Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
29.5.2007 | 21:51
Hver er munurinn?
Ungfrú Alheimur krýnd í Mexíkó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2007 | 22:40
Skandall hjá Samfylkingu að missa heilbrigðisráðuneytið
Jahh hérna segi ég nú bara. Með fullri virðingu fyrir Guðlaugi Þór og hans störfum þá tel ég það mikið óhappaskref hjá Samfylkingunni að láta heilbrigðisráðuneytið sér úr greipum renna. Ég fékk það á tilfinninguna í viðtalinu að heilbigðisráðuneytið sé ekki óskastaða Guðlaugs og því sísti staðurinn sem hann ætti að sækja inn á. Ég trúi bara ekki að maður sem hefur enga menntun á sviði heilbrigðismála né áhuga eigi eftir að geta fært eitthvað gott fram fyrir það fólk sem þarf á aðstoð heilbrigðisþjónustu að halda. Sif Friðleifsdóttir var þó allavegna menntaður sjúkraþjálfari þó að hún hafi nú ekki staðið sig eins vel og hún hefði getað.
Ég held að það fyrsta sem Guðlaugur Þór ætti að gera væri að fara inn á sjúkrahúsin, stofurnar, samtökin og bandalögin og ræða við bæði starfsfólkið og sjúklingana um hvað þarf að laga. Það er fólkið sem hefur reynsluna af því hvernig kerfið er að virka og hvaða umbætur er hægt að gera. Fyrsta skrefið væri að hætta við þetta blessaða hátæknisjúkrahús og gera frekar betur við þessi ágætu vannærðu sjúkrahús sem eru til nú þegar. Ég hef ekki hitt einn einasta heilbrigðisstarfsmann sem telur að þetta sjúkrahús leysi þann vanda.... Það þýðir ekkert að opna flott sjúkrahús með flottum græjum ef enginn er starfsmaðurinn sem vill vinna þar á þeim launum sem eru í boði núna. Ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að sem verðandi sjúkraþjálfari þá er það ekki til í myndinni að ég fari að starfa á ríkisreknum spítala eða heimili að loknu námi. Ég held að aðrir skólafélagar mínir séu sammála mér í því.
Það er þó bót í máli hér að almannatryggingar felast hér á eftir undir félagsmálaráðuneytið sem nú verður stjórnað af Jóhönnu Sigurðardóttur sem ég vona að gera ærlega uppstokkun á svo að öryrkjar og aðrir sem eru stórneytendur að heilbrigðisþjónustu fái loksins tækifæri á að vinna sig út úr þeim sjúkdómum, fátækt og öðru sem að þeim kemur. Að lokum vona ég að báðir þessir ráðherrar gefi sér tíma til að heimsækja hjúkrunarheimilið Sóltún og noti það sem viðmið fyrir það hvernig á að standa að hjúkrun og aðstöðu fyrir eldri borgara á landinu.
Guðlaugur Þór: Hlakka til að takast á við verkefnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2007 | 20:54
Leynileg brúðkaup
Við Gunni lentum í heldur betur óvæntri athöfn í gær. Okkur hafði verið boðið í útskriftarveislu til æskuvinar Gunna, Andra, til foreldra hans í Grafarvoginum. Andri var búinn að tvíminna okkur á veisluna þannig að við ákváðum að láta annríki ekki stöðva okkur frá því að mæta í klukkutíma eða svo. Þegar veislan er komin vel á veg hefjast e-r létt ræðuhöld í tilefni dagsins. Sjálft útskriftarbarnið (-maðurinn, maður segir varla barn um þrítugan mann??!!) endaði á að hefja raust sína. Hann þakkaði öllum komuna um leið og seinustu gestirnir voru að ganga í hús, þar á meðal var frændi hans sem er prestur og þá segir hann:
Jæja þá er presturinn loksins kominn!! En það vill svo til að við Bylgja (konan hans) höfum ákveðið að koma ykkur öllum á óvart og nota tækifærið og gifta okkur í dag!!
Þau skötuhjúin komu því öllum í opna skjöldu, bæði vinum, foreldrum, systkinum og öðrum veislugestum. Það voru því eins og ber að skilja allir í hálfgerðu losti yfir þessu uppátæki þeirra, mömmurnar og pabbarnir og vinirnir hálfgrátandi af hamingju og gleði með uppátækið. Veislugestunum var því skverað út á pall í frábæru veðri og það var sungið og sprellað í brúðkaupinu. Veislan endaði svo á fínasta partýi sem stóð fram til fimm í morgun. Ótrúlega skemmtileg uppákoma hjá þeim. Enda sáu þau fram á að hafa ekki efni á halda fínt brúðkaup næstu árin enda bæði í námi og notuðu tækifærið að kría út fría veilsu þar sem að foreldrar hand voru að halda veislu fyrir hann í tilefni útskriftarinnar. Ráðahagurinn var víst bara ákveðinn með tveggja daga fyrirvara og því ákveðið að halda þessu alveg leyndu. Sérlega klókt þykir mér. Leiðinlegra þó fyrir þá sem ákváðu að koma ekki í útskriftarveisluna og misstu því af brúðkaupinu, enda heyrðist mér að e-r hefðu orðið fúlir að missa af athöfninni.
Mér skilst þó að svona fyrirkomulag á brúðkaupum sé að verða æ algengara. Að önnur hver brúðhjón geri þetta víst á laumi eða óvænt án vitneskju aðstandenda.
