vona ég að báðir þessir ráðherrar gefi sér tíma til að heimsækja hjúkrunarheimilið Sóltún og noti það sem viðmið fyrir það hvernig á að standa að hjúkrun og aðstöðu fyrir eldri borgara á landinu.
Guðlaugur Þór: Hlakka til að takast á við verkefnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Athugasemdir
Mér þykir þú kræf að fullyrða um áhugaleysi Guðlaugs á heilbrigðisgeiranum út frá getgátum.
D (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.