Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
26.2.2007 | 23:02
Ertu geimfari eða geimvera?
Greinilega ekki margir sem létu glepjast af fyrirsögninni hé að neðan. Enginn nema pabbi sem hringdi úi mig um helgina í ótrúlegri geðshræringu og spurði hvort ég væri á leiðinni til Hollywood!! Ég benti honum vinsamlegast á að lesa aðeins lengra....
Bikar í frjálsum fór annars fram um helgina. Fjölnir/Ármann í öðru sæti sem er vel viðunandi árangur miðað við fáránlega uppsetningu ( að mínu mati..) á liðsmönnum oft á tíðum. Svenni setti nokkur met að venju.. ekkert nýtt þar á ferð!... ekki var ég heldur með að venju... ekkert nýtt þar á ferð!. Hefði gjarnan viljað leggja mitt af mörkum en svona verður þetta bara að vera í bili. Bakið á mér er ótrúlega sveiflukennt núna... stundum í lagi... stundum slæmt.. og það heldur líka víst þannig bara áfram um sinn. Ég er samt alltaf að geta farið að gera meira og meira með tímanum.. fór í gærkvöldi með Gunna og Ottó út að skokka í klukkutíma.. leið þokkalega á eftir. Þannig að þetta þokast í áttina. Verra var formið, var eiginlega alveg búin á því eftir þetta. Það er ekki alveg það sama að geta skokkað í klassanum í klukkutíma á bretti eins og að skokka úti í talsverðum gaddi. Ég verð að fara að vinna í þolinu, er búin að setja mér markmið að hlaupa 10km í Reykjavíkurmaraþoninu á innan við 50 mín. Ég ætla líka að reyna að hætta bara að hugsa um það að það sé e-ð að mér, reyna bara að ignora þetta og hugsa eins og það sé ekkert að... ég er bjartsýn á að það komi mér ansi langt
Er að vinna í því á fullu að redda mér e-i sumarvinnu. Það gengur heldur brösulega, er búin að sækja um á yfir tuttugu stöðum og þar af bara búin að fá svör frá tveimur.. ótrúlega pirrandi! Ef e-r veit um e-ð sniðugt fyrir mig þá má hann endilega hafa samband.
Gunni er búin í verknáminu í Versló og farin aftur á Laugarvatn.. það verður því einmanalegt í búinu! Sérstaklega eftir að leigjendurnir fara líka en þeir eru allir búnir að segja upp og fara út eftir mánuð!... Ekki alveg besti tíminn, þannig að sparnaðurinn okkar Gunna fer beint í að borga af íbúðinni og þar með minna til að eyða úti í Boston.... Helv... Vona bara að við finnum e-a aðra fljótlega!
Sísí vinkona sagði eina bestu ice-braker línu sem ég hef heyrt lengi um helgina: Ertu geimfari eða geimvera???... Algjörlega samhengislaust og við ókunnugan mann.. Snilld!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2007 | 12:18
Jude Law bauð mér á Óskarsverðlaunahátíðina!
Jæja þá er það orðið klárt að við mæðgur förum til Boston um páskana í 11 daga. Með stoppi í New York. Pælingin er jafnvel að fljúga til Boston og svo heim frá New York. Mamma tók klikkið á þetta og keypti Saga-Class miða þannig að við getum breytt ferðalaginu eins og okkur hentar. Ástæðuna fyrir því sagði hún vera að henni þætti allt of þröngt að sitja í venjulegum sætum í sex tíma.... Þetta er samt ekki alveg besti tíminn til að fara í massíva verslunarferð... Við Gunni erum að spara okkur fyrir íbúðakaupum næsta haust þannig að það fer e-ð af þeim peningum... En ég meina það er ekki á hverjum degi sem maður fær möguleika á að fara í svona ferð. Enda býst ég ekki við að fara meira til útlanda á árinu. Ætla að nota tækifærið líka og kaupa restina af bókunum sem mig vantar en tími ekki að kaupa hérna heima.. Ég býst við að það verði gott úrval af bókum í Boston, enda Harvard háskóli og Cambridge í bænum.
Það er annars óþolandi að vera að spara.. ég mæli ekki með því! Það er algjörlega ekki minn stíll!