Gunni er annars farin til Mexíkó í útskriftarferð í tvær vikur. Skutlaði honum á völlin áðan í algjöru bömmers kasti yfir að vera ekki að fara með... en svona er þetta! Maður fær ekki allt. Ég er því alveg til að gera e-ð óbó skemmtilegt næstu vikurnar til að dreifa huganum frá því að ég gæti verið þarna úti
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2007 | 00:36
Why don´t you do like the trees and - leave.....
Jæja, núna er ég búin að vinna næstum viku í nýju vinnunni. Gengur annars mjög vel og frábært hvað ég fæ að gera mikið. Er farin að bóka fólk á mig í meðferð og allt. Fékk meira að segja bók til að geta skráð alla sjúklingana á mig. Meðferðin er nú reyndar oft ekki mjög flókin - stundum ekki neitt nema bara göngutúr á mínus hraða í 10 mín. eða e-ð þannig en samt.... ég er orðin sjúkraþjálfari :)
Ég er núna á frekar stuttum tíma búin að breyta mjög mikið áliti mínu á gömlu fólki. Áður en ég fór að vinna þarna þá var ég eiginlega hrædd við gamalt fólk. Ég hélt alltaf að ég ætti eftir að eiga í vandræðum með að halda uppi samræðum við það af því að kynslóðabilið væri svo mikið. Gat ekki ímyndað mér að ég ætti eftir að eiga e-ð sameiginlegt með fólki fætt um byrjun seinustu aldar. Er núna búin að fatta að þetta voru bara fordómar í mér. Allt þetta gamla fólk var e-n tíman ungt eins og ég og upplifði sömu væntingar og þrár til lífsins og ég hef einmitt núna.
Mikið af fólkinu þarna er með e-s konar heilabilun, fengið slag eða er með hrörnunarsjúkdóm. Er nú þegar búin að lenda í nokkrum skemmtilegum aðstæðum. Lenti meðal annars í samræðum við konu á níræðisaldri um daginn sem hélt því fram að hún væri nýflutt til Reykjavíkur og að hún ætti kornabarn... óþarfi að segja það en hún er víst e-ð föst í gamla tímanum. Við áttum í löngu spjalli um það hvernig er að vera ung móðir í Reykjavík. Margt fyndið samt sem fólkið segir sem ég má sennilega ekkert vera að tala um og ætla ekkert að vera að blaðra hér.
Ótrúlegt hvað maður gerir sér grein fyrir því að svona sjúkdómar gera ekki mannamun. Hver sem er getur lent í því að fá heilaslag eða annan kvilla í miðtaugakerfi eins og öðru. Það skiptir engu máli hvort maður er fátækur eða ríkur í svoleiðis aðstæðum. Það er ekki hægt að tryggja sig fyrir svoleiðis aðstæðum né borga sig út út þeim. En það skiptir hins vegar öllu hvort maður er jákvæður eða neikvæður persónuleiki að eðlisfari þegar svoleiðis ágöll dynja á. Gamla fólkið segir að hinir eða þessir séu svo lífsglaðir. Það er sennilega rétt. Fólk sem er lífsglatt vegnar yfirleitt betur bæði fyrir og eftir veikindi. Það styrkir bara ennþá betur þá lífsskoðun mína að reyna að vera ALLTAF glöð.... ekki bara stundum og ekki bara e-ð tilfallandi. Heldur hafa það bara sem lífsmottó. Hætta að vera í fýlu út í hina eða þessa af því þeir gerðu eitthvað eða vera að pirra mig á einhverjum hlutum sem ég get ekkert gert í.
Ég ætla mér því ekkert annað frekar í lífinu en að vera lífslgöð.... má bjóða ykkur að njóta þess með mér????
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2007 | 19:01
Þegar lífið tekur svo við aftur..
Sérstakur svona tíminn þegar maður er búinn í prófum, en er ekki byrjaður að vinna að ráði. Maður er e-n vegin svona alouf... veit ekkert hvað maður á af sér að gera. Allur tíminn seinustu vikur hefur verið svo ótrúlega skipulagður og farið hver einasta lausa mínúta í lærdóm. Á meðan á því stendur hugsar maður um alla hlutina sem maður ætlar að gera þegar prófin eru búin, svo kemur sá tími og þá veit maður varla hvað maður á af sér að gera..... mjög sérstakt.
Ég er allavegna búin í prófum................. LOKSINS!!!!!!!!!!!!
Ég byrja svo á mánudaginn að vinna á Sóltúni. Ég er bara nokkuð spennt yfir nýju starfi. Held að það sé fínt að fara loksins að vinna við það sem maður er að læra og fín tilbreyting frá seinasta sumri að vinna núna bara 8-4 vinnu. Ekki er nú verra að hafa líka svona margar vinkonur sínar að vinna á sama stað
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Af mbl.is
Innlent
- Eldur í ruslagámi á Suðurlandsbrautinni
- Aldrei tekist áður í heiminum
- Undirbúa vatnsaflsvirkjun á Austurlandi
- Sigldu yfir tún til að bjarga innlyksa konu
- Rennslið minnkar en bæir enn innlyksa
- Grét sig í svefn í 15 ár
- Skiptifarþegar aldrei verið fleiri
- Þórður ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks
- Erlendir verktakar gætu komið að Fossvogsbrúnni
- Hefja undirbúning verkfalla