Kláraði annars eitt fag um daginn... sennilega eitt það leiðinlegasta sem ég hef farið í. Almenn sjúkraþjálfunarfræði... Ekki búin að fá einkunn enn! Hún verður sennilega nær 5 heldur en 10. Svo að núna hefur maður enga afsökun fyrir að demba sér ekki í súper fögin. Stærstu kúrsar sem ég hef farið í hingað til.. tveir kúrsar sem eru 7 einingar hvor um sig og einn 3 eininga kúrs.
Mig dreymdi annars skemmtilegan draum í nótt. Mig dreymdi að ég væri að fara á Óskarverðlaunahátíðina. Jude Law hafði boðið mér og ég var í stresskasti í Kringlunni að leita mér að fötum til að fara í og það var alveg að fara að loka og ég fann ekki neitt til að fara í... Mjög raunverulegt þegar ég vaknaði... nema ef ég væri að fara á Óskarsverðlaunahátíð þá myndi ég ekki leita mér að fötum í Kringlunni af öllum stöðum.....
Samt sem áður spurning hvort að svona draumar ungra Reykjavíkurmeyja verði raunverulegir áður en langt um líður!!!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2007 | 19:21
Þarna kom það...
Ég held ég hafi sjaldan eða bara aldrei heyrt aðra eins snilld. Enda eins og maðurinn sagði þá hlær hann bara að tilhugsuninni að jarðaförinni sinni. Ég gæti alveg hugsað mér að afkomendur mínir haldi bara partý ef ég dey á gamals aldri. Svona til að fagna góðri ævi og feitum arfi og láti jarða mig í líki diskó-kúlu. Enda er ég diskó skvísa með meiru og meira en lítið við hæfi að enda lífið á góðu partýi ;)
Lét jarða sig í Ferrari-líkkistu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2007 | 22:23
Jæja.. nú er mér nóg boðið!
Ég er ekki að trúa þessu... bakið á mér er í hönki núna. Sjúkraþjálfarinn er ekkert að gera fyrir mig og hef ekki getað sofið almennilega í svona viku núna. Ég hef talsverðar áhyggjur af því að þeir hafa hundsað aukaeinkennin sem ég hef haft fyrir utan bakið og hafi ekki skoðað mig nógu vel. Ég held að annað hvort séu þetta séu bara e-r hysterísk einkenni hjá mér (s.s. semi-andlegt) eða þá að það er e-að mikið að í stoðkerfinu. Ég er nokkuð klár á því að þau einkenni sem ég er með núna eru ekki frá brjósklosinu af því ég held að það sé svo til gróið. Útaf öllu sem ég er að læra núna í sjúkdómafræði stoðkerfis í skólanum er ég farin að efast svolítið um vinnubrögðin hjá þessum körlum. Þeir skoðuðu ekkert á mér mjaðmagrindina fyrir utan SI-liðinn og hafa ekkert skoðað almennilega stöðuna á fótum og hnjám. Líka sú staðreynd að spjaldbeinið á mér var svoleiðis rammskakkt þegar ég byrjaði hjá þeim vísar að mínu mati til þess að það er e-r undirliggjandi orsök fyrir þessari skekkju sem ekki er búið að laga. Það er alltaf verið að hamra á klínískri rökhugsun við okkur í skólanum... ég held að þeir ættu að skella sér á námskeið! Þetta er líka bara ekkert eðlilegt að lítið og saklaust brjósklos, þó reyndar á tveimur stöðum, geti verið meira en heilt ár að lagast.... það er e-ð spúkí við þetta.
Aðal ástæðan fyrir því að ég er að pirra mig á þessu er sú að Meistaramót Íslands í frjálsum er um helgina og ég auðvitað get ekki keppt. Ég var svo abbó út í þessar stelpur sem voru að keppa í hástökki að ég var alveg að deyja. Ég hefði að öllum líkindum verið í baráttunni um gullið. Ég hugsa oft um það hvað ég hefði getað stokkið í fyrra þegar ég var önnur... þegar ég var að stökkva yfir rúmlega 1.60 og var með svo mikla lömunarverki og krampa í stökkfætinum að ég gat varla gengið!!! Ég var í besta formi sem ég hef verið í mörg ár í fyrra. Frekar létt á vigt en samt mjög sterk. En svona er þetta, mér er bara e-n veginn ekki ætlað að ná langt í frjálsum. Ég hugsa líka oft um það hvað hefði orðið úr mér hefði ég farið að æfa e-a aðra íþrótt. Ég held að ég sé með hugarfar meistara... alltaf tilbúin til að leggja aukalega á mig og geri allt til að ná árangri, jafnvel of mikið. Þrjóskan í mér leyfir mér ekki a gefast upp á frjálsum. Ég er líka e-n veginn þannig að ef ég ákveð að ég ætla að geta e-ð þá klára ég það, hvort sem það er skóli, íþróttir eða annað.
En jæja þá er best að fara að halda áfram að læra fyrir prófið á mánudaginn, almenn sjúkraþjálfunarfræði, ég held að ég alheiminum hafi ekki verið fundinn upp jafn leiðinlegur kúrs á háskólastigi. Hann er svo leiðinlegur að ég er búin að vera að fresta því í allan dag að fara að læra... og klukkan er að verða hálfellefu að kvöldi... must be pretty bad
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 11:18
loksins, loksins, loksins
Ég hef oft haldið því fram á seinni árum að ég sé ansi sleipur dansari. Ég er sjálfsagt ókrýnd drottning vondu-dansa-keppnanna ásamt vinkonu minni Sísí. Það krefst nefnilega talsverðar tækni að get dansað illa. Eiginlega meiri heldur en að geta dansað eins og engill. Eða við skulum ekki segja illa, heldur frjálslega. Við erum ansi plássfrekar þegar við förum á gólfið og dönsum af innlifun og innri takti. Leggjum vinnu í sporin okkar og reynum að hafa þau samhæfð. Þar sem að við Sísí erum bestar í samhæfðum dönsum þá hélt ég að ég ætti ekki í vandræðum með að fara í hóptíma í Salsa í Laugum. Ég var orðin svo þreytt á brettinu í gær að ég ákvað að gerast frökk og fara í fyrrnefndan tíma. Ég veit ekki hvort truflaði mig meira, allir speglarnir þarna inni, eða ofurdansstelpan sem var fyrir framan mig með tilheyrandi handasveiflum og geiflum. Mér hefur sjaldan liðið jafn kjánalega og þegar við vorum að endurtaka sömu rútinuna í ca. 35.skipti og ég var ekki ennþá að ná henni og fyrrnefnd stelpa fer að hlæja að mér. Ég gekk út skömmu síðar. Ég hef ákveðið að danshæfileikar mínir njóta sín meira á dansgólfi heldur en í líkamsræktarsal og held mig því við það. Ég held að ég hefði rúlað ef það hefðu verið diskóljós og myrkur...
Gunni er annars kominn í bæinn í tæpan mánuð. Er í verknámi við Versló. Allt gott um það að segja. Nema hvað allt heimilishald verður talsvert flóknara þegar tveir eru saman á heimili heldur en einn. Við höfum rekið okkur á það að okkar eigin vanar og siðir eru að krossast. Hann vill sjóða matinn en ég steikja, hann vill hafa hlutina þarna en ég annars staðar, hann vill fara á æfingu á einum tíma og ég öðrum og svo framvegis. Þetta getur skapað talsverða togstreitu þegar hvorugur vill bakka undan. Við erum bæði sátt við okkar eigin vana. Hann verður líka pirraður á að klukkan mín er ekki í takt við aðrar. Mér er bara e-n veginn ómögulegt að vera alltaf að flýta mér til að vera komin heim eða í hitting á ákveðnum tíma og forðast því eins og heitan eldinn að segja við fólk að ég komi á e-m nákvæmum tíma. Það er alveg dæmt til að mistakast. Mér leikur forvitni á að vita hvernig vinir að vandamenn í svipaðri stöðu leysi svona deilur eða hvort við Gunni séum e-ð einsdæmi hvað þetta varðar???
P.S. LOKSINS, LOKSINS, LOKSINS, er pían að fara að skella sér til New York. Systa fær NY ferð í staðinn fyrir að fermast og ég ákvað að skella mér með. Förum um páskana í 10 daga... SWEET! Ef e-r veit um tiltölulega ódýra gistingu í NY má hann endilega láta vita.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Af mbl.is
Innlent
- Myndir sýna umfang flóðsins
- Eldur í ruslagámi á Suðurlandsbrautinni
- Aldrei tekist áður í heiminum
- Undirbúa vatnsaflsvirkjun á Austurlandi
- Sigldu yfir tún til að bjarga innlyksa konu
- Rennslið minnkar en bæir enn innlyksa
- Grét sig í svefn í 15 ár
- Skiptifarþegar aldrei verið fleiri
- Þórður ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks
- Erlendir verktakar gætu komið að Fossvogsbrúnni